Mánudagur, 11. mars 2013
Hryllingurinn í Norður-Kóreu
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. janúar 2013
Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry e. Rachel Joyce

Meet Harold Fry, recently retired. He lives in a small English village with his wife, Maureen, who seems irritated by almost everything he does, even down to how he butters his toast. Little differentiates one day from the next. Then one morning the mail arrives, and within the stack of quotidian minutiae is a letter addressed to Harold in a shaky scrawl from a woman he hasnt seen or heard from in twenty years. Queenie Hennessy is in hospice and is writing to say goodbye.
Harold pens a quick reply and, leaving Maureen to her chores, heads to the corner mailbox. But then, as happens in the very best works of fiction, Harold has a chance encounter, one that convinces him that he absolutely must deliver his message to Queenie in person. And thus begins the unlikely pilgrimage at the heart of Rachel Joyces remarkable debut. Harold Fry is determined to walk six hundred miles from Kingsbridge to the hospice in Berwick-upon-Tweed because, he believes, as long as he walks, Queenie Hennessey will live.
Still in his yachting shoes and light coat, Harold embarks on his urgent quest across the countryside. Along the way he meets one fascinating character after another, each of whom unlocks his long-dormant spirit and sense of promise. Memories of his first dance with Maureen, his wedding day, his joy in fatherhood, come rushing back to himallowing him to also reconcile the losses and the regrets. As for Maureen, she finds herself missing Harold for the first time in years.
And then there is the unfinished business with Queenie Hennessy.
A novel of unsentimental charm, humor, and profound insight into the thoughts and feelings we all bury deep within our hearts, The Unlikely Pilgrimage of Harold Fry introduces Rachel Joyce as a wiseand utterly irresistiblestoryteller.
Unlikely Pilgrimage of Harold Fry (Joyce) - Discussion Questions
- Talk about the obviouswhy Harold Fry never returns from the mailbox. Is he experiencing a mid-life crisis, or spiritual crisis...or what? Has anything like that ever happened to youa snap decision that turned out to be not just of-the-moment, but momentous as well?
- What is the significance, thematically, of Harold's yacht shoes?
- "Life might appear ordinary simply because the person living it had been doing so for a long time." One of the themes in Unlikely Pilgrimage is how a seemingly ordinary life can take on extraordinary aspects. Do you consider your own life ordinary or extraordinary? In what way might we see our own lives or, say the lives of our neighbors, as remarkable?
- How has Harold's pasthis upbringingshaped his adult life, especially his relationship with his wife and son?
- Talk about the evolution of Harold Fry. What is his state of mind as he begins the journey, and how does he change during his long walk? What does he learnabout life and about himself?
- Discuss the marital relationship, at the book's beginning, between Harold and Maureen. Maureen wants to believe that Harold's desertion has more to do with Queenie than with the state of the couple's marriage. Is she right...or not?
- Why do couples continue in a relationship that no longer seems to fulfill a mutual need for either?
- Describe Harold's relationship with his son, David.
- What was Harold's relationship with Queenie...and in what way does he feel he betrayed her?
- What does the waitress mean when she tells Harold that "if we don't go mad once in a while, there's no hope"? Have you ever felt like that?
- What role does religious belief play in this novel?
- What is Rachel Joyce satirizing as crowds begin to gather and Harold's journey becomes a cause celebrewith its t-shirts, Tweets, and Facebook posts? How do the people who join Harold in his trek see his journeywhat are they looking for, or what do they expect from Harold? Why do the crowds eventually leave him behind?
- What do Harold and Maureen come to understand about one another and marriageand how does their marriage change? What do they come to realize about one another?
- Why is Harold's journey called a "pilgrimage" in the title?
- What is the relationship between the epigraph from John Bunyan's Pilgrim's Progress and this contemporary novel? Why does Rachel Joyce use Bunyan's book at both beginning and end?
- Do you find the novel's end satisfying? Why or why not?
Bækur | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10. febrúar 2010
Mansfield Park e. Jane Austen
Discuss Mansfield Park in your book club, and your friends, like most readers, will tend to differ over a variety of points. The most typical one is this: Is the heroine, Fanny Price, a model of moral integrity, or a self-righteous prude? Is the marriage that ends the story (and Austen's stories always end with a marriage) between the right two people? And what's up with that part about the play?
The story begins when nine-year-old Fanny Price is taken from the home of her impoverished parents and moved to the estate of Mansfield Park to be brought up by rich relatives. This is no clear-cut Cinderella story, however. Although there are a couple of mildly wicked stepsisters (Fanny's cousins Maria and Julia) and a stand-in for a wicked stepmother in the form of her Aunt Norris, teenaged Fanny's central nemesisand rival in love--is the saucy, sassy anti-heroine Mary Crawford.
The object of both Fanny's and Mary's affections is Fanny's cousin Edmund (I know, I know, but in Jane Austen's day one could marry one's cousin without anyone batting an eyelid). Edmund loves Fanny like a cousin, but he is in love with Mary.
Did you ever feel jealous of someone, and at the same time also felt you didn't have the right to be jealous? Fanny, being in an inferior position in the Mansfield Park family and unloved by her birth parents, has deeply rooted self-esteem issues. Mary, on the other hand, walks through life with a serious sense of entitlement. Shouldn't that be enough to put us squarely in the pro-Fanny camp?
Perhaps, but Fanny challenges us at every turn. For example, there is the famous section of the book in which Fanny disapproves of and refuses to participate in a play that her cousins and neighbors are putting on at home for their own amusement. For this part of the story to make the least bit of sense to a modern reader, one needs to understand that this particular choice of home theatricals would be the modern equivalent of a group of teenagers voting to have a wild, high-risk party in their strict parent's house while said parent was out of town.
Despite Fanny's balking at participating in said wild party, we cannot quite dismiss her as a buzz-killing Miss Perfect. After all, she is eaten up with jealousy for a great deal of the book, and as we all know, jealousy is not a pretty emotion. She is also not one to obey those in authority at all costs. In fact, she stands up to the biggest authority figure in her life by refusing to do what she knows in her heart would be wrong, and I'm not talking about acting in a play. (I'll say no more, lest I spoil the book for those who've yet to read it.)
If you've ever had an opinion that your friends considered uncool, and you stuck to it despite ridicule and pressure, you'll find a kindred spirit in Fanny Price, and you'll want her reward to be the man she loves. However, if you're still doing shots with your inner bad girl, you'll be rooting for Mary Crawford to win the object of her, and Fanny's, affections. (By the way, Austen scholar Emily Auerbach pointed out at one of the Jane Austen Society of North America's annual meetings, that several of Mary Crawford's lines of dialogue are astonishingly similar to lines from Jane Austen's own letters.)
To make things more interesting, some readers will want Fanny to be won by Mary's rakish, heartbreaker brother, Henry Crawford, who finds himself unaccountably in love for the first time in his life. Henry doesn't seem to stand a chance with Fanny, who is not only in love with another man, but also has watched in contempt and pity while Henry toyed with Fanny's cousins, the above-mentioned Maria and Julia. It's one big love triangle. Or square. Or heptagon.
Could there possibly be a better Austen novel for book clubs to chew on? And I haven't even touched on the theories about Mansfield Park's antislavery subtext.
In Mansfield Park, Jane Austen is clearly at the height of her storytelling mastery, deftly playing with reader loyalties and expectations while serving up the delicious social satire and suspenseful plotting that keep us coming back for more.
Book Review:
Mansfield Park by Jane Austen
Mansfield Park is the most condensed and complex novel ever written by Jane Austen, and is her first novel that was conceived, written, and published at her mature years. Even though it lacks in the playful ironic humor which is so characteristic of Austens other novels, it is the novel that most clearly shows another aspect of the writer: her philosophical anxieties, her social concern, and her mature feminism.
Austen seems fearful of the impact change and progress has on traditional life including its morals, beliefs, and behavior. As a result her themes revolve around change, the battle between good and evil, character, dependency, and independence. The subtle battle between good and evil is one between the moral forces of the serene Mansfield Park, and the amoral intruders whose London values pose a threat to the traditional ways of Mansfield.
There is a great question, which seems to preoccupy Austen in writing Mansfield Park. Is character formed in relation to environment and opportunity? Or is character the innate tendencies to be good or evil, moral or amoral, quiet or loud. Most importantly, how far can one change by adapting to ones environment. The example of Fanny Price displays the difficulty in finding definite answers to such questions.
Fanny first appears as the poor relation from Portsmouth and is small, awkward, and shy. The absence of family identity makes Fanny a displaced person: she feels homesick wherever she is. When at Mansfield she longs for Portsmouth, and when she finally returns to Portsmouth at eighteen she discovers that Mansfield is where she belongs. She returns to find Mansfield shattered by scandal and disgrace, and to be placed at the center of what has remained of the Bertram family.
What is striking and confusing is how the pious Fanny manages to be perfectly happy when surrounded by the misery of those close to her, while she was miserable when these same people were happily enjoying their lives. Isnt Austen thus questioning goodness or at least the saintliness in Fannys character? The novel poses several such disturbing questions, which challenge values like tradition and stability, which it appears to praise.
Austen doesnt present all change as negative, but merely states that for change to be positive it must be natural. Fanny, the pillar of goodness and morality clearly expresses this idea: How wonderful, how very wonderful the operations of time and the changes of the human mind. Fannys philosophical ideas are an indication of her intellectual advancement, which was made possible by the opportunities she now had at Mansfield Park. Thus Austen also expresses her views on the importance of environment in shaping or even changing ones character. However, the concept of innate individuality does not escape Austen: when one thinks of it, how astonishing a variety of nature. Isnt this symbolic of the variety in the human species? One solid example is how radically different Fanny is from Mary.
Austen is also perplexed with how some people can deviate from the most basic rules of creation: plants differing in the rule and law of their existence. Isnt this a reflection on the amorality of some young aristocrats? However, as amorality is presented as not natural it cannot be eternally present in the soul of a human being. Doesnt Henry Crawford repent? Doesnt he show a need to be good? Even at the height of his amoral state of mind he would reflect with something of a consciousness when reminded of his wrongdoing. At the very least he shows signs of wanting to reform himself, even if he is too weak to do so.
The clash between good and evil is eloquently symbolized in the temptation the amoral Maria poses for the moral Edmund who is to be a clergyman. This is the most beautiful, allegorical scene in the novel. The wilderness of Sotherton is a natural artificial labyrinth made of plants and trees. The tempting of Edmund reminds the reader of the tempting of Adam in the Garden of Eden, which is a comparison Austen would probably find desirable. As Edmund remarks we have taken a very serpentine course, which is an indication of how Edmund will be tempted to lose sight of his morality.
Marys tempting of Edmund can be interpreted in mythical terms. In trying to take him away from his moral values and beliefs, and his calling in life, Marys first weapon is flattery: you really are fit for something better. Isnt flattery the Devils first weapon?
This good v. evil battle is a subtle confrontation; a battle disguised behind the mask of flirting or love. Austens obsession with disguise and hypocrisy, which is also one of Shakespeares favorite themes, is also expressed through her negative presentation of the theatricals, which are presented as sinister and corrupting.
In Mansfield Park Austen also proves herself to be a truly feminist writer. Few male characters in her novels are attractive, intelligent, and in command. It might be hard to see how an introverted, shy, enduring character like Fanny Price could be seen as a feminist figure, but Fanny is indeed a silent hero. When she refuses to marry the rich Henry Crawford she is accused of being stubborn, selfish, and ungrateful. Fanny is, of course, merely trying to be true to herself. However, there is an irritating lack of flexibility in her character: once she forms an opinion, its impossible to change her mind (although she is always right in her opinions). Even the good-natured Edmund is not Fannys equal. He can be too easily tempted by female charms, whereas Fanny stands firm, upholding her beliefs and her morality.
The ending of the novel presents the outcome of the battle between good and evil, the consequences of the great crisis. While Austen presents evil masked in beauty throughout her novel, her ending proves that good can indeed be masked in evil, as a result of certain outside factors. Good did in fact win over evil, but what was the consequence? What is the consequence when the masks finally fall?
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. desember 2009
Dagbók góðrar grannkonu e. Doris Lessing
Ítarefni:
Fimmtudaginn 22. desember, 1988
Bókmenntir Doris Lessing: DAGBÓK GÓÐRAR GRANNKONU.
Dagbók góðrar grannkonu hefur þá kosti að vera samin af nokkurri leikni og hafa mannlegan boðskap að flytja. Í skáldsögunni segir frá konu sem er orðin leið á framapoti og sjálfsdekri, spilltu lífi fíns fólks. Hún hittir gamla konu og fer að venja komur sínar til hennar, veita henni liðsinni í bágindum ellinnar. Gamla konan sýnir henni inn í heim sem hún þekkir ekki og hin unga kona breytir um stefnu, þroskast af þessum kynnum, verður önnur manneskja.
Doris Lessing sem íslenskum lesendum er af góðu kunn stundar ansi miklar málalengingar í Dagbók góðrar grannkonu. Ég veit að þessi saga höfðar til margra og fólk getur eflaust lært af henni. En mér þótti hún í langdregnara lagi og ekki beint skemmtilestur. Efnið verkar ekki heldur þannig á mig að það hafi nein ný sannindi framað færa og efnistök eru vægast sagt hefðbundin. Kannski skiptir þessi skáldsaga meira máli á öðrum stöðum. Á frummálinu kom hún út 1983 og hafði eflaust á þeim tíma mikilvægari félagslegan boðskap að flytja en nú. Hún er meira að segja í anda þeirra félagslegu bókmennta sem nú virðast hafa aðmestu runnið sitt skeið. Ég býst við að þægilegur rabb stíll þessarar skáldsögu, nákvæmar lýsingar og góður vilji höfundar tilað takast á við samfélagsvanda fái hljómgrunn ótal lesenda. En Dagbók góðrar grannkonu þykir mér ekki sýna styrkleika jafn ágæts rithöfundar og Doris Lessing. Þýðing Þuríðar Baxter er lipur og eðlileg, að því er virðist vandað verk.
MBL - Laugardaginn 12. nóvember, 1988- Innlendar fréttir
Dagbók góðrar grannkonu, skáldsaga eftir Doris Lessing
BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur gefið út skáldsöguna Dagbók góðrar grannkonu efir Doris Lessing. Þuríður Baxter þýddi söguna.
Doris Lessing er Íslendingum að góðu kunn, en áður hefur Forlagið gefið út skáldsögu hennar, Grasið syngur. Sagan segir frá Jane Somers. Hún er kona í ábyrgðarstöðu og hefur alla tíð hugsað fyrst og fremst um starf sitt, útlit og frama. Þegar hún horfir á eftir eiginmanni sínum og móður í gröfina, rennur smám saman upp fyrirhenni að samband hennar við samferðamenn sína hefur verið byggt á sandi. Af tilviljun kynnist hún gamalli konu, Maudie, sem komin er um nírætt. Smám saman þróast samband þeirra í þá lund að Jane axlar ábyrgð á gömlu konunni og dregur um leið lærdóm af lífi hennar. Maudie sýnir henni veröld sem Jane hefur aldrei kynnst, óvægna baráttu ungrar stúlku um aldamótin fyrir tilveru sinni - baráttu sem ekki er lokið, því að á gamals aldri berst hún jafn vonlausri baráttu fyrir verðugu lífi.
Í frétt Forlagsins segir m.a.: "Dagbók góðrar grannkonu vitnar um djúpan mannskilning og tilfinningahita mikils rithöfundar. Á meistaralegan hátt lýsir Doris Lessing sárum tilfinningum þess sem sviptur er getu sinni og rétti til að varðveita mannlega reisn. Við kynni sín af Maudie öðlast Jane þann þroska sem hana skorti til að meta líf sitt á ný og gefa því tilgang - handan sýndarmennsku og sjálfumgleði."
Um Doris Lessing:
http://is.wikipedia.org/wiki/Doris_Lessing
http://nobelprize.org/nobel_prizes/literature/laureates/2007/bio-bibl.html
Laugardaginn 20. október, 2007 - Menningarblað/Lesbók
Síðbúin en verðskulduð viðurkenning
Doris Lessing Þegar hún varð spurð af breskum sjónvarpsfréttamönnum, 11. október síðastliðinn, hvað henni fyndist um það að verk hennar væru skilgreind sem femínísk svaraði hún stutt og laggott: "Ég þekki enga konu sem ekki er femínisti."
Í rökstuðningi Nóbelsnefndarinnar fyrir vali sínu er Doris Lessing skilgreind sem "sagnaþulur kvenlegrar reynslu, sem með efahyggju, eldmóði og í krafti hugsjóna grannskoðar samfélag aðskilnaðar". Orðalagið er snjallt þar sem það samfélag aðskilnaðar sem nefnt er í rökstuðningnum hefur margvíslegar skírskotanir til verka Lessing. Í þessari grein er farið yfir feril skáldkonunnar.
Eftir Soffíu Auði Birgisdóttur
Ef einhverjir undruðust val Nóbelsnefndarinnar á verðlaunahafa ársins í bókmenntum hlýtur það að hafa verið yfir því að Doris Lessing væri ekki búin að fá þau fyrir löngu. Doris Lessing er einn af mikilvægustu rithöfundum tuttugustu aldarinnar og undirrituð sökkti sér ofan í verk hennar á síðari helmingi níunda áratugarins og í byrjun þess tíunda af þeirri einföldu ástæðu að þá komu nokkur þeirra út í vönduðum íslenskum þýðingum hvert á fætur öðru næstum því árlega: Minningar einnar sem eftir lifði árið 1985 (Memoirs of a survivior, þýðing Hjörtur Pálsson); Grasið syngur 1986 (The grass is singing; þýðing Birgir Sigurðsson); Dagbók góðrar grannkonu 1988 (The diary of a good neighbour, þýðing Þuríður Baxter); Sumarið fyrir myrkur 1989 (The summer before the darkness, þýðing Helga Guðmundsdóttir); Marta Quest 1990 (þýðing Birgir Sigurðsson); Í góðu hjónabandi 1991 (A proper marriage, þýðing Fríða Á. Sigurðardóttir) og Veðraþytur 1992 (A ripple from the storm, þýðing Hjörtur Pálsson.) Sjö skáldsögur sama höfundar þýddar á íslensku á átta árum er það ekki einsdæmi? Það var Forlagið, lítil en metnaðarfull bókaútgáfa, hvers aðstandendur reka í dag stærsta bókaforlag landsins, sem sýndi þetta aðdáunarverða framtak í þýðingum á verkum Dorisar Lessing, en allar bækurnar að þeirri fyrsttöldu undanskilinni komu út hjá Forlaginu.
Börn ofbeldis
Þrjár síðasttöldu bækurnar hér að ofan tilheyra bókaflokknum Börn ofbeldis (Children of violence ) en hann samanstendur af fimm skáldsögum sem komu út á árunum 1952-1969. Tvær þær síðustu, sem ekki hafa komið út á íslensku, eru Landlocked (1965) og The four-gated city (1969). Saman segja þessar bækur okkur þroskasögu Mörthu Quest, sem fædd er og uppalin í sunnanverðri Afríku undir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Við fylgjumst með uppvexti Mörthu, hjónabandsárum hennar undir ógnum síðari heimsstyrjaldarinnar, lífi hennar í London frá því á sjötta áratugnum, á tímum kalda stríðsins og vaxandi bils á milli hinna ríku og hinna fátæku og samfélagslegrar upplausnar. Í lok fimmta bindis stendur mannkynið frammi fyrir þriðju heimsstyrjöldinni. Sjá má sjálfsævisögulega þætti í sögu Mörthu Quest en verkið er ekki síst athyglisvert fyrir það hvernig Doris Lessing blandar saman í því ólíkum bókmenntaformum, eins og átti eftir að komast í tísku mörgum árum síðar.
Óhamingjusöm æska
Doris May Tayler fæddist 22. október 1919 í því landi sem í dag heitir Íran en hét þá Persía, af bresku foreldri. Þegar Doris var þriggja ára fluttu foreldrar hennar til Ródesíu, nú Zimbabwe, þar sem þau hugðust efnast á maísrækt. Sá draumur rættist ekki og líf fjölskyldunnar var enginn dans á rósum. Doris og Harry yngri bróðir hennar áttu erfiða æsku, foreldrarnir fundu sig engan veginn í framandi aðstæðum og voru óhamingjusöm og börnin áttu erfitt uppdráttar þótt ævintýraleg náttúran væri þeim skjól sem þau leituðu mikið til. Móðir Dorisar hafði íhaldsamar hugmyndir varðandi stúlknauppeldi og sendi dóttur sína í kaþólskan stúlknaskóla þar sem giltu strangar reglur og trúarkreddur lituðu allt skólastarfið. Síðar var hún send í annan kvennaskóla sem hún yfirgaf þegar hún var þrettán ára og þar með var hennar formlegu skólagöngu lokið. Eins og títt er um óhamingjusöm börn átti Doris athvarf í heimi bókmennta og snemma varð hún staðráðin í að verða rithöfundur. Aðeins nítján ára gömul gifti Doris sig manni að nafni Frank Wisdom (hvernig er hægt að standast mann með slíkt nafn?) og eignaðist með honum tvö börn. Nokkrum árum síðar urðu aðstæðurnar henni um megn og hún yfirgaf fjölskylduna árið 1943. Stuttu síðar kynntist hún síðari eiginmanni sínum, Gottfried Lessing, sem var meðlimur í bókaklúbbi kommúnista eins og hún. Þau eignuðust einn son en hjónabandinu lauk með skilnaði árið 1949. Þá flutti hún til London, ásamt syni sínum, þar sem hún hefur búið síðan. Ári síðar kom út fyrsta skáldsaga hennar, Grasið syngur , sem gerist á æskuslóðum hennar í Ródesíu og fjallar á áhrifaríkan hátt um samskipti hvítra og svartra, en Doris Lessing var mjög andvíg aðskilnaðarstefnu suðurafrískra stjórnvalda eins og sjá má af fleiri bókum hennar. Sú sannfæring hennar varð til þess að henni var bannað að heimsækja Ródesíu og Suður-Afríku árum saman.
Gyllta minnisbókin
Strax með fyrstu bók sinni vakti Doris Lessing athygli í breska bókmenntaheiminum en það var hins vegar The golden notebook (1962) sem kom henni rækilega á kortið meðal helstu höfunda samtímans. Verkið er eitt af grundvallarritum tuttugustu aldar kvennabókmennta og því má hiklaust skipa við hlið bóka á borð við Sérherbergi eftir Virginiu Woolf (A room of ones own , 1929), Kvengeldingsins eftir Germaine Greer (The female eunuch , 1970) og Kvennaklósettsins eftir Marilyn French (The women's room , 1977). Bókin segir frá rithöfundinum Önnu Wulf sem glímir við það verkefni að vinna upp úr fjórum minnisbókum sínum heildstæðan texta sem hún hyggst færa inn í þá fimmtu: Gylltu minnisbókina. Í hverja hinna fjögurra minnisbóka hefur Anna skráð afmarkaða þætti lífs sína: Svarta minnisbókin geymir minningar hennar frá Afríku; rauða minnisbókin segir frá pólitísku lífi hennar, veru hennar í breska kommúnistaflokknum og skipbroti hugsjónanna; í gulu minnisbókina skráir Anna nýja skáldsögu sem er byggð á skipbroti hennar í ástamálum og í bláu bókina skráir hún minningar sínar og drauma og lýsir tilfinningalegri líðan sinni. Það sem Anna er í raun að glíma við er að reyna að framkalla mynd af heildstæðu sjálfi; að sætta ólíkar hliðar persónuleika sína eða eins og það er gjarnan kallað að leita að sjálfri sér í ótal textabrotum, minningum og draumum frá mismunandi tímum. Verkefnið er engan veginn auðvelt og form frásagnarinnar endurspeglar þá sundruðu sjálfsmynd sem Anna reynir að safna saman á síðum gylltu minnisbókarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart þjáist Anna af ritstíflu; martröð hvers rithöfundar. Frásögnin lýsir í raun sálrænu niðurbroti um leið og því er lýst hvernig Anna byggir sig upp og tekst á við þann vanda sem lífið hefur fært henni. Og það sem skiptir ekki síst máli er að saga Önnu er saga sem margar konur fundu (og finna enn) samhljóm í því þetta er saga sem spannar reynslu "nútímakonunnar"; lýsir væntingum og vonbrigðum jafnt í einkalífi sem og opinberu lífi. Síðast en ekki síst er þetta saga um sköpunarferlið sjálft; um það hvernig kona verður til og um það hvernig saga verður til.
Vísindaskáldsögur
Á áttunda og níunda áratugnum kom Doris Lessing lesendum sínum á óvart þegar hún sendi frá sér nokkrar skáldsögur innan þeirrar bókmenntagreinar sem kallast vísindaskáldsögur. Þau verk eru sögð undir áhrifum frá Súfískri dulspeki (ég sel það ekki dýrara en ég keypti það). Hér má nefna bækurnar Briefing for a decent into hell , 1971; Memoirs of a survivior , 1974, og fimm bóka flokk sem nefnist Canopus in Argos : Arcives og kom út á árunum 1979-1983. Haft er fyrir satt að þessar bækur Dorisar Lessing hafi ekki hlotið náð fyrir augum bókmenntagagnrýnenda sem áður lofuðu verk hennar en hjá aðdáendum vísindaskáldskapar eru þær mikils metnar.
Jane Somers
Á níunda áratugnum gerði Doris Lessing útgefanda sínum grikk þegar hún sendi honum tvær skáldsögur undir fölsku nafni: Jane Somers (Dagbók góðrar grannkonu , 1983 og If the old could ... 1984). Útgefandinn hafnaði bókunum ítrekað og þegar þær loksins komu út undir nafni Jane Somers féllu gagnrýnendur einnig á bragðinu og sýndu bókunum lítinn áhuga. Þegar upplýst var hver höfundurinn var voru bækurnar gefnar út í mun stærra upplagi, rokseldust og fengu fína dóma! Doris Lessing sagðist vilja með þessu sýna hversu erfitt það væri fyrir nýja höfunda að hasla sér völl innan bókmenntaheimsins.
Femínísk útópía
Doris Lessing er komin hátt á níræðisaldur en er enn að skrifa athyglisverðar bækur. Hér hefur aðeins verið fjallað um nokkrar þeirra en ritaskrá hennar telur um 50 útgefnar bækur. Nýjasta skáldsaga hennar The Cleft kom út fyrr á þessu ári. Þar segir frá forsögulegu samfélagi kvenna sem lifa í sátt og samlyndi og eignast stúlkubörn sem fæðast eftir náttúrulegu lögmáli án íhlutunar karlmanna; enda eru þeir ekki til í þessu samfélagi og konurnar hafa enga vitneskju um annað kyn. Það kemur þeim því í opna skjöldu þegar ein þeirra fæðir "öðruvísi" barn; fæðingin hleypir öllu í uppnám og samfélagið breytist. Ég læt lesendum eftir að ráða í skemmtilega tvíræðan bókartitilinn en bendi til gamans á að bandaríska skáldkonan Charlotte Perkins Gilman (1860-1935) skrifaði skáldsögu um svipað efni árið 1915 og kallaði Herland . Þessar tvær skáldsögur má skilgreina sem femínískar útópíur og kallast þær skemmtilega á yfir næstum heila öld í tíma. Femínískar útópíur eru þó ekki margar á meðal verka Dorisar Lessing en hins vegar fjalla flestar skáldsögur hennar um konur, hlutskipti þeirra og stöðu í vestrænum samfélögum á tuttugustu öld; samskipti kynjanna eru í brennidepli og femínísk sýn einkennir verk hennar þótt látið hafi verið að því liggja að hún hafi afneitað þeirri skilgreiningu. Hvergi hef ég séð Doris Lessing afneita femínismanum og þegar hún varð spurð af breskum sjónvarpsfréttamönnum, 11. október síðastliðinn, hvað henni fyndist um það að verk hennar væru skilgreind sem femínísk svaraði hún stutt og laggott: "Ég þekki enga konu sem ekki er femínisti."
Sjálfsævisagan: enn einn hápunkturinn
Ef segja mætti að gagnrýnendur hafi að einhverju leyti misst áhugann á Doris Lessing eftir fyrrnefnt vísindaskáldsagnatímabil og grikkinn með Jane Somers er óhætt að fullyrða að þeir tóku hana aftur í sátt þegar hún sendi frá sér sjálfsævisögu sína sem kom út í tveimur bindum: Under my skin (1994) og Walking in the shade (1997). Bækurnar eru metnar sem ekkert minna en meistaraverk og formaður Nóbelsnefndarinnar, Horace Engdahl, segir í viðtali sem sjá má á vefnum www.nobleprize.org að sú staðreynd að Doris Lessing hafi enn á ný sannað snilli sína í sjálfævisögunni hafi átt mikinn þátt í ákvörðun nefndarinnar að veita henni verðlaunin.
Í rökstuðningi Nóbelsnefndarinnar fyrir vali sínu er Doris Lessing skilgreind sem "sagnaþulur kvenlegrar reynslu, sem með efahyggju, eldmóði og í krafti hugsjóna grannskoðar samfélag aðskilnaðar" ("that epicist of the female experience, who with scepticism, fire and visionary power has subjected a divided civilisation to scrutiny"). Orðalagið er snjallt þar sem það samfélag aðskilnaðar sem nefnt er í rökstuðninginum hefur margvíslegar skírskotanir til verka Lessing; aðskilnaðurinn getur verið á milli kynja, stétta eða kynþátta; á milli herraþjóðar og nýlendubúa; á milli ríkra og fátækra; eða jafnvel á milli tíma og veralda því skáldsagnaheimur Dorisar Lessing lýtur engum takmörkunum.
Höfundur er bókmenntafræðingur og gagnrýnandi við Morgunblaðið.
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. janúar 2009
Miðnæturbörn e. Salman Rushdie
What is all the fuss about!
1993 - The Booker of Bookers
To mark the twenty-fi fth anniversary, three former chairmen of judges Malcolm Bradbury, David Holloway and W L Webb were asked to choose the book which they believed to be the best of the previous winners. Their Booker of Bookers was Midnights Children by Salman Rushdie, which won the Booker Prize in 1981.
2OO8 - The Best of the Booker
To mark the 4Oth anniversary, a panel of judges was asked to select a shortlist of the best books to have won the prize in the previous four decades. For the fi rst time in the prizes history, the Best of the Booker was selected by a public vote online at www.themanbookerprize.com. Winner: Salman Rushdie, Midnights Children.
Indland fæddist þegar klukkan sló tólf á miðnætti 15. ágúst 1947 og á fyrsta klukkutímanum í sögu landsins kom 1001 barn í heiminn. Þessi miðnæturbörn voru öll gædd sérstæðum hæfileikum: stelpa frá Goa gat margfaldað fiska, einn drengurinn gat stækkað og minnkað að vild, bláeygt barn frá Kasmír gat breytt kynferði sínu, hvassyrt stúlka gat veitt líkamleg sár með orðum sínum Tveir drengir fæddust nákvæmlega þegar klukkan sló, Shiva sem hlaut hernaðarkunnáttu að gjöf, og Saleem Sinai en honum gerði stundin kleift að horfa inn í hjörtu og hugi manna. Þeim var hins vegar víxlað. Shiva, sem var af múslímskum aðalsættum, lendir í höndum götusöngvara, en Saleem, fátæklingurinn með gúrkunefið, hafnar hjá auðmannafjölskyldu. Saleem fær alla athyglina og Nehru forsætisráðherra sendir bréf þar sem hann segir að örlög hans verði ævinlega samfléttuð örlögum Indlands. Í tímans rás verða miðnæturbörnin Saleem og Shiva svarnir fjendur ...
Miðvikudaginn 15. ágúst, 2007 - Bókmenntir
Að kyngja veröldAF LISTUM
Miðnæturbörn? Indland er sextugt í dag. Á myndinni má sjá um það bil einn 275 þúsundasta af afmælisbarninu.
Í dag eru sextíu ár síðan Saleem Sinai fæddist. Á slaginu miðnætti 15. ágúst 1947 á hjúkrunarheimili Nerlikars læknis í Bombay (nú Mumbai) fæddist þessi aðalsögupersóna Miðnæturbarna Salmans Rushdie. "Á nákvæmlega sama andartaki og Indland fékk sjálfstæði veltist ég inn í heiminn. Það voru tekin andköf. Og fyrir utan gluggann flugeldar og manngrúi." Hann er því jafnaldri hins sextuga lýðveldis Indlands sem fram að því var undir Bretum.
En málið er vitaskuld ekki svo einfalt. Ekki aðeins eru landamæri Indlands sem við þekkjum í dag gjörbreytt eftir að Pakistan klauf sig frá Indlandi skömmu fyrir sjálfst´æði landanna tveggja og varð seinna að tveimur ríkjum, Bangladesh og Pakistan, sem samtals telja rúmar 300 milljónir manna til viðbótar við þann 1,1 milljarð sem Indland telur, fjölmennasta ríki framtíðarinnar ef mannfjöldaspár standast. Og fortíð Indlands skiptir ekki síður máli enda staldrar sögumaðurinn Saleem stutt við eigin fæðingu áður en hann hverfur aftur til Kasmír árið 1915. Til afa síns og ferjumannsins ævaforna sem segir sögur af því þegar hann ferjaði Jesú, spikfeitan og sköllóttan. Við sjáum einkennilegt tilhugalíf afans og verðandi ömmunnar og rúmum hundrað blaðsíðum og tveimur kynslóðum af flóknum fjölskyldusögum síðar komum við loksins aftur að fæðingu sögumanns en þá er þó enn nóg eftir af þessari ríflega 400 síðna bók.
Ástæða þess hve Saleem getur greint nákvæmlega frá örlögum ættingja sinna er sú að hann getur lesið hugsanir þeirra, sem og annarra. Öll þau börn, 1001 talsins, sem fæddust fyrsta klukkutímann eftir að Indland fékk sjálfstæði hlutu óvenjulega hæfileika í vöggugjöf og voru hæfileikarnir magnaðri því fyrr eftir miðnætti sem þau fæddust. Þeir elstu, Saleem og Shiva, eru leiðtogar hópsins og Saleem nær að nýta hæfileika sína til þess að sameina þau óháð búsetu í hinu víðfeðma Indlandi. Shiva er skýrður eftir guði hernaðar og hefur hæfileika guðsins en honum og Saleem var víxlað við fæðingu þegar flugeldarnir skóku Bombay.
Bækur Rushdie sýna ósjaldan einstaklinga með eiginleika teiknimyndahetjanna færðar inn í fagurbókmenntaheim þar sem hann nýtir sér óvenjulega eiginleika þeirra sem stækkunargler á eðli sögunnar. Miðnæturbörnin eru í mörgu keimlík teiknisagnahetjunum X-mönnum, stökkbreyttu ofurhetjunum sem eru útskúfuð fyrir að vera öðruvísi. Þau lentu í flestum þeim hörmungum sem Indiru Ghandhi datt í hug að leiða yfir þjóð sína og sökum hæfileika sinna eru þau ofsótt og yfirbuguð.
Sá grunur læðist að manni að öll þjóðfélög á öllum tímum hafi átt sín Miðnæturbörn en ávallt barið þau niður þannig að þau skæru sig örugglega ekki úr mannmergðinni. Og hvergi er mannmergðin meiri og örlögum mannanna hættara við að týnast í mannhafið jafnóðum. "Dauði eins manns er harmleikur, dauði milljóna er tölfræði," mælti Jósef Stalín og um leið og auðveldast er að tengja þessa kaldranalegu orð við milljarðaþjóðirnar tvær þá er bók Rushdie í raun ástríðufullt og reitt svar við þessum orðum:
"Hver og hvað er ég? Svar mitt: Ég er heildarsumman af öllu sem gerðist á undan mér, á öllu sem ég hef séð verið séð gert, af öllu sem mér hefur verið gert. Ég er hver sá hvert það sem varð fyrir tilvistaráhrifum af tilvist minni. Ég er allt sem gerist eftir að ég er farinn sem hefði ekki gerst hefði ég ekki komið. Ekki er ég heldur neitt sérstakur að þessu leyti; hvert "ég", hver og einn af þeim rúmlega sex hundruð milljónum sem við erum núna, hefur að geyma álíka gnótt. Ég endurtek í síðasta sinn: til að skilja mig verðið þið að kyngja heilum heimi."
Og lesandinn fær svo sannarlega að kyngja heilum heimi. Með öllum þeim meltingartruflunum, niðurgangi og hitasótt sem slíku ofáti fylgir. Og svima það að lesa Rushdie minnir oft helst á stjórnlausa rússíbanareið um indverskt þjóðfélag og stéttaskiptinguna, trúarbragðadeilurnar og öngþveitið sem einkennir það, hann fer alltaf lengra og lengra og textinn verður sífellt brjálæðislegri og sífellt hlaðnari; af persónum, vísunum, upplýsingum, tilfinningum, húmor og dramatík. Hann fer aldrei út af sporinu en eftir á hlýtur lesandinn að hugleiða hvar hann fór út af sporinu. Þegar fjöldamorð í Írak eru orðin tölfræði og hungursneiðar eru afgreiddar með söfnunarbaukum er líklega kominn tími til þess að gleypa fleiri heima. Þessi aldarfjórðungsgamla bók Rushdie er vegleg afmælisterta fyrir sextugt Indland, maður hefur gott af því að fá sér bita, fyrir öll miðnæturbörn veraldarinnar.
Ásgeir H. Ingólfsson (asgeirhi@mbl.is)
Þriðjudaginn 23. desember, 2003 - Bókablað
ÞÝDD SKÁLDSAGA - Miðnæturbörn
Einn af stórviðburðunumSalman Rushdie / Árni Óskarsson þýddi. 459 bls. Mál og menning, Reykjavík 2003.
EF einhverjum dettur í hug að spyrja: Hvers vegna er verið að þýða Miðnæturbörn á íslensku núna, tuttugu og tveimur árum eftir að hún kom út á frummálinu og vakti heimsathygli, fékk Bookerinn og maður veit ekki hvað? Er þetta ekki of seint í rassinn gripið? Eru ekki allir hættir að hugsa um þessa bók? Ættum við ekki að einbeita okkur að því að þýða Booker þessa árs og aðrar bækur sem eru að sigra heiminn í þessum töluðu orðum? Ef einhverjum dettur í hug að spyrja svona, þá er svarið þetta: Miðnæturbörn er þýdd núna vegna þess að það er aldrei of seint í rassinn gripið þegar um meistaraverk er að ræða. Miðnæturbörn er þýdd núna vegna þess að við vitum að ef íslenskt mál og íslenskar bókmenntir eiga ekki þessa sögu og eru ekki í snertingu við slíkar bókmenntir þá veslast þær upp og deyja, hægum, leiðinlegum dauða. Og Miðnæturbörn er þýdd núna vegna þess að það er til þýðandi einmitt nú sem treysti sér til þess að leggja í verkefnið sem er skal ég segja ykkur ekkert áhlaupaverk. En það er svo annað mál að bókina hefðum við auðvitað átt að hafa rænu á að þýða þegar hún kom út og var sjóðheit, spúandi hrauni yfir gamalt landslag heimsbókmenntanna. Nei, því miður, við misstum af því gosi, sváfum það af okkur. Og vitanlega eigum við að reyna að koma í veg fyrir að slíkt hendi aftur, við eigum að halda vöku okkar svo tungan og bókmenntirnar hér uppi á hjaranum haldi lífi. Þetta er spurning um líf og dauða. Hvorki meira né minna.
Og það eru víst einhverjir að spyrja þessara spurninga, heyrir maður. Núna, í byrjun tuttugustu og fyrstu aldarinnar! Og það er kannski eins gott að svara þeim svo fólk gangi ekki um með einhverjar ranghugmyndir. Og því er kannski vert að endurtaka herópið: Þýðingar eru lífsnauðsynlegar fyrir okkur! Og þess vegna þurfum við líka að þakka þeim sem sinna þeim verkum. Árni Óskarsson á sannarlega þakkir skildar fyrir að hafa snarað Miðnæturbörnum eftir Salman Rushdie á íslensku. Og hann hefur unnið sitt verk með ágætum.
Árni leggur greinilega mikla áherslu á að halda geysilega flókinni og oft og tíðum lotulangri setninga- og málsgreinaskipan Rushdies og tekst það vel. Frumtextinn er iðulega brotin upp með svigum og öðrum innskotum sem gera hann erfiðan aflestrar og raunar annarlegan (ef marka má umsagnir enskumælandi gagnrýnenda) og með því að halda þessum einkennum í þýðingu orkar textinn oft tyrfinn, jafnvel svolítið höktandi, kannski svolítið þýðingarlegur á köflum en verður fyrir vikið sannfærandi. Frumtextinn er einnig fullur af rími, orðaleikjum og öðru stílskrauti sem þýðandanum tekst oft að koma til skila. En það má ímynda sér að tvennt í viðbót hafi valdið þýðanda sérstökum erfiðleikum. Í frumtextanum er Rushdie að þýða indverska menningu og indverskt samfélag inn í engilsaxneskan viðtökuheim og þótt hann byggi þar á hefð þá er það nokkuð sem þýðandi hlýtur að þurfa að hafa í huga. Að auki er sagan morandi í bókmenntalegum vísunum sem þýðandi verður að vera mjög vakandi fyrir ef hann ætlar ekki að vængstífa söguna sem flýgur léttilega á milli aðskiljanlegustu texta í bókmenntasögunni, allt frá Þúsund og einni nótt til Tristram Shandy og allt fram til verka samtímahöfunda á borð við Grass og Márquez.
Í þessum stutta ritdómi gefst ekki tóm til þess að liggja yfir ýtarlegum samanburði á frumtextanum og þýðingu en við samlestur fyrstu tíu síðnanna eða svo kom í ljós að Árni er vakandi fyrir þessum þáttum. Fátt í þýðingunni vakti raunar spurningar eða efasemdir en þó fannst einn klaufalegur galli; á síðu ellefu vantar í þýðinguna þar sem hið ógurlega ættarnef er kynnt til sögunnar. Afi sögumannsins hafði til að bera nef sem "bylgjaðist eins og snarvitlaus mjölbanani á miðju andlitinu," eins og segir í þýðingunni, en í lok sömu efnisgreinar vantar eftirfarandi lýsingu úr frumtextanum: "Ingrid announced, "You could cross a river on that nose. (Its bridge was wide.)"
Þetta ógurlega nef er eins konar leiðarstef í gegnum bókina og er raunar ein af skírskotununum til sögu Laurence Sterne frá átjándu öld, The Life and Opinions of Tristram Shandy, Gentelman. Hið sama mætti segja um frásagnarhátt Rushdies sem einkennist af endalausum útúrdúrum, truflunum og sögum sem sagðar eru innan sögunnar og innan þeirra sagna og þannig koll af kolli. Á köflum hlýtur lesandinn að verða allruglaður í ríminum enda bætist við að sagan leysist stundum upp í súrrealísku ímyndunarafli höfundar. Talað var um töfraraunsæi á ritunartímanum en þá var áðurnefndur Gabriel García Márquez talinn meistari þess forms og hafði áhrif um allan heim. Og raunar er söguþráðurinn allur af yfirnáttúrulegum toga frá upphafi til enda.
Miðnæturbörn segir ævisögu Saleem Sinai sem var eitt af eitt þúsund og einu barni sem fæddist á miðnætti fimmtánda ágúst 1947 en einmitt þá stundina hlaut Indland sjálfstæði. Saleem sjálfur er sögumaðurinn og rekur hann ævi sína til 32 ára aldurs eða til ársins 1978. Einnig rekur hann sögu foreldra sinna og afa síns og ömmu 32 ár aftur í tímann. Bókin er þó annað og meira en saga þessara persóna því henni er ætlað að vera breið lýsing á indversku þjóðlífi og indverskri stjórnmálasögu á tuttugustu öld, allt frá því að það barðist til sjálfstæðis fullt af vonum og þar til þessar vonir höfðu margar snúist upp í andhverfu sína á síðari hluta aldarinnar.
Eins og önnur börn sem fæddust á miðnætti þetta ágústkvöld 1947 er Saleem gæddur sérstökum hæfileika, hann getur horft inn í hjörtu og hugi manna. Annar drengur fæddist á sama fæðingarheimili í Bombai og Saleem en hann var nefndur Shiva og hafði hlotið hernaðarkunnáttu að gjöf. Saleem er sonur fátæks götusöngvara en Shiva er komin af ríkum aðalsættum. Hjúkrunarkona ruglar þessum tveimur drengjum saman á fæðingarheimilinu þannig að Saleem elst upp hjá ríku aðalsmönnunum og Shiva hjá götusöngvaranum. Upp frá þessum ruglingi hina göldróttu nótt eru drengjunum sköpuð þau örlög að vera fjandvinir til æviloka.
Sagan er á köflum óborganleg skemmtun. Sprúðlandi sagnagáfa Rushdies fær að njóta sín óheft. En stundum reynir hún einnig á þolrifin. Á köflum er engu líkara en höfundur sleppi sér algerlega og sagnargerið verði yfirgnæfandi. Rushdie er agaðri í síðari bókum sínum. Ef til vill er Hinsta andvarp márans hans besta bók vegna þess að þar tekst honum að beisla ímyndunaraflið. En hvað um það. Þessa bók þurfa Íslendingar að lesa. Og nú geta þeir lesið hana á íslensku. Það er auðvitað einn af stórviðburðum þessarar bókavertíðar.
Þröstur Helgason
Bækur | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Saga sonar míns e. Nadine Gordimer
mbl.is - Fimmtudaginn 19. desember, 1991 - Bókmenntir
Fuglasöngurinn í hjörtum þeirra Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir NadineFuglasöngurinn í hjörtum þeirra Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Nadine Gordimer: Saga sonar míns. Ólöf Eldjárn þýddi. Útg. Mál og menning 1991 Fagnaðarefni er hversu fljótt er brugðið við og gefin út nýjasta bók Nóbelsverðlaunahafans Nadine Gordimer Saga sonar míns. Gordimer er bókmenntaunnendum vítt um veröld kunn fyrir verk sín þar sem sögusviðið er Suður Afríka og fyrri bækur hennar hafa snúist um þá kúgun sem menn af öðrum kynþætti en hvítum hafa sætt þar. Andrúmsloftið hefur verið að breytast og eins konar frelsi er nú meira. Samt eru réttindi svertingja og hörundsdökkra enn fyrir borð borin þó nýir vindar blási.
Hér segir frá svertingjafjölskyldu, þar sem heimilisfaðirinn Sonni tekur þátt í starfsemi sem flokkast undir ólöglega iðju, þó verður Sonni aldrei eins mikilvægur og hann dreymir líklega um. Þó hann sitji í fangelsi og sé undir eftirliti er lesanda ljóst eftir því sem líður á söguna að hann er, sér til sárrar raunar, ekki nema smápeð í þessu tafli. Kona hans er Aila, hún er ekki jafn meðvituð og Sonni framan af og þau eiga börnin Villa og Lillu.
Líf þeirra er í föstum farvegi að vissu leyti þrátt fyrir að Sonni sé í baráttunni. Og þessi saga snýst ekki nema að hluta til um réttindabaráttu hvítra og svarta; þetta er ástarsaga Sonnis og Hönnu, hvítrar konu sem starfar á vegum samtaka sem vilja rétta hag litaðs fólks.
Ástarsagan og baráttan sem Sonni heyr við sjálfan sig fléttast saman við samband hans og barnanna; Villi kemst að framhjáhaldi föður síns og bregst þannig við að hann hefur djúpa verndartilfinningu gagnvart móðurinni Ailu, sem ekkert veit hvað er að gerast. Og systurinni Lillu sem er unglingur og óstýrilát í meira lagi. Og þó. Kannski vita þær hvað er að gerast. Það lítur út fyrir að svo sé. Eftir að Lilla hefur reynt að skera sig á púlsinn veit Villi að hún veit. En Sonni gerir sér að því er best verður séð ekki grein fyrir því, en hann verður samvisku sinnar vegna að draga Villa inn í málið, nauðugur viljugur; komi eitthvað upp á í fjölskyldunni verður Villi að vera sá sem þekkir leiðina að staðnum þar sem faðir hans hórast með bleiku konunni.
Sagan líður áfram af krafti, lesandinn dregst fús inn í þennan seið sem Nadine Gordimer magnar. Hún gerir allt skiljanlegt: ást hvítu konunnar og Sonna verður alltaf fögur og samband þeirra verða aldrei svik við fjölskylduna. Slíkt leika ekki margir eftir. Myndin af Lillu verður skýrari - hún er kannski ekki þetta baldna og léttúðuga tryppi eins og bróðir hennar heldur. Hún á sínar hugsjónir og í henni er festa og snerpa sem Villa skortir. Aila glatar aldrei reisn sinni og veit þó allt allan tímann.
Þegar allt kemur til alls er Sonni kannski sá sem á hvað sárast þegar hann hefur horft upp á fjölskylduheiminn sem honum er mikils virði en fórnar engu fyrir, hrynja í kringum sig. Sonur hans mun kannski standa við hlið hans en fyrirlitningin á föðurnum býr með honum áfram. Þeir verða samt tengdir böndum sem hvorugur getur né vill að slitni. Þó svo að Villi fyrirgefi honum líklega aldrei, skynjar hann umkomuleysi föðurins og þar með yfirburði sína gagnvart honum í sögulok.
Þegar allt kemur til alls er baráttan sem við heyjum innra með okkur það sem ræður úrslitum til þess að við getum nokkurn tíma unnið ytri baráttuna. Þetta er stór saga, hún er öll sögð á lágu nótununum, Nadine Gordimer þarf hvergi að grípa til orðskrúðs. Einfaldleikinn í allri sinni fegurð. Ég hef ekki lesið bókina á frummálinu en Ólöf Eldjárn hefur þýtt söguna á vandað mál og virðist ná stemmningu og stíl Gordimers.Nadine Gordimer
Hélt að svört börn færu aldrei í bíó eða í dansskóla en vann síðan gegn
Hélt að svört börn færu aldrei í bíó eða í dansskóla en vann síðan gegn kynþáttahatri í Suður-Afríku
HENNI fannst annar stórviðburðurinn hafa gerst á tveimur árum þegar henni var tilkynnt að hún hlyti friðarverðlaun Nóbels haustið 1991. Hinn stórviðburðurinn var að hennar mati þegar Nelson Mandela var látinn laus úr fangelsi. Þetta er Nadine Gordimer, hvítur rithöfundur frá Suður-Afríku. Aðeins sex konur höfðu fengið verðlaunin á undan henni, og síðast árið 1966, þegar þeim var skipt milli þýsku skáldkonunnar Nelly Sacchs og ísraelska rithöfundarins Samuels Josef Agnon.
"Kannski eru þessir tveir viðburðir dæmigerðir fyrir þær tvær hliðar sem einkenna líf mitt," segir Gordimer í nýlegu viðtali við ítalska tímaritið Donna. "Skriftirnar eru persónulegar en baráttan gegn kynþáttahatri er framlag til nýs og betra lífs á jörðunni," segir hún. Aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku og sú sálarangist sem henni fylgir er helsta viðfangsefni Gordimer ásamt frásögnum af forboðnum ástum svartra og hvítra.
Hvítir og svartir, vondir og góðir
"Henni hefur tekist að segja frá því háa verði sem þjóð hennar hefur greitt fyrir kynþáttamisrétti, og hún hefur lýst því miklu betur en nokkur blaðagrein eða fréttaskýringaþáttur gæti gert," segir Peter S. Prescott blaðamaður tímaritsins Newsweek. Tvær bækur hennar hafa verið þýddar á íslensku, "Heimur feigrar stéttar" og "Saga sonar míns", sem kom út fyrir síðustu jól. Sigrún Eldjárn þýddi báðar bækurnar. Í grein Jóhanns Hjálmarssonar sem birtist í Morgunblaðinu um það leyti sem Gordimer voru úthlutuð Nóbelsverðlaunin, segir hann: "Hjá Nadine Gordimer er aldrei sú auðvelda leið valin að gera hvíta menn vonda og svarta góða, eða öfugt. Hún speglar fyrst og fremst mannlegt eðli í skugga valdsins."
Nadine Gordimer er nú 68 ára gömul. Hún ólst upp í bæ skammt frá Jóhannesarborg. "Þegar þú ert barn, gengur þú út frá ákveðnum hlutum sem reglum og óbreytanlegum sannleika," segir hún í viðtali við Donna. "Ég hélt einfaldlega að svört börn færu aldrei í bíó eða í dansskóla."
Reglurnar jafn ófullkomnar og mennirnir
Síðar skildi hún að "reglurnar" voru ekki guðlegar og óumbreytanlegar, heldur voru þær gerðar af mönnunum og jafn ófullkomnar og mannskepnan. "Ég átti miklu fleira sameiginlegt með þeim svertingjum sem ég þekkti en hvíta fólkinu. Ég hafði til að mynda engan áhuga á te-boðum klukkan fimm eða samkomum á börum eða öðrum skemmtistöðum." Á sjötta áratugnum þótti hún frjálsleg og óhefðbundin í háttum, enda voru margir svertingjar í vinahópi hennar. "Við héldum að við myndum útrýma kynþáttahatrinu á stuttum tíma með því að vera hamingjusöm og ánægð saman," hefur hún sagt.
Margir vinir Gordimer enduðu í fangelsi, enda samræmdust skoðanir þeirra ekki ríkjandi (aðskilnaðar)stefnu og almennum viðhorfum hvítra íbúa Suður-Afríku. "Þá fór að reyna verulega á vináttuna," rifjar Gordimer upp. "Annaðhvort var að standa heill við skoðanir sínar eða láta þær og um leið vináttuna lönd og leið. Ég valdi fyrri kostinn þó ég sé ekki og hafi aldrei verið sérlega hugrökk, og ég faldi marga vini mína sem lögreglan var á höttunum eftir."
1988 sagði hún í blaðaviðtali: "Það er ekki nóg að hvítir segist vera tilbúnir að að búa í landi þar sem fulltrúar hins svarta meirihluta ræður. Allir þurfa að leggja sitt af mörkum til að svo verði." Ári síðar var hún helsti hvatamaður þess að stofnuð voru Samtök rithöfunda í Suður-Afríku og viti menn: 98% meðlimanna voru svartir. Sumar bækur hennar voru bannaðar í heimalandi hennar, en eru nú allar fáanlegar í bókaverslunum í Jóhannesarborg. Gordimer hafði verið tilnefnd til Nóbelsverðlauna áður en hún hlaut þau í fyrra. Verðlaunin námu 985 þúsund Bandaríkjadölum, eða tæpum 60 milljónum íslenskra króna. Hluti þeirra rennur til nýstofnaðrar lista- og menningardeildar Afríska þjóðarráðsins. "Menntun er óhemju mikilvæg," segir hún. "Hér þurfa að rísa bókasöfn og við þurfum að geta veitt námsstyrki ef við viljum nýtt og frjálst menningarlíf í Suður-Afríku."
Brynja Tomer
Nadine Gordimer sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels sl. haust. Hún hefur unnið gegn kynþáttamisrétti í heimalandi sínu, SuðurAfríku, og hún varði hluta verðlaunafjárins til að auka menntunarmöguleika svertingja.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Ellefu mínútur e. Paulo Coelho
Discussion Questions
- In what ways is Maria's process of self-discovery similar to the rites of passage all young women experience?
- Of all the turning points in Maria's life, which was the most crucial and why?
- Why do you think Paulo Coelho chose a prostitute as a protagonist for a parable on the sacred nature of sex? Can you think of other memorable literary figures who resemble Maria?
- Discuss the differences between sex and love touched upon in the book.
- What issues surrounding prostitution and power relationships between men and women are raised in the book?
-----------------------------------------------------
Laugardaginn 2. október, 2004 - Menningarblað/Lesbók
Ævintýri um vændiskonu
Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is
Skáldsagan Ellefu mínútur eftir brasilíska rithöfundinn Paulo Coelho er ævintýri um fátæka stúlku sem finnur hamingjuna og veraldlegan auð í starfi vændiskonu. Í viðtali við höfundinn, sem hefur selt ógrynni bóka víða um heim, kemur fram að hann hafi lengi langað til að skrifa bók um kynlíf.
Brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho hefur notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár. Verk hans hafa verið þýdd á 56 tungumál í 150 löndum. Thor Vilhjálmsson þýddi þekktustu bók hans fyrir fáeinum árum á íslensku, Alkemistann, og nú hefur Guðbergur Bergsson þýtt nýjustu bók hans, Ellefu mínútur.
Bækur Coelhos lýsa iðulega leit að tilgangi lífsins eða einhverjum æðri sannleika, trúarlegum, heimspekilegum, persónulegum. Ellefu mínútur eru engin undantekning á þessu. Í henni er lýst leit að hinum sanna kjarna kynlífsins.
Coelho tileinkar bókina dyggum lesanda sínum í upphafi hennar en þessi lesandi hafði sagt að bækur Coelhos fengju sig til að dreyma. Í tileinkuninni segist skáldið hafa skyldum að gegna gagnvart lesendum sínum og sjálfum sér að "ræða um það sem ég hef áhyggjur af en ekki eitthvað sem lætur vel í allra eyrum." Og hann bætir við: "Sumar bækur láta okkur dreyma, aðrar færa okkur veruleikann, en enginn getur sloppið undan því sem skiptir höfund mestu máli, að hann sé heiðarlegur gagnvart því sem hann skrifar."
Það viðkvæma vandamál, harða og hneykslanlega, sem Coelho kallar sjálfur svo í tileinkuninni og bókin fjallar um, er mansal. Ellefu mínútur segir frá bráðfallegri brasilískri stúlku, Maríu, sem er ginnt til þess að flytja til Genfar í Sviss þar sem hún geti átt framtíðina fyrir sér sem einhvers konar dansari. Í ljós kemur að henni er ætlað að starfa á næturklúbbi þar sem konur eru falar fyrir 350 franka.
María hefur kynnst ástinni í fyrsta sinn þegar hún heldur til Genfar en orðið fyrir vonbrigðum og telur að hún geti aðeins valdið þjáningum. En hún hefur jafnframt uppgötvað að hún geti beitt kyntöfrum sínum sem valdatæki, til þess að fá það sem hún vill. Kynlíf er henni sálarlaus athöfn. Og þannig nálgast hún vændið; hún telur sér trú um að hún sé aðeins að selja sig til þess að safna peningum fyrir ferðinni heim aftur. Hún ætlar sér að hætta á réttum tíma, áður en hún hlýtur skaða af.
Þegar hér er komið sögu virðist bókin ætla að segja hina ljótu sögu um mansal á Vesturlöndum nútímans. Snemma í bókinni ýtir Coelho undir þann skilning þegar hann talar um helsta vanda samtímamenningarinnar:
Það var eitthvað mjög bogið við menninguna, ekki eyðingu frumskóganna í Amazon, gatið á ósonlaginu, útrýmingu pandanna, reykingarnar, matvælin sem valda krabbameini, ástandið í fangelsismálum, þótt hrópað sé um það í fjölmiðlum.
Vandinn var miklu heldur í kynlífsiðnaðinum sem María starfaði við.
En Ellefu mínútur fjallar ekki um hörmungar mansals í heiminum heldur það hvernig María uppgötvar unaðssemdir kynlífsins og ævintýri ástarinnar í starfi sínu sem vændiskona. Á endanum stendur hún uppi sem hrein, falleg og sterk sál með búnt af seðlum í farteskinu, lærdómsríka og fullnægjandi reynslu af Sadomasokisma og sannfæringu um að hún hafi fundið hina einu sönnu ást í lífi sínu. Bókin kemur því sannarlega á óvart.
Coelho tekur undir það í samtali við blaðamann að bókin komi lesandanum í opna skjöldu með þessum hætti "en það er vegna þess að ég dæmi ekki vændiskonuna fyrir það sem hún gerir," bætir hann við. "Ég nota hana sem útgangspunkt til þess að fjalla um hlut sem snertir okkur öll, kynlíf. Ætlun mín er ekki að ræða um vændi heldur viðhorf okkar til kynlífs."
Bókin er rituð í stíl ævintýra. Fyrsta setningin hljómar þannig: "Einu sinni var vændiskona sem hét María." Coelho spyr sig strax í upphafi hvort hægt sé að skrifa sögu um vændiskonu eins og um ævintýri væri að ræða og segir að fyrst við erum við hvert fótspor í lífinu með annan fótinn í ævintýri, hinn í hyldýpinu, þá sé best að halda ævintýrastílnum til streitu. Og eins og rakið hefur verið þá er sagan um Maríu ævintýri um fátæka stúlku sem finnur hamingjuna og veraldlegan auð í starfi vændiskonu. Skyldi Coelho ekki hafa óttast að setja söguna í þetta samhengi. Hann svarar því neitandi.
"Þó að sagan endi með því að María gangi í hjónaband þá þýðir það ekki að hjónabandið verði eitthvert ævintýri."
Lygin sem umlykur kynlífið
Coelho er ekki sammála því að bókin sé skrifuð frá sjónarhorni vændiskonu.
"Hver lesandi hefur auðvitað sína sýn á bókina en ætlun mín var að skrifa um mína eigin kynhneigð og kynlífsreynslu. Það er tilviljun að aðalpersónan er vændiskona en bókin fjallar fyrst og fremst um mig sjálfan og það hvernig við nálgumst kynlíf nú um stundir."
Coelho segir að sig hafi lengi langað til að skrifa um kynlíf en ekki hafa fundið rétta tóninn.
"Ég vildi skrifa út frá sjónarhorni persónu sem hefði lifað viðburðaríku lífi en ég varð að gæta mín á því að fella ekki dóma um hana. Bókin átti að fjalla um leit að heilagleika kynlífsins."
Coelho segir að hann hafi ekki komist á neinn skrið með bókina fyrr en hann kynntist brasilískri vændiskonu sem hafði sent honum handrit að ævisögu sinni. Eftir að hafa heimsótt með henni vændishverfi í Zürich í Sviss segist hann hafa uppgötvað að það væri ekki hægt að skrifa um heilagleika kynlífsins nema vita af hverju það var afhelgað. Í kjölfar þessarar heimsóknar kynntist Coelho annarri vændiskonu í Genf sem varð fyrirmyndin að Maríu í Ellefu mínútum.
"Ég ræddi við þessa konu um lygina sem umlykur kynlífið. Við reynum að fullnægja hvert öðru en þorum yfirleitt ekki að segja satt til um það hvort við erum fullnægð, hvort við erum ánægð. Við erum ekki heil og særum þannig hvort annað og okkur sjálf."
Coelho segir að við ræðum iðulega kynlíf opinberlega nú til dags en þegar við stöndum augliti til auglitis við elskhuga okkar hlaupi snurða á þráðinn.
"Við lesum alls konar bækur um kynlíf, horfum á klámmyndir en sitjum fyrir vikið uppi með kynlíf án þeirrar spennu sem fylgir nánum samskiptum, því að opna sig. Með bókinni vildi ég lýsa ferð frá þessu ástandi til upplifunar á samruna líkama og sálar."
Karl og kona í senn
Og niðurstaðan er sú að lífið snúist um annað og meira en þessar ellefu mínútur sem kynlíf stendur?
"Já, einmitt. Það er hins vegar iðulega verið að segja okkur að lífið snúist ekki um neitt annað en þessar ellefu mínútur lostans. Mörg sambönd fara í vaskinn vegna þess að fólk heldur að það sé eitthvað að því ef það hugsar ekki allan sólarhringinn um kynlíf."
Í lok bókar renna María og elskhugi hennar saman og þau verða bæði karl og kona. Þú hefur áður talað um kvenlegu hliðina á sjálfum þér.
"Við höfum tilhneigingu til þess að flokka alla skapaða hluti og setja þá í merkta kassa. Ég vil reyna að komast út úr þeim hugsunarhætti. Maður á að leyfa sér að stjórnast af tilfinningum. Um leið og við þurfum að vera öguð þurfum við að læra að lifa með tilfinningum okkar. Persónurnar í Ellefu mínútum komast í snertingu við bæði karlinn og konuna í sér og uppgötva þannig nýjar hliðar á lífinu.
Við höfum mjög ákveðnar hugmyndir um kyn og kynlíf. Við stundum kynlíf eftir bókinni. Við veitum hvort öðru svo hart aðhald að við þorum ekki annað en halda okkur við reglurnar. Við ættum að brjóta af okkur þessa hlekki. Það er boðskapurinn í Ellefu mínútum."
Föstudaginn 1. október, 2004 - Menningarlíf
Skáldsaga
JPV-ÚTGÁFA hefur sent frá sér skáldsöguna Ellefu mínútur sem er nýjasta skáldsaga Paulo Coehlo en áður hefur Alkemistinn komið út á íslensku. Guðbergur Bergsson þýddi bókina.
Ellefu mínútur segir frá Maríu, ungri brasilískri stúlku sem er tilfinningalega niðurbrotin eftir reynslu sína af fyrstu ástinni. Hún er á viðkvæmum aldri og sannfærist um að hún muni aldrei finna sanna ást og að henni fylgi ekkert nema þjáning, vonbrigði og kvöl. Hún fer til Genfar þar sem hana dreymir um að verða fræg og rík en verður þess í stað vændiskona.
Í Genf fjarlægist María ástina æ meira um leið og hún verður heltekin af kynlífi. Þegar hún kynnist myndarlegum, ungum listamanni fer verulega að reyna á hugmyndir hennar um ástina.
Laugardaginn 3. janúar, 2004 - Menningarblað/Lesbók
LÍF MITT ER DANS
aulo Coelho er vinsæll skáldsagnahöfundur frá Brasilíu, þekktastur fyrir bók sína Alkemistann sem Thor Vilhjálmsson hefur þýtt á íslensku. Í þessu viðtali segir hann frá viðhorfum sínum til skáldskapar.
Hann er umdeildur, fær hrós fyrir tæran einfaldleikann og hann er hæddur fyrir einfaldleikann. Blaðadómar eru sjaldséðir og oftar neikvæðir, en bækur hans ofarlega á mörgum vinsældalistum.
Verónika ákveður að deyja (Veronika decide morrer, 1998) sem kom á sænsku í vor, fær ömurlega dóma í einu Norðurlandi, lofsyrði í öðru. Haft er eftir Umberto Eco að sú bók hafi snert hann djúpt og Sinéad O'Connor á að hafa sagt um sömu bók í írska Sunday Independent: Stórkostlegasta bók sem ég hef lesið.
Paulo Coelho fæddist í Rio de Janero árið 1947. Faðirinn Pedro verkfræðingur, móðirin Lygia heimavinnandi. Í dag er hann þekktastur sem höfundur bókarinnar Alkemistinn frá 1988, og er talinn annar vinsælasti höfundur Suður-Ameríku á eftir Gabríel Garcia Marques. Hann er þýddur á 56 tungumál, hefur skrifað þrettán bækur og níu þeirra hafa komið út í enskri þýðingu á ellefu árum. Ellefu mínútur (Onze Minutes 2003) nýjasta bók hans, kom út í Brasilíu í byrjun apríl, fer eins og eldur í sinu, á að vera komin út í 40 löndum áður en árið er liðið, þar á meðal í Danmörku og Noregi. Íslenska JPV forlagið hefur tryggt sér útgáfuréttinn og gefur hana út næsta haust.
Coelho býr í Frakklandi þegar sumarið er þar og þegar vorar í Brasilíu fer hann þangað. Hann er giftur listakonunni Christina Oiticica og hún sér um Coelho-stofnunina, til stuðnings götubörnum og gamalmennum í grimmustu úthverfunum í Rio de Janero.
Fylgdu draumum þínum eða: Líf mitt er dans því ég ferðast
Seint í september sá ég hann óvart þar sem hann stóð á hlaði bókastefnunnar í Gautaborg. Paulo Coelho? Alveg örugglega. Hár og skegg gráhvítt og þunnt, ennissvipurinn tær eins og haustkulið. Ekkert svart hippahár eins og á myndinni með brasilíska tónlistarmanninum Raul Seixar. Þeir voru félagar í antikapítalískum samtökum, Paulo Coelho skrifaði söngtexta fyrir rokkhljómsveit og saman gerðu þeir gagnrýna teiknimyndaseríu sem Coelho lennti í fangelsi fyrir. Og hann var píndur á dögum her- og ofurstjórnar í Brasilíu.
Fyrst daginn eftir tek ég eftir því að hárið sem er klippt í snöggan bursta vex frjálst í agnarlítinn stert neðst í hnakkanum.
Ég ætlaði að finna hann, en seinna. Er með Alkemistann í töskunni í þýðingu Thors Vilhjálmssonar til að fá áritaða en ég hef aðra betri ástæðu til að ávarpa hann snemma á föstudagsmorgni: myndavélin mín virkar betur úti.
Svo eftir að hafa gengið einu sinni framhjá hinum brasilíska forsíðuhöfundi haustsins, starandi þannig að hann gaf mér hornauga á móti, þá hlaut ég að vilja honum eitthvað og hann fann það.
"Fylgdu draumum þínum" , skrifar hann á ensku í mitt gullna eintak klukkutíma seinna. Þá er ég búin að heilsa horfa hlusta og spyrja.
Ég spurði: Þar sem verið er að kynna nýjustu bókina þína á ensku Eleven Minutes - ég sá það á Netinu - eru feitletruð slagorð: "don't just walk through life...dance through it..." Er það eitthvað sem þú hefur sagt og hvað á það þá...að þýða?
- Ég veit ekki hvort ég hef sagt það...hef ég sagt það? Coelho lítur á Monica Antunes, ferðafélaga sinn og umboðsmann.
- Nei, það er ekki mitt orðalag, ég hef ekki sagt það. En ég lifi þannig. Líf mitt er dans því ég ferðast.
- Hvað áttu þá við með dans, notarðu orðið í trúarlegri merkingu?
Paulo Coelho ljómar þegar hann talar um dans:
- Ég á við, þú dansar ekki einn, þú stjórnar og finnur að þér þér fylgt, eða þú ert sá sem fylgir, lætur að stjórn, dansar við aðra manneskju, fylgir tónlistinni... hljómsveitin leikur, takturinn breytist, tónlistin skiptir um skap og dans þinn breytist, hljómsveitin þagnar og þú kyrrist, sest niður, hlustar, hugsar um eitthvað annað, kannski ekki tilbúinn að hreyfa þig þegar hljómsveitin byrjar á nýjan leik, allt er hluti af dansinum.
Paulo Coello hættir að ljóma þegar hann er spurður: Þú hefur enn ekki skrifað um tímann sem þú sast inni, reynslu þína í fangelsinu, hvenær kemur bók um það?
Ég er búinn að skrifa bók um ást, efni sem ég hef áhuga á. Reynsla mín í fangelsinu speglar hatur, ég hef ekki áhuga á að skrifa um hatur. Ég veit hvað pyntingar eru og illska ...og ég held áfram að berjast fyrir mannréttindum, sem samfélagsþegn og sem rithöfundur.
Til að kynnast sjálfum sér betur
Eitt einkenni Paulo Coelhos - sem er kaþólskur - er hvernig hann notar táknrænu trúarbragða. Og vissulega notar hann orðið "dans" í bókinni Ellefu mínútur, bæði um ritúal og um hugarástand þegar sönn ást vaknar.
Sagan rammast inn af sálmi um Ísis og tilvitnun í kaflann um bersyndugu konuna í Lúkasarguðspjalli sem endar á orðunum: en sá elskar lítið, sem lítið er fyrirgefið. Aðalsöguhetjan er hin unga brasilíska María, sem ferðast til Rio de Janero og síðan til Evrópu, þangað sem Copacabana er ekki strönd heldur bar með 38 vændiskonum. Megnið af sögunni gerist í Sviss þar sem bæði kaup og sala á kynlífsþjónustum er lögleg.
Coelho sem segist skrifa til að kynnast sjálfum sér betur, gefur undarlega auðveldan höggstað á sér með sögunni. Viðfangsefnið er pottþétt: Hvernig við myndum sambönd sem kynverur, með ástarhugtök Nýja testamentisins allt um kring. Það snýst um "eros" fremur en "agape". En horfi maður fram hjá táknrænunni má lesa inn fegrun á vændi, hér er ekki sagt frá þeim verst stöddu.
Sannur Coelho-aðdáandi ver höfundinn og segir að sögurnar hans fái alltaf hamingjusaman endi því söguhetjan sé einatt leitandi manneskja, stendur því uppi með innri fjársjóð þegar Paulo Coelho skilur við hana.
Hvernig sannur femínisti gæti varið hann, kemur vonandi á daginn.
Þreyttur á leyndarmálum
Ég finn Paulo Coelho oftar en einu sinni á bókastefnunni og engin tilviljun að daginn eftir fyrsta samtalið slæ ég mér niður til að hlusta á hann segja frá og svara spurningum í stærsta salnum á Svenska mässan.
Þegar hann er kynntur, sem víðkunnur rithöfundur og andlegur leiðtogi, bregst hann við og hafnar nafnbótinni andlegur leiðtogi.
Bókin Verónika ákveður að deyja er ofarlega á dagskrá og Coelho hikar ekki við að draga fram sjálfsævisöguleg tengsl.
Verónika er ung kona í Ljubiljana í Slóveníu sem lifir reglusömu vanabundnu lífi en ákveður að binda enda á líf sitt. Hún vaknar á geðdeild og fær að vita að hún eigi fáa daga eftir. Hvað gerist við það? Og hvers konar mörk skilja hinn heilbrigða frá hinum klikkaða, hvers konar sambandsleysi? Þótt Verónika beri uppi söguþráðinn þá er verkið hrífandi margraddað, greinir frá fleiri persónum sem fara í aðalhlutverk um stund og gefa nýja vinkla á veruleikann.
Í grein sem Coelho birti þegar bókin kom á ensku má finna eftirfarandi:
"Ég er búin að skrifa bók um geðsjúkrahús," sagði ég við föður minn 85 ára gamlan. "Það er skáldsaga, en á fáeinum blaðsíðum tala ég um sjálfan mig. Það þýðir að ég geri minn tíma á deildinni að opinberu máli." Pabbi horfðist í augu við mig og sagði: "Ertu viss um að það geti ekki komið sér illa fyrir þig?"
"Já, ég er viss um það."
"Þá það. Ég er þreyttur á leyndarmálum."
Við erum einstök og ólík
Fyrsta spurningin sem Coelho fær þetta laugardagssíðdegi í september er: hve sönn er sagan um Veróniku?
- Sagan er skáldskapur en hún byggist á eigin reynslu...ætlunin var að bíða þar til foreldrar mínir væru dánir því það var mun sárara fyrir þau en fyrir mig að lifa með ákvörðun sinni að láta loka mig inn á geðdeild.
Á ferðum mínum fór ég þó að skilja að öll erum við að leita að farvegi fyrir drauma og öll erum við smáeinmana. Fann ég þurfti að deila með mér af þessum augnablikum þegar ég var algerlega einn og útilokaður, lokaður inni á geðdeild. Minningar mínar gat ég ekki skrifað, ekki um reynsluna eins og hún atvikaðist. Ég þurfti að skrifa um tilfinningarnar, því þær var ég ekki einn um: við skynjum öll nístandi einmanaleika við að vera trú sjálfum okkur. Leiðin var að láta söguna gerast í öðru umhverfi og við aðrar kringumstæður. Verónika er kona, hún gerir sjálfsmorðstilraun, það hef ég aldrei reynt. Á vissan hátt er hún fullkomlega skálduð en um leið er hún ég, sem horfi til baka. Ég reyni að spegla mikilvægi þess að viðurkenna að við erum einstök og ólík. Að við þurfum að læra að bera virðingu fyrir reglum sem segja okkur að virða vilja annarra. Þá fyrst höfum við frelsi til að haga okkur eins og okkur langar til.
En af hverju er aðalpersónan kona?
Paulo Coelho fullyrðir að það sé kvenleg iðja að skrifa og gott ef hann byggir ekki svar sitt á platónskri ljósmóðurhjálp þegar hann talar um sköpunarferlið:
- Að skapa er óhugsað...Þú nærð sambandi við orku ástarinnar... ferð í ástarleiki við lífið, veist ekki hver faðirinn er, veist að afkvæmi er á leiðinni og að tveim árum liðnum verðurðu að gjöra svo vel að fæða barnið. Það sem ég geri mér grein fyrir er að ég ætla að skrifa um ákveðið efni. Svo læt ég lífið virka eins lengi og þarf.
Næsta spurning úr salnum er frá konu sem flutti frá fjarlægu menningarsvæði til Svíþjóðar og spyr hvernig hægt sé að aðlaga sig, lifa fjarri uppruna sínum og samt vera maður sjálfur.
- Góð spurning. Þú hefur ekkert val. Jú þú getur valið að líkja lífinu við hús eða við garð.... Manneskjan hefur tilhneigingu til að byggja veggi, gera sér hús, en öryggi er bara metafór, við verðum ekki örugg. Eða þú getur líkt lífinu við garð og þá þarf að planta og annast hann. Garðurinn er líka háður árstíðum, skini og skúrum, og hann breytist sífellt.
Coelho segir að ekki nægi að einblína á takmarkið, þá sé maður glataður.
- Mig dreymdi um að verða rithöfundur og fann aðeins leiðarvísa um hvernig bæri að skrifa, en ekki hvernig lifa. - Reynslan kenndi mér að ekki dugir að einblína á ákveðið verkefni, ég þurfti líka að fylgja eigin takti og lúta fyrirboðum. Stundum að nema staðar - bíða - og stundum að halda áfram.
Nokkru síðar heyri ég að Coelho segist líta á rithöfundaverk sitt sem púsluspil og hver bók sé biti af því:
...og ég er farinn að sjá mynd af af lífi mínu - Alkemistinn er myndhvefing yfir pílagrímsferð mína til Santiago á Spáni; baráttan fyrir að vera öðruvísi speglast í Veróniku og hvernig ég er kynvera speglast í Ellefu mínútur.
Nokkru síðar þegar spurningar um það sem Coelho kallar sína kvenlegu eða "femínísku" hlið gerðust æ nærgöngulli rann tíminn út í miðju svari!
EFTIR KRISTÍNU BJARNADÓTTUR
Höfundur er búsettur í Svíþjóð.
http://www.santjordi-asociados.com/titles.htm
http://en.wikipedia.org/wiki/Paulo_Coelho
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Frú Bovary e. Gustave Flaubert
Hér er ítarefni og nokkrir góðir linkar:
http://www.sparknotes.com/lit/bovary/
http://www.sparknotes.com/lit/awakening/study.html
Laugardaginn 16. desember, 1995 - Bókmenntir
Ævintýri líkast
Skáldsaga / FRÚ BOVARY eftir Gustave Flaubert. Pétur Gunnarsson þýddi. Bjartur, Reykjavík 1995. 266 bls.
FRÚ BOVARY eftir franska rithöfundinn Gustave Flaubert (1821-1880) hefur verið eitt umtalaðasta bókmenntaverk síðari alda frá því það kom fyrst út árið 1857. Og þrátt fyrir að hafa skrifað önnur allmerkileg verk varð höfundurinn að sætta sig við að verða ætíð minnst fyrir þessa einu sögu. Hún varð ekki einasta til þess að hneyksla svo frönsku borgarastéttina þegar hún kom út að höfundurinn var sóttur til saka fyrir vikið, heldur hefur hún haldið áfram að vera á milli tannanna á fólki og vaxa að vinsældum. Reyndar er þetta sú saga sem Frakkar vitna hvað oftast í.
Frú Bovary fjallar um árekstur ídylls og veruleika. Kona reynir að lifa lífinu eins og henni finnst að því eigi að lifa en rekur sig fljótlega á tálma í umhverfinu. Segja má að í þessari sögu rekist þannig á, eða blandist, hin frjálsa og egóíska söguhetja rómantíkurinnar og hin lögmálsbundna samfélagsmynd raunsæisins.
Sagan segir frá Emmu sem hefur alist upp við lestur á rómantískum ástarsögum í eilítið mýstískum heimi klausturskólans. Þegar hún giftist smáborgaralegum lækni, Karli Bovary, uppgötvar hún að hjónabandslífið er ekkert í líkingu við það sem hún hafði lesið um í bókum sínum. Hún verður mjög vonsvikin og þegar hún fær nasaþef af heimi fyrirfólksins í veislu, sem þeim hjónum er boðið til, leggst hún veik úr óhamingju; hún sér að Karl mun aldrei geta fullnægt þörfum sínum og löngunum. Til að hressa hana við bregður Karl hins vegar á það ráð að flytja í smábæ nefndan Yonville en þar gerist sagan að stærstum hluta.
Í Yonville telur Emma sig kynnast ástinni og ástríðunum sem vantar í samband hennar og Karls, hún telur að hún hafi fundið hamingjuna, neistann sem gæðir lífið hinum mýstíska bjarma sem hún hafði lesið um í ástarsögunum. Í rauninni eru þau kynni hins vegar ekki í mjög rómantískum anda. Emma er dregin á tálar af miður vönduðum mönnum sem vilja aðeins eitt, svo sem Rodolphe sem stígur fyrst í vænginn við hana á landbúnaðarsýningu Yonville-bæjar (staðsetningin er dæmigerð fyrir háðskan húmor Flaubert í sögunni); hann fær fljótt leið á henni og leysir málið með bréfi sem hann byrjar í fölskum sjálfsfórnartón: "Hugrökk, Emma! Hugrökk! Ég vil ekki steypa þér í glötun..." Honum er þó ekki alls varnað, honum finnst hann þurfa að réttlæta svik sín og brigðlyndi: "- Það er málið, hugsaði Rodolphe; ég er að gera það sem er henni fyrir bestu; ég er heiðvirður maður." Þannig eru ástamál Emmu í raun og veru, innantóm og fölsk. Og þannig er líf hennar allt þegar upp er staðið, yfirborðskennt og innantómt, ekki túkallsvirði frekar en líf hinna smásálarlegu samborgara Flauberts sem voru skotspænir sögunnar.
Þótt frásagnarháttur Flauberts sé hlutlægur og hann forðist það eins og heitan eldinn að fella dóma um persónur sögunnar eða segja lesendum sínum beinlínis hvað þeim eigi að finnast um þær, þá skín andstyggð hans á þeim greinilega í gegnum textann. Háð, skop og ýkjur eru verkfæri hans og samtíminn er viðfangsefnið. Maður getur hugsað sér þessa sögu eins og skopstælingu á samfélaginu sem hún lýsir, sennilega hefur stælingin verið svo nákvæm að góðborgurum hefur sviðið hún. Hinn hlutlægi raunsæisstíll varð enda sú aðferð sem sporgöngumenn Flauberts tömdu sér við að stinga á kýlum samfélagsins.
Vegna hins hlutlæga frásagnarháttar er oft sagt að við hvern lestur orki Frú Bovary á mann eins og ný bók. Þannig sé hver lestur sögunnar líkastur ævintýri, eins og ferð þar sem maður er sífellt að upplifa og uppgötva eitthvað nýtt. Í vissum skilningi má því tala um Frú Bovary sem lifandi texta; það mætti jafnvel segja að hún væri texti sem lifði á sjáfum sér, væri óháður ytra umhverfi og hafi þess vegna staðist tímans tönn jafnvel og raun ber vitni. Og það er einmitt þessi sjálfumsérnógi texti sem helst einkennir skáldsögur á eftir útkomu Frú Bovary; texti þeirra snýst um sjálfan sig - og aðra texta. Þannig hefur smám saman myndast eins konar textasamfélag, sjálfstætt og sjálfala. Þetta textasamfélag hafa menn nefnt bókmenntir, hugtak sem farið var að nota hér á landi skömmu áður en Frú Bovary kom út í París árið 1857.
Áhrif Frú Bovary á svokallaðar nútímabókmenntir verða seint ofmetin.
Sömuleiðis verður sennilega seint gert of mikið úr mikilvægi þess að hafa nú fengið þessa bók þýdda á íslensku í heild sinni. Útkoma Frú Bovary er þannig án efa einn merkasti viðburður þessa bókaárs.
Engin vafi leikur á því að það hefur verið mikið vandaverk að þýða Frú Bovary en ekki verður annað sagt en að Pétur Gunnarsson hafi leyst það með sóma.
Þröstur Helgason. Gustave Flaubert
Þriðjudaginn 21. nóvember, 1995 - Bókmenntir
Tímamótaverk FRÚ BOVARY eftir Gustave Flaubert er komin út í þýðingu Péturs Gunnarssonar.
Frú Bovary var tímamótaverk og þótti marka upphaf nútíma skáldsagnagerðar.
Þegar sagan kom út vakti hún mikla hneykslun. Þóttu persónur sögunnar algerlega siðlausar og höfundurinn virtist leggja blessun sína yfir ósómann.
Vegna skáldsögunnar var höfðað mál á hendur útgefanda og höfundinum. Þeim var gefið að sök að hafa ofboðið trúar- og siðferðistilfinningu lesenda sinna. Útgefandinn var sýknaður en Flaubert var hins vegar víttur fyrir að láta ósiðlegt athæfi persóna sinna ótalið.
"Sagan segir frá Emmu Bovary og ferð hennar um glapstigu freistinganna og óseðjandi leit hennar að lífsins lystisemdum. Um leið lýsir Flaubert mannlegu eðli, heitum ástríðum sem vakna fljótt og slævast skjótt," segir í kynningu.
Bókin er 262 síður, prentuð í Gutenberg. Snæbjörn Arngrímsson gerði kápu. Verð bókarinnar er 2.980. Útgefandi er Bjartur.
Laugardaginn 11. nóvember, 1995 - Menningarblað/Lesbók
Frægasta skáldsaga Frakka
Ein frægasta skáldsaga fyrr og síðar, Frú Bovary eftir Frakkann Gustave Flaubert, kemur út innan skamms í nýrri þýðingu Péturs Gunnarssonar.
Þýðandinn sagði Þresti Helgasyni sögur af höfundinum sem var dreginn fyrir dóm vegna siðleysis persóna í verki sínu.
ÞEGAR FRÚ Bovary eftir Gustave Flaubert (1821 1880) kom út árið 1857 í Frakklandi vakti hún mikla hneykslun landa hans. Þóttu persónur sögunnar vera algjörlega siðlausar og það sem verra var, höfundurinn virtist leggja blessun sína yfir ósómann. Sagan segir frá Emmu, ungri sveitastúlku sem gengið hefur í klausturskóla og alist upp við lestur rómantískra ástarsagna.
Hún hefur gert sér ákveðna mynd af lífinu en þegar hún giftist Karli Bovary, lækni í litlu þorpi, kemst hún að því að veruleikinn er annar. Fær það svo á hana að hún leggst veik. Skömmu síðar flytja þau hjónin í annað þorp en þar lendir Emma í ástarævintýrum fram hjá Charles og lifir um efni fram. Að endingu fyrirfer hún sér, örvilnuð.
Sóttur til saka fyrir söguna
Vegna þessarar sögu höfðaði saksóknari franska ríkisins mál á hendur útgefandanum og höfundinum; þeim var gefið að sök að hafa ofboðið trúar- og siðferðistilfinningu lesenda sinna. Var útgefandinn sýknaður en Flaubert hins vegar víttur fyrir að láta ósiðlegt athæfi persóna sinna óátalið.
Pétur Gunnarsson, sem þýtt hefur Frú Bovary á íslensku, segir að ástæðan fyrir þessu uppistandi hafi sennilega verið hinn nýstárlegi frásagnarháttur sögunnar sem einkennist af hlutlægni. "Flaubert var í mun að persónu höfundarins gætti ekki að neinu leyti í textanum. Hann vildi skrifa "hlutlausan texta" og leit nánast á sig sem guð almáttugan gagnvart sköpunarverki sínu; þannig tók hann ekki afstöðu til gerða persónanna á einn eða neinn hátt. Fyrir vikið virkaði sagan ómórölsk; það var líkast því að höfundurinn væri að leggja blessun sína yfir siðleysið. Þetta er allt hið furðulegasta mál og segir ýmislegt um þá bókmenntasögulegu byltingu sem varð með Frú Bovary."
Rithöfundur gólar
Frú Bovary er tvímælalaust frægasta skáldsaga Frakka. Hún var tímamótaverk og þótti marka upphaf nútíma skáldsagnagerðar. "Það má einnig segja að Flaubert hafi um leið mótað nýja ímynd af starfi höfundarins," segir Pétur, "hann kvað nánast niður mýtuna um rómantíska skáldið og innblásturinn.
Skrifin voru honum fyrst og fremst öguð vinna. Þetta endurspeglast í texta Flauberts sem er oft hin listilegasta smíð.
Í vinnubrögðum sínum miðar Flaubert að ná sem altækustum áhrifum. Hann byrjaði á því að skrifa orðmargt uppkast en síðan tók við eins konar eiming þar sem hann tók textamassann og þétti æ meira, gerði hann markvissari."
Pétur segir ekki einfalt að lýsa stíl Flauberts í stuttu máli. "Það má segja að hann hafi fyrst og síðast kappkostað að finna rétta orðið. Hann var einnig mjög upptekinn af hrynjandi setninga, reyndi jafnvel að búa þær út ekki ósvipað og bundið mál. Í sendibréfum hefur hann margsinnis lýst vinnubrögðum sínum. Hann mun hafa skrifað með miklum harmkvælum og var seinvirkur; æddi um vinnustofuna eins og ljón í búri, fleygði sér upp í dívan, féll í mók, hrökk upp og hélt áfram leitinni þar til rétta orðið fannst. Að lokum skanderaði hann eða gaulaði setningarnar til að sannprófa hvort hljómfallið væri örugglega rétt."
Má ekki hnika orði
Flaubert hafði skrifað nokkur verk fyrir skúffuna áður en hann lagði til atlögu við Frú Bovary. Fjárhagsaðstæður hans voru á þann veg að hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af framfærslu eða vasast í útgáfu. Ritstörfin voru lífsmáti hans, aðferð til að lifa af í heimi sem honum leiddist undir drep.
Hann hafði lokið við gríðarlega mikinn doðrant sem hann nefndi La Tentation de Saint Antoine (Freisting heilags Antons). Hann var þó ekki birtur því vinir hans, sem hann las verkið fyrir, réðu honum frá því. Fram að þessu hafði Flaubert skrifað í hinum loftkennda stíl rómantíkurinnar en brotlending Heilags Antons varð til þess að hann söðlaði um og tók að tileinka sér hlutlausan raunsæisstíl sem síðar setti mark sitt á aðferð hans.
"Flaubert skrifaði samt ekki í hinum nákvæma raunsæisanda Émile Zola
(1840-1902) sem fór út með málbandið áður en hann settist að skrifum", segir Pétur. "Reyndar er til sú gamansaga að undir lokin hafi Flaubert verið farinn að snúa þessu við; hann hafi fyrst skrifað textann og síðan sent lærisvein sinn, Guy de Maupasant, út að leita uppi fyrirbæri sem pössuðu við textann."
Að sögn Péturs er alltaf erfitt að þýða og óðs manns æði að þýða Flaubert, "textinn er svo þaulunninn að stundum trúir maður næstum því orðum Flauberts sjálfs um að það megi ekki hnika einu orði, þá muni allt hrynja."
Morgunblaðið/Sverrir "Stundum trúir maður næstum því orðum Flauberts sjálfs um að það megi ekki hnika einu orði, þá muni allt hrynja." segir Pétur Gunnarsson um glímu sína við Frú Bovary.
http://en.wikipedia.org/wiki/Madame_Bovary
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. desember 2007
Undantekningin e. Christian Jungersen
Höfundur: Christian Jungersen Þýðandi: Ólöf Eldjárn
Á Upplýsingastofu um þjóðarmorð í Danmörku vinna fjórar konur. Þegar tvær þeirra fá nafnlausar líflátshótanir rennur upp fyrir þeim að starf þeirra gæti stofnað þeim í lífshættu: Ef til vill hefur stríðsglæpamaður sett þær á dauðalista sinn.
En hvaðan koma hótanirnar? Viðbrögð vinnufélaganna benda til að engin þeirra sé öll þar sem hún er séð. Sjálfar breytast þær líka og erfitt er að segja til um hverjir eru fórnarlömb og hverjir böðlar. Eftir því sem sögunni vindur fram kemur í ljós að vinnustaðurinn er vettvangur eineltis og baráttu upp á líf og dauða. Sú mannvonska og illska sem þær hafa fengist við úr öruggri fjarlægð í Kaupmannahöfn er líka til í þeirra eigin heimi.
Undantekningin er mögnuð saga um hin mörgu andlit ástarinnar og illskunnar. Hún er margföld metsölubók í Danmörku og víða um heim, rómuð jafnt af lesendum sem gagnrýnendum og hlaut dönsku bóksalaverðlaunin ?Gylltu lárberin? árið 2004, auk bókmenntaverðlauna Danska ríkisútvarpsins.
Reader's Guide
- The Exception is a novel about the workplace and it is a thriller. Do you feel that murder and death threats help to illustrate its issues of ostracism, maliciousness, and self-delusion or do you feel thriller elements takes away from those concerns?
- The books structure is divided into parts which alternate between the perspectives of each of the four female protagonists. As we, in turn, follow Iben, Malene, Anne-Lise, and Camilla, we realize that their perceptions of what is going on are mutually exclusive. Do you agree that one and the same reality can give rise to such irreconcilable understandings?
- After reading each of their points of view, how does your own perception of each of the women change?
- Iben and Malene write articles about the genocides of the twentieth century in which they examine the psychology of the perpetrators. How do their articles, which appear in the novel, further your understanding of the characters and their actions?
- How does Anne-Lises work life affect her family life and vice versa? What might Anne-Lise have done to avoid her situation?
- Do you think the conflicts would be different if the four main characters were men? What if their boss were female?
- Do you see your work experiences, or those of people close to you, in a different light?
- Why do you think Camilla is so passive? What are the deeper secrets that she is hiding? How is her marriage to Finn a struggle for survival?
- Why does Iben hold a bleak view of mankind? Do you find that her philosophy has been undermined by the end of the novel? Do you agree, as Anne-Lises doctor says that victimizing others is part of human nature? What might make us think otherwise?
- Are you 100% sure who committed the murder?
- The Exception portrays the psychological games the women play with each other and with themselves. In what ways are the psychological mechanisms they use to deny or justify their actions similar to the behavior of genocide perpetrators?
- To whom or what does the exception of the title refer? At what point in the novel is that made apparent? How does that inform the events in the novel?
- Do you believe that our understanding of how ordinary people can commit genocidal atrocities risks our ability to recognize and deter genocides from occurring and taking a hard-line on the punishment of war criminals? Or do you believe this understanding is imperative for future prevention of genocides?
BÆKUR - Þýdd skáldsaga
Er góðmennska undantekning?Undantekningin
Christian Jungersen Eftir Christian Jungersen, Ólöf Eldjárn þýddi. 567 bls. Mál og menning 2006.
UNDANTEKNINGIN eftir Danann Christian Jungersen hefur vægast sagt runnið út eins og heitar lummur í Danmörku. Hún toppaði Da Vinci lykilinn á vinsældalistanum og hefur verið þýdd á hátt á annan tug tungumála, auk þess sem hún hefur hlotið viðurkenningar og verðlaun. Hér er á ferð spennandi glæpasaga og sálfræðileg samtímasaga.
Aðalpersónur eru fjórar konur, vinkonurnar Iben og Malene, sem eru á fertugsaldri ásamt Anne-Lise og Camillu sem eru nokkrum árum eldri. Þær vinna saman á dönsku upplýsingastofunni um þjóðarmorð, sem staðsett er í Kaupmannahöfn. Þar eru stundaðar rannsóknir og veittar upplýsingar um þjóðarmorð og konurnar skrifa greinar um glæpi þar sem illska mannanna er ígrunduð og hegðun fólks á tímum stríðsátaka krufin. Bókin fylgir til skiptis sjónarhorni kvennanna en inn á milli er fléttað ritsmíðum Ibenar og Malene um þjóðarmorð sem framin hafa verið um víða veröld.
Í upphafi bókar berast tveimur kvennanna, og síðar þeirri þriðju, nafnlaus morðhótunarbréf á ensku. Bréfin koma af stað atburðarás sem afhjúpar þessar konur, sem eru menntaðar og upplýstar og virka í byrjun góðhjartaðar með eindæmum. Í ljós kemur að þær eru ekki allar þar sem þær eru séðar. Lesandinn sogast inn í sjúkt andrúmsloft skrifstofunnar, sem einkennist af valdabaráttu, hatri og svæsnu einelti. Manneskjur sem í orði sýna eindregna samlíðan með þjáðum og kúguðum, eru á borði gjörsamlega miskunnarlausar, einkennilega sjálfhverfar og færar um að koma fram af botnlausri illgirni. Tvær kvennanna rotta sig saman gegn þeirri þriðju og sú mannvonska, sem þær lýsa úr öruggri fjarlægð þegar þær greina frá þjóðarmorðum, tekur sér bólfestu í þeim sjálfum án þess að þær hafi nokkurt innsæi í hvað þær eru að gera. Konurnar réttlæta blákalt framkomu sína og telja sig skynsamar, víðsýnar og skilningsríkar. Þannig lætur höfundurinn fjöldamorð á heilum þjóðum endurspeglast í litlum heimi skrifstofunnar þar sem einn starfsmanna er frystur úti uns lífið verður viðkomandi óbærilegt.
Undantekningin greip mig fljótt og spennan magnaðist með taktföstum hætti eftir því sem leið á. Með því að sjónarhornið færist á milli kvennanna fjögurra nálgast lesandinn atburði og persónur úr ýmsum áttum og þannig fæst ólík sýn á atburði. Þetta gerir bókina hins vegar langa og á köflum endurtekningasama en mér finnst það ekki vera stór ókostur. Gallinn er hins vegar sá að stundum eru tengingarnar full ljósar og boðskap höfundar allt að því troðið klunnalega ofaní lesandann. Komið er inn á stór mál sem mikið eru í deiglunni, nefna má alþjóðavæðingu, mannréttindi og sýnilegt og ósýnilegt ofbeldi þar sem eigingirni og sjúklegur metnaður hleypur með fólk í gönur.
Undantekningin er sálfræðileg spennusaga þar sem valdabarátta er í brennidepli. Fólk leggur miskunnarlaust stein í götu félaga sinna til að koma sjálfu sér áfram, góðmennska er, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki helsta persónueinkenni þeirra sem í daglegu lífi gefa sig út fyrir að vera húmanistar og hugsjónafólk. Þegar komið var að því að draga alla þræði saman í lok þessarar löngu og miklu sögu fannst mér höfundur lenda í dálítilli flækju. Það dró þó lítið úr því að bókin náði tökum á mér. Eftir situr spurningin hvort einelti og þjóðarmorð séu af sömu rótum og hvort það sé hugsanlegt að við hefðum öll getað orðið böðlar í helför nasista. Mér virðist höfundur Undantekningarinnar halda því fram en ég ætla sjálf að halda í vonina og leyfa mér að efast.
Þórdís Gísladóttir
Christian Jungersen: Undantekningin.
Ólöf Eldjárn þýddi Mál og menning, 2006
Höfundur þessarar bókar, Christian Jungersen, er danskur. Hann vakti talsverða athygli fyrir sína fyrstu skáldsögu, Krat, sem kom út árið 1999. Það tók hann átta ár að klára Undantekninguna. Hann hefur sagt að magnið skipti ekki máli heldur gæðin. Eflaust margir sem geta tekið undir það enda bókin margverðlaunuð metsölubók. Í Krat var fjallað um vináttu tveggja karla á efri árum. Í báðum bókunum er sálarlíf persónanna rannsakað og ekki er alltaf ljóst hvað er satt og hvað ekki þegar kemur að uppgjöri við fortíðina og reyndar líka það sem er að gerast í núinu.
Undantekningin gerist að miklu leyti á dönsku upplýsingastofunni um þjóðarmorð þar sem vinna fjórar konur og einn karlmaður. Karlmaðurinn er yfirmaður, sem ekki er óvenjulegt. Iben og Malene eru vinkonur en samt er nokkur samkeppni þeirra á milli. Camilla er ritari og Anne-Lise er bókavörður stofnunarinnar. Hótunarbréf sem berast í tölvupósti til Ibenar og Malene verða til þess að velta upp á yfirborðið alls konar undarlegum hugmyndum hjá konunum. Hver stendur á bak við þessar sendingar? Stríðsglæpamenn gætu erft við þær ýmislegt sem stofnunin lætur ekki liggja í þagnargildi en svo gæti líka verið að einhver kvennanna sé að koma höggi á hinar. Ýmislegt annað gerist sem eflir ofsóknarkennd og undarlegar hugmyndir kvennanna hverrar og einnar og einelti gerir vart við sig. Í raun er það meira en svo að einelti geri vart við sig, það verður eiginlega þungamiðja sögunnar.
Með því að bera stöðugt þennan litla vinnuhóp, sem starfar við nokkurn veginn eðlilegar aðstæður, saman við stríðsglæpi á borð við þá sem áttu sér stað á Balkanskaga þegar jafnvel nágrannar hófu að pynta og myrða hverjir aðra, verður alvara eineltisins einhvern veginn svakalegri en ella hefði verið. Þessir tveir heimar snertast líka í vangaveltum Ibenar þegar hún skrifar hugleiðingar sínar um sálfræði illskunnar sem birtast í fréttabréfi stofunnar.
Iben er sú sem fær mest pláss í sögunni, þvínæst Malene en hinar minna. Samt er þeim einnig gerð rækileg skil enda bókin löng og ekki laus við smásmygli. En þannig getur það verið á vinnustöðum og það þarf að koma fram í sögunni. Alls kyns smáatriði hafa áhrif á líðan starfsfólks og hægt er að pirra sig yfir þeim endalaust. Hvað teljast smáatriði og hvað eru stórmál þegar upp er staðið? Alla vega geta smáatriðin auðveldlega snúist upp í stórmál þegar fólk er farið að velta þeim fyrir sér á alla kanta eins og gerist í þessari sögu. Af lýsingu vinnustaðarins skilur maður vel innilokunarkennd Anne-Lise, hvernig henni finnst hún oft útilokuð frá hinum og viðbrögð hinna.
Höfundi tekst afskaplega vel að koma til skila andrúmslofti því sem ríkir á vinnustaðnum og þrátt fyrir allan sparðatíninginn sleppur sagan alveg við að verða leiðinleg. Hún er nefnilega harla spennandi. Þótt varla flokkist hún sem spennusaga má segja að hún sé alveg á mörkunum með gíslatöku, morði, einelti og hinni sálfræðilegu spennu. Konurnar og jafnvel framkvæmdastjórinn, Paul, eru sérfræðingar í sjálfsblekkingu og afneitun. Við fáum að sjá hversu langt afneitunin getur leitt fólk. Okkar litla lokaða vinnustaðaveröld kallast á við hinn stóra heim og alla þá illsku sem þar getur skotið upp kollinum. Fín skáldsaga.
Ingvi Þór Kormáksson, desember 2006
Laugardaginn 2. desember, 2006 - Menningarblað/Lesbók
Danskur gulldrengur með fortíð / Christian Jungersen
"Ég hafði heyrt margar áhrifamiklar sögur af dönskum vinnustöðum og það var það sem ég vildi skrifa um: baráttuna, hatrið, vináttuna og baktalið sem á sér stað á vinnustöðum." Hinn margverðlaunaði metsöluhöfundur Christian Jungersen þekkir vonbrigði, vonleysi og einelti af eigin raun. Það er einmitt umfjöllunarefni metsölubókar hans Undantekningin sem er nýkomin út á íslensku. Blaðamaður hitti Jungersen í Kaupmannahöfn.
Eftir Rögnu Söru Jónsdóttur
Christian Jungersen er tvöfaldur metsöluhöfundur í Danmörku. Árið 1999 gaf hann út frumraun sína, Krat sem hlaut "Bestu fyrstu bókar verðlaunin" og veitti honum þriggja ára starfslaun frá hinu opinbera. Fyrir tveimur árum kom svo önnur bók hans, Undantekningin, út í Danmörku. Bókin sat í efstu sætum metsölulista Danmerkur í marga mánuði, og er eina bókin sem hefur tvö ár í röð verið ein af söluhæstu bókunum fyrir jól. Jungersen hlaut enda "Gylltu lárberin", virtustu bókmenntaverðlaun Dana, fyrir Undantekninguna.
En þótt Christian Jungersen gangi allt í haginn í dag og hann hafi ekki við að ferðast á milli landa til að fylgja á eftir útgáfu Undantekningarinnar - bókin hefur nú komið út í sextán löndum - þá þekkir hann líka annan heim. Heim vonbrigða, vonleysis og eineltis. Eftir að hafa lokið meistaragráðu í samskiptum og samfélagsfræði árið 1988 hóf Jungersen að skrifa. Hann vildi mest af öllu verða þekktur kvikmyndahandritshöfundur og skrifaði sex kvikmyndahandrit. Hann vann samhliða skriftunum til að eiga í sig og á, en því miður fékk hann ekki eitt einasta handrit kvikmyndað. Þegar hann vann sem textahöfundur á auglýsingastofu varð hann svo fyrir einelti á vinnustaðnum. Í dag segist hann ekki hafa viljað missa af þeirri reynslu, hann hefur getað nýtt hana til að skrifa margfalda metsölubók sína. Undantekningin fjallar nefnilega um einelti á vinnustað og hvernig ósköp venjulegar, indælar, vel menntaðar og velviljandi manneskjur geta undir ákveðnum kringumstæðum breyst og orðið illgjarnar, ósanngjarnar og hættulegar.
Lífið breyttist með fyrstu bókinni
Ég hitti Christian Jungersen á bókamessunni í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. Þar úir og grúir af fólki sem skoðar nýjustu bókaútgáfurnar og fær bækur áritaðar af höfundunum sjálfum. Jungersen er sjálfur ekki að kynna neitt nýtt að þessu sinni, Undantekningin kom út fyrir tveimur árum í Danmörku og hann er ekki tilbúinn með nýja bók. "Ég skrifa bækurnar mínar á löngum tíma. Það tók mig sitt hvor fjögur árin að skrifa bækurnar mínar tvær. Ég hef heldur engan metnað fyrir að skrifa fimmtán eða þrjátíu bækur á ferlinum. Ég er ánægður ef ég næ að skrifa fimm vegna þess að hver bók verður að vera mjög góð. Ég skrifa bækurnar mínar um það bil tuttugu sinnum eða þangað til ég er ánægður. Ég er ekki kominn langt með næstu bók mína þar sem ég hef verið á þeytingi á milli landa við að kynna og fylgja Undantekningunni eftir. Ég sæki hins vegar bókamessuna til að hitta vini mína og fylgjast með því sem þeir eru að gera," segir Jungersen.
Líf Jungersens breyttist þegar fyrsta bók hans Krat kom út. Áður hafði hann eins og fyrr sagði setið og skrifað kvikmyndahandrit í sjö ár en ekki selt neitt. "Reyndu að ímynda þér að þú skrifir og skrifir greinar sem blaðamaður í sjö ár en færð enga grein birta í blöðunum. Það hefur ekki góð áhrif á mann skal ég segja þér. Maður verður leiður," segir Jungersen og hlær. "Já og ekki bara leiður, maður byrjar að velta því fyrir sér hvort það sé eitthvað að manni og svoleiðis. Líf mitt breyttist þegar Krat kom út, bókin hlaut verðlaun og varð metsölubók. Skyndilega átti ég samstarfsfélaga, og eignaðist vini á meðal annarra rithöfunda. Þetta var ótrúleg breyting og lífið varð yndislegt. Ég þekki hins vegar vonbrigðin við að fá neitun og af þeim sökum ber ég mikla virðingu fyrir rithöfundum sem fá ekki verk sín gefin út - og þeir eru margir."
Dekraðir Danir
Blm.: En snúum okkur að Undantekningunni, hún fjallar um fjórar danskar konur sem vinna saman á Upplýsingastofu um þjóðarmorð í Kaupmannahöfn. Er umfjöllunarefni þitt sérlega danskt, og ef svo er hvers vegna höfðar það á svo breiðum grunni til lesenda, því nú hefur bókin komið út í sextán löndum? "Já, ég er ekki frá því að umfjöllunarefnið sé sérstaklega danskt. Við Danir eru nokkuð dekraðir í samhengi við restina af heiminum. Hér upplifir maður mikið öryggi og við erum vernduð fyrir hættum heimsins. Við búum ekki við mikla fátækt og nánast enginn sveltur hér úr hungri. Hér eru heilmargir leikskólakennarar um hvert barn og það ætti ekki að vera svo margt hér í Danmörku sem við þurfum að berjast fyrir eða rífast um. Samt sem áður á sér stað barátta upp á líf og dauða á mjög venjulegum dönskum vinnustað, eins og við verðum vitni að í bókinni.
Á öðru plani þá fjallar bókin um það að við Danir erum "þeir góðu". Það er algert einsdæmi hvernig tókst að bjarga mörgum gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni í Danmörku. Við erum " góðir" og í dag erum við að hjálpa öðrum sem fátækari eru í heiminum. En við erum ekki bara "góð" og það er það sem ég er að fást við í Undantekningunni. Bókin fjallar um það hvernig góðar manneskjur, vel menntað hugsjónafólk og þess vegna meðlimir af Amnesty International og Green Peace, eiga sér aðra hlið. Við lesum í blöðunum um hræðilega hluti sem hafa gerst alls staðar í heiminum. En flestir þeirra sem fremja ódæðisverk líta ekki á sjálfa sig sem vondar manneskjur. Bókin fjallar um einmitt þetta og þá sjálfsblekkingu sem við beitum svo gjarnan. Bæði sjálfsblekkingu inni á litlum venjulegum vinnustað og einnig sjálfblekkingu í víðara stjórnmálalegu samhengi. Þessu tvennu er fléttað saman og það er það sem bókin er um."
Blm.: En hvaðan kom hugmyndin að þessari bók?
"Ég ætlaði ekki að skrifa bók um mannvonsku heimsins heldur settist ég niður til að skrifa bók um vinnustað. Ég hafði heyrt margar áhrifamiklar sögur af dönskum vinnustöðum og það var það sem ég vildi skrifa um: baráttuna, hatrið, vináttuna og baktalið sem á sér stað á vinnustöðum. Þessa hugmynd fékk ég fyrir fimmtán árum en hafði ekki haft tíma til að skrifa um hana. Síðan hugmyndin kviknaði fékk ég sjálfur reynslu af því að vinna á vinnustöðum og hef sjálfur upplifað einelti á vinnustað sem ég hef nýtt mér til að skrifa bókina. Það leikur enginn vafi á því að ég hefði ekki getað skrifað bókina ef ég hefði ekki sjálfur upplifað það."
Þegar Jungersen hafði ákveðið að sagan skyldi eiga sér stað í miðstöð um þjóðarmorð, þá lagðist hann í miklar rannsóknir um þjóðarmorð. Eitt af því fyrsta sem hann gerði var að hringja í Dönsku rannsóknarmiðstöðina fyrir Helförina og þjóðarmorð. "Ég kynnti mig og sagði þeim frá því hvað ég ætlaði að skrifa um og spurði hvort ég mætti koma og kynnast starfseminni. Þau sögðu, "en góð hugmynd" og tóku mér strax opnum örmum. Síðan eyddi ég ótal dögum hjá þeim og ferðaðist með þeim um allan heim á ráðstefnur og fyrirlestra um þjóðarmorð. Ég var viðloðandi stofnunina í um það bil þrjú ár og eignaðist vini á meðal starfsmannanna. Það er einmitt þetta sem ég hef lagt mig fram við í bókinni, að lesendur upplifi söguna sem raunveruleika og eitthvað sem ég þekki af eigin raun."
Erfiðast að gera persónurnar raunverulegar
Jungersen útskýrir að í hans huga sé það að lýsa vinnustaðnum og starfsemi stofnunarinnar á raunsæjan hátt ekki það erfiðasta sem hann fékkst við, þótt hann hafi lagt mikið á sig til að gera það vel. "Það erfiðasta var að gera persónurnar raunverulegar. Að fá lesandann til að finnast sem hann væri að lesa um raunverulegar manneskjur sem væru í raun og veru til. Það er af þessum sökum sem ég skrifa bækurnar mínar aftur og aftur og aftur." Blm.: En hvað er það að þínu mati í bókunum þínum sem heldur lesendum föngnum, því nú hefur þú líka prófað að skrifa eitthvað sem enginn vill neitt með hafa?
"Ef þú ferð út í bókabúð þá finnurðu ótal góðar bækur um það hvernig tvær manneskjur hittast og verða ástfangnar, eða um skilnaði eða reynslusögur um uppvöxt fólks. Það eru mjög fáar bækur sem gerast á vinnustöðum fólks og það er merkilegt því við eyðum svo miklum tíma okkar í vinnunni og störf okkar eiga svo stóran þátt í að skapa sjálfsmynd okkar. Ég skrifaði því bók um lífið í vinnunni og það snertir alla. Við það bætti ég spennu og dramatík og eins raunverulegum persónum og ég mögulega gat, sem gætu allt eins verið þú og ég. Ég held að sú barátta sem þessar góðu og venjulegu manneskjur há sín á milli á vinnustaðnum snerti flesta. Ég verð líka að viðurkenna að þessi barátta hafði mikil áhrif á mig þegar ég sat við skriftir og þessi fjögur ár á meðan ég skrifaði bókina voru fjögur tilfinningaþrungnustu árin mín. Ég er hins vegar alls ekki með bókinni að benda á eitthvert ákveðið fólk og segja "svona fólk er vont" ég er að segja að þetta geti átt við okkur öll saman, líka þig og mig."
Setur sig inn í líf annarra
Bókin fjallar, eins og áður segir, um fjórar konur á vinnustað. Jungersen hefur í mörg ár lagt sig fram við að skilja konur og þeirra hugarheim svo hann var ekki feiminn við að skrifa út frá sjónarhorni hins kynsins. Hann naut aðstoðar samstarfskvenna sinna í rithöfundahóp sem hann er í við að fínpússa kvenpersónurnar. Hann bjó til dæmis með þeim í tvær vikur til að stilla sig betur inn á kvenlegu línurnar. Þau fjögur ár sem Jungersen skrifaði bókina á hafa því meira og minna verið lögð undir rannsóknir og tilraunastarfsemi. Annars vegar á stríðsglæpum og starfsemi stofnunar og hins vegar á konum.
"Það er einmitt þetta sem gerir það svo yndislegt að vera rithöfundur. Maður fær leyfi til að lifa öðru lífi um tíma. Nú er ég aftur orðinn Christian en það má alveg segja að ég hafi lifað þessi fjögur ár án þess að vera ég sjálfur. Í fjögur ár lagði ég raunverulega hart að mér við að hugsa eins og kona sem vann á Upplýsingastofu um þjóðarmorð. Ég vonaði meira að segja að mig myndi dreyma á nóttunni eins og hana myndi dreyma. Og það er ótrúlegt, ég vonaði að ég myndi renna saman við einhverja þeirra, eiginlega þær allar fjórar. Það er líka af þessum sökum sem ég var svona lengi að skrifa bókina. Það sama gerðist þegar ég skrifaði fyrstu bók mína Krat. Hún fjallar um gamla menn, á áttræðisaldri. Þá fór ég og hitti fólk sem var fætt á milli 1910 og 1915 og las dagblöð frá þessum tíma. Ég var farinn að nota gömul skrýtin orð og varð sjálfur nokkuð gamall í anda. Þegar ég hitti gamalt fólk gat ég setið og rætt við það um pólitík frá þessum árum. Það var verulega fyndið. Það var líka erfitt að losna við gamla manninn úr hausnum á mér og koma konu þar inn í staðinn," segir Christian og hlær.
Undantekningin að öllum líkindum á hvíta tjaldið
Nú er Jungersen, eftir tvö ár af ferðalögum við að fylgja Undantekningunni eftir, að setjast niður í þriðja skiptið og komast inn í hugarheim einhverrar allt annarrar persónu og skrifa bók sem hann er ánægður með. Hann reiknar með að það taki önnur fjögur ár en hann gefur ekkert upp um efni nýju bókarinnar. Það er hins vegar athyglisvert að ungi maðurinn sem vildi skrifa kvikmyndahandrit, sem enginn vildi kaupa, mun að öllum líkindum sjá skáldsögu sína á hvíta tjaldinu eftir allt. "Já, ég hef fengið tilboð um kvikmyndaréttinn að Undantekningunni. Tilboðin hafa komið víðs vegar að úr heiminum og einnig frá Hollywood. Umboðsmaður minn í London telur hins vegar ráðlegt að bíða með að semja um kvikmyndun á verkinu þangað til bókin er komin út í Bandaríkjunum. Þá getum við náð betri samningum, ekki bara í fjárhagslegu tilliti heldur einnig í sambandi við leikara og svoleiðis hluti. Bókin kemur út vestan hafs næsta sumar svo það verður spennandi að sjá hvað gerist eftir það."
Ekki nóg með það, Jungersen hefur líka komist að því að honum finnst mun skemmtilegra að skrifa bækur en kvikmyndahandrit. Þarmeð hefur hann slegið tvær flugur í einu höggi.
http://www.christianjungersen.com/
http://www.complete-review.com/reviews/dansk/jungerc.htm
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 7. desember 2007
Barndómur e. J. M. Coetzee
J. M. Coetzee, frá Suður-Afríku til Ástralíu
Coetzee fæddist í Höfðaborg, Suður-Afríku, árið 1940. Faðir hans var lögfræðingur og móðir hans grunnskólakennari. Eins og svo fjölmargir af íbúum S-Afríku, þá rekur Coetzee ættir sínar aftur til hollenskra landnámsmanna. Coetzee lauk gráðu í stærðfræði og ensku í Höfðaborgarháskóla og lagði svo leið sína til London þar sem hann vann um tíma sem tölvuforritari. Bækurnar Boyhood og Youth eru einmitt byggðar annars vegar á uppvexti hans í Höfðaborg og hins vegar dvöl hans í London. Í bókinni Youth segir frá manni sem kemur til London í þeirri von að þroskast sem ljóðskáld og finna konu drauma sinna en verður þess í stað að sætta sig við tölvuforritun.
Coetzee hélt svo til Austin, Texas, þar sem hann lauk doktorsgráðu í málvísindum. Í framhaldi af því kenndi hann ensku og bókmenntir í New York en 1971 sneri hann aftur til S-Afríku eftir að hafa verið synjað um langvarandi landvistarleyfi í Bandaríkjunum vegna þátttöku í mótmælum gegn stríðinu í Víetnam. Coetzee var prófessor í enskum bókmenntum við Höfðaborgarháskóla fram til ársins 2002 er hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Þá fluttist hann til Adeleide í Ástralíu og fékk sérstaka heiðursnafnbót við háskólann þar.
Árið 2006 hlaut Coetzee ástralskan ríkisborgararétt við hátíðlega athöfn að viðstöddum innanríkisráðherra Ástralíu. Hann sagðist hafa orðið heillaður af fegurð landsins og því frelsi og örlæti sem einkennir íbúa þess.
Meira á vef RÚV Coetzee og Diary of a Bad Year
Laugardaginn 17. desember, 2005 - Menningarblað/Lesbók
Að gnísta tönnum og þrauka
Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is
"Ekkert sem hann reynir í Worchester, hvort sem er heima eða í skólanum, fær hann til að hugsa að bernskan snúist um annað en að gnísta tönnum og þrauka."
Barndómur nefnist sjálfsævisaga suður-afríska nóbelshöfundinn J.M. Coetzee sem nú er komin út í íslenskri þýðingu Rúnars Helga Vignissonar. Bókin lýsir tilgangslausu ofbeldi í samfélagi aðskilnaðar og erfiðum samskiptum drengs við föður og móður en einnig tilurð skálds.
J.M. Coetzee er annar tveggja suðurafrískra rithöfunda sem hafa hlotið Nóbelsverðlaun í bókmenntum síðustu fimmtán ár. Coetzee hlaut þau 2003 og Nadine Gordimer 1991. Bæði eru þau fulltrúar svokallaðra eftirlendubókmennta eða höfunda fyrrum nýlendna og bæði hafa þau gert aðskilnaðarstefnu heimalandsins að meginumfjöllunarefni sínu, þó með ólíkum hætti. Gordimer hefur tekið borgarastríðið sjálft til umfjöllunar í bókum sínum og verið harður gagnrýnandi þess á opinberum vettvangi. Coetzee lætur hins vegar lítið á sér kræla í opinberri umræðu og skrifar bækur sem eru frekar eins og afsprengi aðskilnaðarstefnunnar en bein gagnrýni á það. Skáldsagan Life and Times of Michael K (1983) - líklega hans þekktasta verk, aflaði honum Bookerverðlaunanna og sennilega ein helsta ástæða Nóbelsverðlaunanna - er gott dæmi um þetta en hún lýsir hinum sérkennilega Michael K sem reynir að komast undan borgarastríðinu en tekst það illa vegna þess að hann virðist alltaf flækjast inn í það með einhverjum óskiljanlegum hætti og stendur á endanum uppi eins og peð í valdatafli sem hann á engan beinan þátt í. Bókin hefur verið lesin sem kafkaísk nálgun við áhrif stríðsins þar sem firring borgarans gagnvart yfirvaldinu er algjör og má líta á K-ið í nafni söguhetjunnar sem ákveðna leiðbeiningu um þann lestur. Sjálfsævisaga Coetzees, Barndómur (Boyhood 1997), sem nú er komin út í íslenskri þýðingu Rúnars Helga Vignissonar í Neon-flokki Bjarts, nálgast einnig aðskilnaðarstefnuna en þar lýsir hann æsku sinni í þriðju persónu á árunum í kringum 1950 þegar aukin harka var að hlaupa í kynþáttapólitík Suður-Afríku.
Tilgangslaust ofbeldi
John Michael Coetzee er fæddur í Höfðaborg í Suður-Afríku árið 1940. Ungur flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til bæjarins Worchester skammt frá Höfðaborg en þar gerist meginhluti Barndóms. Foreldrar hans voru millistéttarfólk af afrískum ættum sem kaus þó frekar að telja sig til Englendinga og ala börnin sín upp á enskri tungu frekar en afrískri. Í Barndómi má greina blendnar tilfinningar til þessa fyrirkomulags, drengurinn hefur til dæmis ekki fullan aðgang að hinum afríska heimi vina sinna sem útilokar hann að vissu leyti en á hinn bóginn vill hann ekki tilheyra þeim því hann deilir ekki með þeim þeirri óbilgirni, stífni og hótun um líkamlegt ofbeldi sem þeir sýna með fasi sínu. Þetta tengir hann beinlínis tungumálinu: "Þeir beita tungumálinu eins og barefli gegn óvinum sínum." Næm tilfinning drengsins fyrir tungumálinu er eins og leiðarstef í gegnum bókina. Hann heldur til dæmis með Rússum í kaldastríðinu vegna þess að R er uppáhaldsstafurinn hans í stafrófinu og sá sterkasti. Hann týnir sér líka í bóklestri og í yfirmáta samviskusamlegum skólalærdómi sem gerir hann nánast alltaf hæstan í bekknum. En þessi bóklegi heimur er iðulega rofinn af truflandi veruleika allt um kring, bæði erfiðu sambandi foreldranna og aðstæðum í samfélaginu sem virðist gegnsýrt af ofbeldi. Bókin hefst á lýsingu á því hvernig móðirin reynir að fá hænur sínar til að verpa aftur með því að skera í tungur þeirra. Ekki kemur fram hvort þetta ber árangur en atburðurinn verður táknrænn fyrir allt það tilgangslausa ofbeldi sem einkennir samfélagið sem drengurinn elst upp í. Í öðrum kafla er lýst hvernig börnin eru barin í skólanum fyrir minnstu sakir, öll nema söguhetjan því hann er til fyrirmyndar og með hæstu einkunnirnar. Fyrir vikið er hann öðruvísi og utangarðs, hann fær að kenna á því hjá föntunum í skólanum og yfir öllu og allt um kring svífur andi aðskilnaðarins þar sem réttlæti og góðmennska eru fótum troðin. Hann kannast ekki við lýsingar bóka á bernskunni sem tíma "fölskvalausrar gleði": "Ekkert sem hann reynir í Worchester, hvort sem er heima eða í skólanum, fær hann til að hugsa að bernskan snúist um annað en að gnísta tönnum og þrauka."
Áhrifaríkasti hluti sögunnar er lýsingin á mótsagnakenndu sambandi drengsins við móður sína og föður. Hann á sér leyndarmál sem eru bræðisköst hans út í móður sína. Hann fyrirlítur hana og lítur niður á hana en dáir í senn. Hann þráir ást hennar en þolir samt ekki hvað hún er alltumvefjandi. Hann vill að hún elski hann meira en yngri bróður sinn en þráir jafnframt að losna undan vökulu auga hennar. Þessi keppni við bróðurinn um ást móður hans brýst út með ofbeldisfullum hætti þegar drengurinn mélar fingur yngri bróður síns í maískvörn. Hann er í raun uppstökkur harðstjóri á heimili sínu og sýnir þar undarlegt grimmlyndi þótt hann sé eins og lamb í skólanum. Hann er einnig grimmur og mótsagnakenndur í dómum sínum um föðurinn. Hann vill að faðir hans berji hann og geri hann að venjulegum strák, eins og segir í sögunni: "Samt veit hann að ef faðir hans dirfðist að slá hann, mundi hann ekki unna sér hvíldar fyrr en hann hefði náð fram hefndum." Þegar faðir hans missir fótanna undir lok bókar, ekki síst vegna þjóðfélagsaðstæðna, fellur fyrir bakkusi og verður sekur um að misfara með peninga, afneitar drengurinn honum, kallar hann þennan mann fullur af hatri: "Hvers vegna þurfum við að eiga eitthvað saman við þennan mann að sælda?"
Það yrði myrkara
Í eftirmála þýðingarinnar segir Rúnar Helgi að Barndóm mætti lesa sem skáldævisögu. Í raun mætti ganga svo langt að segja að bókin sé inngangur að þeim skáldverkum sem drengurinn sem sagan segir frá átti eftir að skrifa, bókin skýrir á vissan hátt myrkrið í þeim bókum, útilokunarkenndina, firringuna.
Drengurinn í Barndómi hefur reyndar orð á því að ef hann fengi að skrifa eitthvað annað en stíla um sumarfríið eða íþróttir og umferðaröryggi í skólanum þá yrði það myrkara, "og mundi dreifa sér stjórnlaust yfir síðuna, eins og blek sem hellist niður. Eins og blek sem hellist niður, eins og skuggar sem skjótast yfir lygnan vatnsflöt, eins og elding sem leiftrar um himininn". Þarna var að verða til höfundur sem var hættur að gnísta tönnum og reyna að þrauka.
Coetzee hefur gefið út aðra bók um ævisögu sína sem nefnist Youth (2002). Þar eru árin milli 19 og 24 til umfjöllunar þegar skáldskaparþörfin kviknar fyrir alvöru. Vonandi þýðir Rúnar Helgi líka þá bók.
Þriðjudaginn 22. nóvember, 2005 - Bókablað
BÆKUR - Skáldsaga
Svarthvítur heimurBarndómur eftir J.M. Coetzee. Íslensk þýðing: Rúnar Helgi Vignisson. 174 bls. Bjartur. Reykjavík, 2005
Skáldsögur nóbelsverðlaunahöfundarins J.M. Coetzee hafa jafnan verið myrkar og miskunnarlausar. Hvort tveggja má greina í sjálfsævisögu hans, Barndómi, sem þýdd er á íslensku af Rúnari Helga Vignissyni. Hér hefur þó myrkrið umbreyst í nær áþreifanleg átök tveggja andstæðra lita þar sem annar stendur fyrir valdbeitingu og kúgun. Veröld sögunnar er tvískipt og söguhetjan, staðgengill Coetzee, stendur klofvega á landamærum þess svarta og hins hvíta. Hörundslitur mótar lifaðan veruleika og gjáin þar á milli virðist óyfirstíganleg.
Bókin á sér stað í Suður-Afríku skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldar og lýsir uppvaxtarárum Coetzee í bænum Worchester, afskekktum og fátækum bæ inni í meginlandinu, langt frá Höfðaborg. Líkt og í flestum barndómssögum ganga fjölskyldumeðlimir í helstu aðalhlutverk og samband söguhetjunnar við foreldra sína er hér í forgrunni. Og reynist það flókið með eindæmum.
Faðirinn, dálítið eins og í freudísku skýringarmódeli, er ógnandi og óvelkominn í veröld barnsins sem hefur bundist móður sinni miklum tilfinningaböndum. Móðirin reynist reyndar ein minnisstæðasta persóna bókarinnar, mikilfengleg í fórnfýsi sinni en líka harmræn og illskýranleg. Faðirinn er á yfirborðinu hin fullkomna fyrirmynd; íþróttamaður, veiðimaður og ábyrgur samfélagsþegn. Að baki ímyndarinnar leynast þó ýmsar brotalamir, og útskýrir söguhetjan illvild sína í garð föðurins með því að lýsa því hvernig hann sér í gegnum leikaraskapinn. Sem gerir hnokkann ótrúlega skarpskyggnan miðað við tíu ára aldur.
Móðirin er kæfandi samhliða því sem hún er akkerið sem heldur stráknum í jafnvægi. Hún er í senn mikilvægasta persónan í lífi hans, ástin sem hann ber til hennar fer ekki milli mála en á sama tíma virðist sjálfsmynd- og mótun hans miðast við að skapa fjarlægð milli eigin sjálfsveru og væntinga hennar. En þroskaferli þetta er að sumu leyti viðfangsefni bókarinnar.
Og sem slíkt er það þyrnum stráð. Snemma í bókinni segir höfundur um söguhetjuna: "Ekkert sem hann reynir í Worcester, hvort sem það er heima eða í skólanum, fær hann til að hugsa að bernskan snúist um annað en að gnísta tönnum og þrauka." Nokkru síðar bætir hann við: "Það virtist alltaf eitthvað fara úrskeiðis." Hér er ekki of djúpt í árinni tekið. Sagan sem við hlustum á er samfelld saga ósigra, auðmýkingar og vonbrigða. Æskan er hreinsunareldur og prófraun, en skortir þó það skýra viðmið sem þessir tveir hlutir fela í sér. Hvorki himnaríki né diplóma virðist í nánd.
Hér komum við aftur að miskunnarleysi Coetzee. Hann hlífir engum, hvorki fjölskyldu sinni né sjálfum sér. Og þar vekur sérstaka athygli, í ljósi þess að almenn sátt virðist ríkja um að um ævisögu sé að ræða, að sagan er sögð í þriðju persónu og í nútíð. Þetta er gríðarlega merkingarþrungin og óvenjuleg ákvörðun þegar að forminu kemur. Áhrifin eru að sumu leyti að skapa fjarlægð, nokkuð sem ekki er algengt markmið þegar að ævisögum kemur. Mér sýnist þó tilætlun þessara stílbragða miðast frekar við að grafa undan mörkunum sem skilja milli ævisagna og skáldsagna. Með því að vísa til sjálfs sín í þriðju persónu (þegar Coetzee nafnið ber loks á góma kemur það manni hálfpartinn á óvart) er Coetzee að skáldgera sjálfið. Úr eigin minningum mótar hann söguhetju sem er hann sjálfur en er samt ólíkur. Áhrifin eiga þó ekkert skylt við firringu heldur frekar eitthvað í líkingu við þann samruna rithöfundar og frásagnarraddar sem Rilke lýsti einu sinni sem svo að öll skrif væru að einhverju leyti játningar. Þær umbreytingar sem felast í frásagnarvæðingu ævinnar eru gerðar áþreifanlegar, þær eru gerðar að viðfangsefni bókarinnar.
En þótt bókin sé að sumu leyti þroskasaga er ómögulegt að skilja vitundarferli söguhetjunnar frá þeim veruleika sem við blasir í Suður-Afríku. Samband "kynþátta" myndar í senn bakgrunn frásagnarinnar og þann leyndardóm sem söguhetjan, verandi ungur að árum, getur ekki fullkomlega skilið. Nýkominn af veiðum reynir "hann" að fá litaða vinnumenn á ættaróðalinu til að laga byssuna. Þeir færast undan og þora ekki að koma nálægt vopninu. Hann er undrandi og spyr foreldra sína hverju sé um að kenna. Svarið er að "þeir vita að þeir mega" ekki snerta skotvopn. Í smáatriðum sem þessum felst heill heimur af pólitík, sögu og kúgun. Annars staðar reynist menntun höfundar allt að því galli. Coetzee er bókmenntaprófessor og þekking hans á bókmenntasögunni skín stundum óþægilega í gegn. Þannig er atriði þar sem söguhetjan heldur upp á afmælið sitt inni á veitingastað með því að borða ís, en verður síðan fyrir truflun vegna þess að fátæk blökkubörn hanga við gluggann og horfa inn, hálfendaslepp endurtekning á ljóði eftir Baudelaire.
Þýðing Rúnars Helga virkar vel, og þetta er sagt án þess að samanburður hafi verið gerður milli þýðingar og upprunatexta. Frásagnarröddin er samkvæm sjálfri sér og sú lýsingarnákvæmni sem jafnan einkennir Coetzee skilar sér vel á íslensku. Titill bókarinnar truflaði mig þó að sumu leyti. Gegnumgangandi viðfangsefni bókarinnar er hversu ómótaðar kynferðislegar hvatir söguhetjunnar eru, þær eru flöktandi og líða milli ólíkra viðfanga og skiptir þar ekki öllu máli hvort viðfangið sé karlkyns eða kvenkyns. Kynbinding frásagnarraddarinnar er þó augljós í upprunalega titlinum, Boyhood, en tapast, og þar með tapast ákveðin gagnrýnin vídd, í kynlausri þýðingunni, Barndómur.
Björn Þór Vilhjálmsson
Bækur | Breytt 8.12.2007 kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)