Persuasion e. Jane Austen

persuasion.jpgVið ætlum að halda áfram að lesa Jane Austen, næsta bók er Persuasion sem er síðasta bók Austen, hún lauk við hana í ágúst 1816 og dó ári síðar 41 árs gömul.

Persuasion er skemmtileg að því leyti að hún gerist í Bath, a.m.k. að hluta til, en þangað er eimmitt ferð okkar heitið í september á Jane Austen Festival (17.-25.sept) sem nú er orðinn árlegur viðburður í Bath. Austen bjó sjálf í Bath frá árunum 1801-1805 og var því vel kunnug bænum.

Í Persuasion heitir aðalsöguhetjan Anne Elliot, karlhetjan er Frederick Wentworth officer í sjóhernum, myndarlegur, gáfaður og metnaðargjarn, en því miður fátækur og fellur þ.a.l. ekki í kramið hjá fjölskyldu Anne sem telur hana á (persuasion) að slíta trúlofuninni.Þegar sagan hefst eru 7 ár liðin frá þessum atburðum, Anne er orðin 27 ára og enn ógift (og hefur auðvitað „lost her bloom“)!! Wentworth kemur aftur inn í líf hennar þegar fjölskylda hans tekur á leigu hús í nágrenninu, hann er þá orðinn kapteinn og efnaður maður en hefur síður en svo fyrirgefið Anne hryggbrotið. Og nú er bara að hefja lesturinn og sjá hvernig Anne gengur.

Sagan er styttri og ekki eins“fínpússuð“ og Mansfield Park, enda var Austen orðin veik þegar hún skrifaði bókina. En hún er af mörgum talin frumlegri heldur en aðrar sögur hennar, bæði er söguhetjan eldri og karlhetjan er aldrei þessu vant maður sem kemst til metorða upp á eigin spýtur, eða nýríkur, en í Englandi snerist allt um „old money“ á þessum tíma. Ekki er ólíklegt að Austen hafi haft bræður sína í huga þegar hún skrifaði um Wentworth, en þeir voru báðir í sjóhernum og komust þar til nokkurra metorða.

Persuasion kom út sem kvikmynd árið 2007, tekin í Bath. Eldri mynd er til, frá árinu 1995 einnig gerði BBC mini-seríur bæði 1971 og 1960.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband