Kona e. Annie Ernaux

kona-717x1024Við andlát móður sinnar úr alzheimer-sjúkdómnum heldur Annie Ernaux í ferðalag aftur í tímann til að reyna að bregða upp sannferðugri mynd af konunni sem mótaði líf hennar. Hún veltir fyrir sér tengslum móður og dóttur, viðkvæmum og óhagganlegum í senn, ólíkum heimum sem aðskilja þær og hinum óumflýjanlega sannleika að öll sjáum við á bak þeim sem við unnum. Látlaus en áhrifaríku lofgjörð dóttur til móður þar sem jafnframt er brugðið upp eftirminnilegri mynd af dótturinni (103 bls.). Þórhildur Ólafsdóttir íslenskaði.

Nóbelsverðlaunaskáldið Annie Ernaux er ein mikilvægasta rödd samtímabókmennta í Frakklandi. Tvær bækur hafa komið út eftir hana á íslensku, Staðurinn og Ungi maðurinn.

RÚV - Bókmenntagagnrýni

Heimildin - Gagnrýni

RÚV - Bókmenntir

 

Annie Thérèse Blanche Ernaux is a French writer who was awarded the 2022 Nobel Prize in Literature "for the courage and clinical acuity with which she uncovers the roots, estrangements and collective restraints of personal memory".

 

 

 

 


Aprílsólarkuldi e. Elísabet Jökulsdóttir

Aprilsolarkuldi_72_IBV-1-676x1024Þegar Elísabet Jökulsdóttir býður lesendum með í innra ferðalag gildir miðinn alla leið. Sú tilfinning fylgir mér þegar ég les Aprílsólarkulda; ég fæ að lifa með í veruleika aðalpersónunnar Védísar, hvort sem þar ríkir sorg sem kann ekki að vera til, ástin innilega í öllum sínum fimleikum eða ein-semdin þegar orðin hætta að virka.

Aprílsólarkuldi lýsir föðurmissi Védísar, skóla-stúlku sem er einstæð móðir; ástinni sem kemur næstum jafn óvænt og ferlinu inn í sjúkdóm, öllu í einni augnablikseilífð. Reykjavík og hennar fólk fær á sig sérstakan blæ með lýsingum í ekta Elísabetarstíl sem hér er djúptær, litaður flæði og frelsi ljóðsins.

Hún kann að láta húsin lifna og anda líkt og landslag, líka bilið á milli þeirra. Hvergi skortir skarpskyggni né húmor í mannlýsingum, lituðum af tíðaranda í lok áttunda áratugarins: einn og annar Kristjaníufari kominn heim, hasspartí hvunndagsmatur og farið að draga úr hippalátum ’68-kynslóðarinnar; nú á að fóta sig í frelsinu.

Hvað gerist milli fólks þegar orðin bregðast? Glata merkingunni. Þegar tengslin við tungumálið bresta, hvað er þá til ráða? „… því heimurinn mun ekki standa nema vegna merkingar, annars mun hann sáldrast niður og manneskjan getur annars ekki lifað í heiminum,“ segir í sögunni.

 

Aprílsólarkuldi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020.

RÚV - viðtal

 

"Elísabet Kristín Jökulsdóttir er höfundur smárra bóka fremur en stórra skáldsagna með miklu magni af blaðsíðum og breiðum sögulegum lýsingum. Hún er fremur skáld augnabliksins en heilla æviskeiða því hún dvelur meira við það sem stendur okkur nær og býr innra með okkur, rennur í blóðinu, slær í hjartanu, finnst við snertingu og ertir hugann. Verk hennar fóðra hversdagslega skynjun okkar og upplifun og eru tilfinningalega snertanleg en ekki fjarlæg og óhöndlanleg. Hinar einstöku og smáu lýsingar hennar ná alltaf almennri og djúpri skírskotun í huga lesandans og þó hún dvelji við sitt eigið líf verður það henni að endalausri uppsprettu. ... meira"

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband