Brúðarmyndin e. Maggie O’Farrell

Brudarmyndin_72-1„Fingur Lucrezíu grípa um brún matardisksins. Fullvissan um að hann vilji hana dauða er eins og vera við hlið hennar, líkt og dökkfiðraður ránfugl hafi lent á stólarminum.
Þetta er ástæðan fyrir skyndilegri för þeirra á þennan villta og afskekkta stað. Hann fór með hana hingað, í þetta steinvirki, til þess að myrða hana.“

Lucrezía fæðist inn í hina ríku og valdamiklu Medici-fjölskyldu í Flórens á Ítalíu. Hún á litla samleið með systkinum sínum og þykir bæði einræn og listhneigð. Þegar systir Lucrezíu deyr, skömmu fyrir brúðkaup sitt og hertogans af Ferrara, biður brúðguminn um hönd hennar og þrátt fyrir barnungan aldur samþykkir faðir hennar strax ráðahaginn.

Eftir brúðkaupið flytur Lucrezía í höll hertogans fjarri heimahögunum. Hún áttar sig brátt á því að eiginmaðurinn er ekki allur þar sem hann er séður, meira að segja systur hans hræðast hann. Hlutverk Lucrezíu er fyrst og fremst að ala honum erfingja til að tryggja völd ættarinnar. Þegar bið verður á því fer hún að óttast um líf sitt.

Maggie O'Farrell hefur vakið mikla athygli fyrir skáldsögur sínar sem hafa komið út í yfir 30 löndum. "Hugmyndinni að bókinni Brúðarmyndin fékk Maggie Farrell eftir að hún las ljóðið, My Last Duchess, eftir Robert Browning."

 

Eðli ofbeldis er samt við sig hver sem öldin er

Er hægt að gera sér í hugarlund angist ungra stúlku sem veit að eiginmaður hennar ætlar að drepa hana? Maggie Farrell tekst það ljómandi vel í Brúðarmyndin. Hún ferðast með lesandann aftur í tímann, til áranna 1550-1561, dregur upp myndir af andrúmslofti hirða tveggja ítalskra hertoga, Cosimo Medici og Alfonso Ferrara. Konur eru ekki annað en hlutir í hugum þessara manna, tól til að fæða þeim börn og tæki til að tryggja sér aukin völd gegnum mægðir.

Lucrezía er yngsta dóttir Cosimos og konu hans, Elenóru. Hún sker sig úr barnahópnum. Hefur frá upphafi verið ævintýragjarnari, forvitnari, fróðleiksfúsari, djarfari og listrænni en hin systkinin. Hún hefur aldrei leitt hugann að hlutverki sínu í lífinu fyrr en María systir hennar deyr og Lucrezíu er gert að fylla skarð hennar, heitbindast hertoganum af Ferrara. Hún er aðeins þrettán ára en með hjálp Sofiu fóstru sinnar tekst henni að seinka brúðkaupinu um ár og fjarvera Alfonsos í stríði seinkar því síðan um ár í viðbót. Lucrezía er því fimmtán ára þegar hún fer úr foreldrahúsum gift kona og gengur inn í nýja hirð þar sem andinn er allur annar en á æskuheimili hennar. ...
Lesa meira https://lifdununa.is/grein/edli-ofbeldis-er-samt-vid-sig-hver-sem-oldin-er/


Sálin vaknar e. Kate Chopin

SalinVaknarÞví er gjarnan haldið fram að The Awakening (Sálin vaknar) hafi markað tvenn þáttaskil fyrir bandarísku skáldkonunna Kate Chopin. Annars vegar hafi þeir neikvæðu dómar sem sagan fékk þegar hún kom út árið 1899 gert út um feril hennar sem rithöfundar, hins vegar er það þessu verki að þakka að hún féll ekki í varanlega gleymsku.

Þegar sagan birtist upphaflega var Kate Chopin vel þekkt sem smásagnahöfundur, einkum í Suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem flestar sögur hennar gerast. Margar sagnanna fjalla um samskipti enskumælandi og frönskumælandi íbúa New Orleans og nágrennis og lýsa breisku mannlífinu á mörkum þessara tveggja menningarheima. The Awakening var að þessu leyti óbeint framhald af fyrri skrifum skáldkonunnar en hún var einnig nýr áfangi í átökum hennar við eldfiman efnivið, stöðu og reynslu kvenna í hinu formfasta aldamótasamfélagi. Söguhetjan, Edna Pontellier, uppgötvar að tilvistin hefur upp á fleira að bjóða en hefðbundið hjónaband og barnauppeldi. Hún leitar útrásar fyrir tjáningaþörf sína og tilfinningar og hirðir lítt um þær margvíslegu skorður sem henni eru settar sem konu, eiginkonu og móður. Og það var af þessum sökum sem sagan fór fyrir brjóstið á mörgum lesendum. Þeir gátu ekki fellt sig við hina óstýrilátu frú Pontellier og þótti ófyrirgefanlegt að sögumaður verksins skyldi a.m.k. ekki fordæma hjúskaparbrot hennar og draumóra. „Þetta er ekki uppbyggilegt verk,“ varð einum gagnrýenda að orði, annar fullyrti að Edna „gerði sér enga grein fyrir því að skylda móður við börnin sín væri langtum mikilvægari en fullnæging fýsna sem reynslan hefði kennt henni að væri í eðli sínu hverful. ... 
Sjá meira https://uni.hi.is/jkh/thydingar/kate-chopin/

"Bókin kom fyrst út í Bandaríkunum 1899 og fékk blendnar viðtökur enda var efniðviður sögunnar eldfimur, staða og reynsla kvenna í hinu formfasta samfélagi nítjándu aldar. Nú telst Sálin Vaknar til sígildra verka bandarískra bókmennta."

"Söguhetjan, Edna, uppgötvar að tilvistin hefur upp á fleira að bjóða en hefðbundið hjónaband og barnauppeldi. Hún leitar útrásar fyrir tjáningarþöf og tilfinningar og hirðir lítt um þær skorður sem henni eru settar sem eiginkonu og móður."

 


Dyrnar e. Magda Szabó

dyrnar_kapa_minni-758x1024Dyrnar er einstök og áhrifamikil skáldsaga eftir einn merkasta höfund Ungverja á seinni hluta 20. aldar. Áleitin saga um um óvenjulegt samband tveggja kvenna. Bókin vakti gríðarlega athygli þegar hún kom fyrst út 1987, og útgáfur hennar á erlendum málum hafa einnig hlotið verðskuldað lof og verðlaun, m.a. Prix Femina Étranger í Frakklandi árið 2003. Einnig var hún kjörin ein af tíu bestu bókum ársins 2015 af dagblaðinu New York Times.

 

Guðrún Hannesdóttir hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin í ár fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Dyrnar eftir ungversku skáldkonuna Magda Szabó, Dimma gaf bókina út.

Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að Guðrún hafi þýtt bókina á einstaklega blæbrigðaríkt og kjarnyrt mál svo ætla mætti að sagan hefði verið skrifuð á íslensku. „Samt byggir þýðing Guðrúnar á enskri verðlaunaþýðingu og þótt ekki sé sjálfgefið að texti lifi af svo bugðóttan feril tekst henni að skila lesandanum ítrekuðum tilvitnunum í sögu og bókmenntir jafnframt því að fylgja eftir átökum og vináttu kvennanna tveggja þar sem fast er haldið utan um orðin og aftur af þeim, þar til allt springur,“ segir í umsögninni.

 

RÚV - bókmenntir  / RÚV - gagnrýni / RÚV - bókmenntir 


Ból e. Steinunn Sigurðardóttir

Bol_72_islenskbokmenntavBól er eldheit og grípandi átakasaga um ofurást og hjartasorg, styrk og uppgjöf, listilega stíluð og byggð svo úr verður magnað og margbrotið skáldverk.

 

Líneik Hjálmsdóttur – LínLín – er ekki fisjað saman. Hún hefur stigið ölduna í stórsjó lífsins og stendur enn keik þrátt fyrir sáran missi og þung áföll. En nú er komið að ögurstund. Náttúran fer hamförum rétt við sælureitinn hennar í sveitinni, hjartastaðinn sem foreldrarnir byggðu upp og ræktuðu. Einbeitt heldur hún til móts við ógnina sem engu eirir – og fortíðina um leið: minningarnar, ástina, leyndarmálin og sorgirnar stóru.

 

Steinunn Sigurðardóttir hefur skrifað fjölda óviðjafnanlegra verka sem hafa notið verðskuldaðra vinsælda. Skörp sýn hennar á mannlega náttúru, beitt skopskyn og leiftrandi stíll heilla lesendur og ný skáldsaga frá henni sætir ávallt tíðindum.

 

Nýjasta skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, Ból, er efnislega gjörólík öðrum skáldsögumhennar, svo fjölbreyttar sem þær eru. „Þetta er sú af mínum sögum sem er viðburðaríkust, bæði hið ytra og innra,“ segir Steinunn. „Fléttan er ófyrirsjáanleg, leyndarmálin líka. Og oftar en einu sinni tvöfaldar afhjúpanir. Bak við eitt leyndarmál leynist annað. Þannig að sagan verður spennandi aflestrar, að sumu leyti á meira hefðbundinn hátt en fyrri skáldsögurnar mínar.“ Vísir 2023  

 

Steinunn Sigurðardóttir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2023 fyrir skáldsöguna Ból. Er þetta í annað sinn sem hún hreppir verðlaunin en þau komu einnig í hennar hlut árið 2005 fyrir bókina Hjartastaður.

Í um­sögn dóm­nefnd­ar seg­ir m.a.: „Ferðalag söguhetjunnar rammar inn frásögnina sem um leið verður innri ferð hennar og uppgjör við lífið. Það er margt sem kraumar undir, líkt og í náttúrunni sem býr sig undir að gjósa, en ferðinni er heitið heim í unaðsreit fjölskyldunnar, Ból, sem er um það bil að verða náttúruöflunum að bráð.“

 

RÚV Kiljan 
Rauða borðið - Helgi-spjall: Steinunn Sigurðardóttir 

 


Kona e. Annie Ernaux

kona-717x1024Við andlát móður sinnar úr alzheimer-sjúkdómnum heldur Annie Ernaux í ferðalag aftur í tímann til að reyna að bregða upp sannferðugri mynd af konunni sem mótaði líf hennar. Hún veltir fyrir sér tengslum móður og dóttur, viðkvæmum og óhagganlegum í senn, ólíkum heimum sem aðskilja þær og hinum óumflýjanlega sannleika að öll sjáum við á bak þeim sem við unnum. Látlaus en áhrifaríku lofgjörð dóttur til móður þar sem jafnframt er brugðið upp eftirminnilegri mynd af dótturinni (103 bls.). Þórhildur Ólafsdóttir íslenskaði.

Nóbelsverðlaunaskáldið Annie Ernaux er ein mikilvægasta rödd samtímabókmennta í Frakklandi. Tvær bækur hafa komið út eftir hana á íslensku, Staðurinn og Ungi maðurinn.

RÚV - Bókmenntagagnrýni

Heimildin - Gagnrýni

RÚV - Bókmenntir

 

Annie Thérèse Blanche Ernaux is a French writer who was awarded the 2022 Nobel Prize in Literature "for the courage and clinical acuity with which she uncovers the roots, estrangements and collective restraints of personal memory".

 

 

 

 


Aprílsólarkuldi e. Elísabet Jökulsdóttir

Aprilsolarkuldi_72_IBV-1-676x1024Þegar Elísabet Jökulsdóttir býður lesendum með í innra ferðalag gildir miðinn alla leið. Sú tilfinning fylgir mér þegar ég les Aprílsólarkulda; ég fæ að lifa með í veruleika aðalpersónunnar Védísar, hvort sem þar ríkir sorg sem kann ekki að vera til, ástin innilega í öllum sínum fimleikum eða ein-semdin þegar orðin hætta að virka.

Aprílsólarkuldi lýsir föðurmissi Védísar, skóla-stúlku sem er einstæð móðir; ástinni sem kemur næstum jafn óvænt og ferlinu inn í sjúkdóm, öllu í einni augnablikseilífð. Reykjavík og hennar fólk fær á sig sérstakan blæ með lýsingum í ekta Elísabetarstíl sem hér er djúptær, litaður flæði og frelsi ljóðsins.

Hún kann að láta húsin lifna og anda líkt og landslag, líka bilið á milli þeirra. Hvergi skortir skarpskyggni né húmor í mannlýsingum, lituðum af tíðaranda í lok áttunda áratugarins: einn og annar Kristjaníufari kominn heim, hasspartí hvunndagsmatur og farið að draga úr hippalátum ’68-kynslóðarinnar; nú á að fóta sig í frelsinu.

Hvað gerist milli fólks þegar orðin bregðast? Glata merkingunni. Þegar tengslin við tungumálið bresta, hvað er þá til ráða? „… því heimurinn mun ekki standa nema vegna merkingar, annars mun hann sáldrast niður og manneskjan getur annars ekki lifað í heiminum,“ segir í sögunni.

 

Aprílsólarkuldi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020.

RÚV - viðtal

 

"Elísabet Kristín Jökulsdóttir er höfundur smárra bóka fremur en stórra skáldsagna með miklu magni af blaðsíðum og breiðum sögulegum lýsingum. Hún er fremur skáld augnabliksins en heilla æviskeiða því hún dvelur meira við það sem stendur okkur nær og býr innra með okkur, rennur í blóðinu, slær í hjartanu, finnst við snertingu og ertir hugann. Verk hennar fóðra hversdagslega skynjun okkar og upplifun og eru tilfinningalega snertanleg en ekki fjarlæg og óhöndlanleg. Hinar einstöku og smáu lýsingar hennar ná alltaf almennri og djúpri skírskotun í huga lesandans og þó hún dvelji við sitt eigið líf verður það henni að endalausri uppsprettu. ... meira"

 


Í landi annarra e. Leila Slimani

I_landi_annara_72pt-975x1536Myndarlegur liðsforingi frá Marokkó fangar hug frönsku stúlkunnar Mathilde og hún fylgir honum til heimalands hans.

Í landi annarra er hjartnæm og hrífandi skáldsaga sem dregur upp ljóslifandi mynd af marokkósku samfélagi á árum sjálfstæðisbaráttunnar. Þetta er fyrsta bókin í þríleik sem byggður er á ættarsögu höfundarins.

Örlög Mathilde ráðast í lok síðari heimsstyrjaldarinnar þegar frönsk herdeild nýlendubúa hefur viðdvöl í þorpinu hennar í Alsace. Myndarlegur liðsforingi frá Marokkó fangar hug hennar og hjarta og þegar stríðinu lýkur fylgir hún honum til heimalandsins. Með ástina og hugrekkið að vopni tekst hún á við framandi samfélag í hrjóstrugu landi þar sem ungu hjónin mæta erfiðleikum og fordómum – bæði af hendi innfæddra og frönsku nýlenduherranna.

Leïla Slimani ólst upp í Marokkó en býr í Frakklandi. Hún sló í gegn með Barnagælu, magnaðri glæpaskáldsögu sem hlaut hin virtu Goncourt-verðlaun, varð metsölubók og hefur komið út víða um heim, meðal annars hér á landi.

RÚV https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2021-05-21-litrik-og-lifandi-innsyn-i-framandi-heim

 


Sjáið okkur dansa e. Leila Slimani

Aisha er augasteinn foreldra sinna, marokkóska landeigandans Amins og Mathilde sem kemur frá Alsace í Frakklandi og hefur fylgt manni sínum til þessa framandi lands. Aisha stefnir á að verða læknir og ekkert truflar það, ekki einu sinni þegar hún verður ástfangin af ungum hagfræðingi sem lítur út og hugsar eins og Karl Marx. Aðrir í fjölskyldunni glíma við flóknari vandamál í lífi og ástum enda miklir umbrotatímar í Marokkó á sjöunda áratug 20. aldar. Vestrænir hippar flæða inn í landið og mikil ólga er í þjóðlífinu vegna misskiptingar, harðstjórnar og togstreitu milli gamalla og nýrra gilda.

Sjáið okkur dansa er annað bindið í þríleik Leïlu Slimani sem hún byggir á ættarsögu sinni en fyrsta bókin, Í landi annarra, kom út á íslensku árið 2021 og var afar vel tekið.

 


Snerting e. Ólaf Jóhann Ólafsson

bj_ojo5Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var söluhæsta bókin fyrir jólin 2020 og hlaut einróma lof, auk þess að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sagan er nú endurútgefin í tilefni af því að Baltasar Kormákur hefur gert kvikmynd eftir henni.

Kristófer hyggst loka veitingastað sínum í miðbæ Reykjavíkur vegna veirunnar, eftir áratuga farsælan rekstur. Sama dag berst honum óvænt vinarbeiðni á Facebook – og tíminn nemur staðar. Það er líkt og áratugirnir gufi upp og hann hverfi aftur um fimmtíu ár, standi við læstar dyr um morgun í London – þegar hann uppgötvaði að þau voru farin.

Hann leggur af stað í ferð yfir þveran hnöttinn. Og um leið heldur hann á vit minninga um ástir, fornar og nýjar, leynd og eftirsjá eftir því sem hefði getað orðið, hugsjónir og veruleika, en undir kraumar spurning sem hefur leitað á hann í hálfa öld: Hvers vegna fóru þau án þess að kveðja?

Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er áhrifamikil skáldsaga sem gerist í Reykjavík og Tókýó samtímans og London á sjöunda áratugnum. Hér sýnir hann allar sínar bestu hliðar í glæsilega skrifaðri sögu sem rígheldur lesanda allt til óvæntra endaloka.

„Í Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er dregin upp sannfærandi mynd af samfélaginu og aðstæðum fólks af ólíkum uppruna. Nútíð og fortíð er listilega fléttað saman þannig að úr verður skáldsaga sem skiptir máli.“ Úr umsögn dómnefndar um Íslensku bókmenntaverðlaunin „Heillandi skáldsaga sem er óskaplega fallega skrifuð. … Maður vill ekki hætta að lesa … örugglega ein af bestu bókum Ólafs Jóhanns – örugglega ein af bestu skáldsögum ársins.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni

 

Snerting

Var að ljúka við bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Snerting.

Afar vel skrifuð bók. Ég hugsaði, reyndar eins og fleiri að ég held: Hvenær kemur hann sér að efninu?

Biðin var þess virði því það gerði hann á einstakan hátt.

Framvindan hæg, fögur, næm .

Hann fæst við stór stef liðinnar aldar, örlög Japana í heimstyrjöldinni síðari, tengsl ólíkra menningarheima og siða, tilvist ungs manns og svo glímu hans á síðari hluta ævinnar.

Og svo kemur lokahnykkurinn, „the punch line“ – og einmitt á réttum stað.

Bókin endar á stórkostlegan hátt en án þess að hann vinni frekar úr því sem þar er afhjúpað.

Það gerir gæfumuninn því þá á lesandinn eftir sitt verkefni, að vinna úr niðurstöðunni.

Takk fyrir frábæra sögu!

Örn Bárður

 


All the names e. José Saramago

41tcaETCNqLAll the Names (Portuguese: Todos os nomes) was written in 1997. One of the main themes in All the Names, highlighted through Senhor José's journey in piecing together the life of the unknown woman and the effects she had on the people and things,

The main setting of the novel is the Central Registry of Births, Marriages and Deaths located in an ambiguous and unnamed city. This municipal archive holds the record cards for all of the residents of the city stretching back endlessly into the past.

The protagonist is named Senhor José; the only character in the novel to be given a proper name (all of the others are referred to simply by some unique and defining characteristic). Senhor José is around fifty years old and has worked as a low-level clerk in the Central Registry for more than two decades. Senhor José's residence, where he lives alone, adjoins the municipal building and contains the only side entrance into it. Lost in the tedium of a bureaucratic job, he starts to collect information about various famous people and decides, one evening, to use the side entrance to sneak in and steal their record cards.

On one nocturnal venture Senhor José grabs the record card of an "unknown woman" by mistake and quickly becomes obsessed with finding her. Senhor José uses his power as a registry clerk to gather information about the "unknown woman" from her past neighbors and, when it is suggested to look her up in a phone book, he ignores the advice, choosing instead to keep his distance.

The search for this woman begins to consume him and affects his work enough so to draw attention from the Registrar — head of the Central Registry— who, strangely, begins to regard Senhor José with sympathy. This special attention given to a clerk by the Registrar is unprecedented in the known history of the Central Registry and begins to worry his fellow employees. Senhor José further neglects his duties as a civil servant and risks his career to pursue this "unknown woman" he knows almost nothing about.

One of the main themes in All the Names, highlighted through Senhor José's journey in piecing together the life of the unknown woman and the effects she had on the people and things, as well as the registry's conclusion that the living and dead's files should be put together as one, is that in order to be properly looked at, the human condition must include the lives of the living and the dead, the remembered and the forgotten, and the known and unknown. Indeed, this is a recurring theme in Saramago's works.


José Saramago is one of the most important international writers of the last hundred years. Born in Portugal in 1922, he was in his sixties when he came to prominence as a writer with the publication of Baltasar and Blimunda. A huge body of work followed, translated into more than forty languages, and in 1998 he was awarded the Nobel Prize in Literature. Saramago died in June 2010.

In 1998 Saramago was awarded the Nobel Prize in Literature with the prize motivation: "who with parables sustained by imagination, compassion and irony continually enables us once again to apprehend an elusory reality."

 

Blinda - José Saramago


Blinda er undarlegur faraldur sem fer um allt eins og eldur í sinu

 

 

 


Týnd í Paradís e. Mikael Torfason

SOR9789935479266Týnd í Paradís er bók eftir Mikael Torfason en í henni segir hann sögu sína, foreldra sinna og forfeðra. Við sögu koma guð, djöfullinn og Vottar Jehóva. Ennfremur hippar, læknar, sjómenn, bændur, húsmæður, drykkjumenn, reykingafólk og börn. Þetta er ótruleg saga en dagsönn.

„Þetta er sláandi og hreinskilin frásögn sem nær til manns því að hún er í senn hversdagsleg og hádramatísk – þetta er jú saga um venjulega Íslendinga og íslenskt samfélag en um leið um þær sterku tilfinningar sem leynast undir þessu venjulega yfirborði. Það er ekki hver sem er sem getur opnað sig með þessum hætti og hleypt lesendum undir yfirborðið.“


Mikael skrifaði þrjár bækur sem fjölluðu um reynslu sína á Votta Jehóva en hann ólst upp í þeim söfnuði.Týnd í Paradís, Syndarfallið og Bréf til mömmu.


Fjölskylda Mikaels er engin hefðbundin vísitölufjölskylda og faðir hans var sannarlega enginn „bonus pater familias“. Sögu og örlögum hjónanna Torfa Geirmundssonar heitins og Huldu Fríðu Berndsen eru gerð góð skil í Týnd í Paradís en tveimur árum síðar kom út bókin Syndafallið, sem fjallar um föður hans og öll hans ævintýri. Nú er hins vegar komið að frú Huldu Fríðu Berndsen og ákvað Mikael að skrifa henni í bókinni Bréf til mömmu, sem er sorgleg, átakanleg og líka dálítið kómísk.

 

Fyrsta skáldsaga Mikaels kom út árið 1997 og hét hún Falskur fugl og þótt hrá lýsing á unglingum í Grafarvogi í Reykjavík. Bókin var kvikmynduð árið 2013 en sjálfur leikstýrði Mikael kvikmyndinni Gemsar eftir eigin handriti árið 2002. Mikael hefur í heild skrifað sex bækur og hlotið tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Bókmenntaverðlauna Íslands, Edduverðlauna og Grímuverðlauna auk fjölda tilnefninga á kvikmyndahátíðum erlendis, þar á meðal Besta mynd Norðurlanda í Gautaborg.

Bækur Mikaels hafa komið út í Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi og Litháen.

 

RÚV bókmenntir 

Týnd í Paradís - gagnrýni 

Móðir Mikaels Torfasonar biður Votta Jehóva um gögn 

Áhrifarík og afdráttarlaus fjölskyldusaga  

Mbl.is Enn þá reiður út í Votta Jehóva

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband