Emma e. Jane Austen

51haHNgQ2cL._SL160_AA115_Hin 21 árs gamla Emma Woodhouse er falleg, gáfuð og rík dekurrófa.  Hún ætlar aldrei að giftast en leggur sig hinsvegar fram um að finna vinum sínum viðeigandi maka.  Harriet Smith vinkona hennar er hrifin af bóndanum Robert Martin, en Emmu finnst hún geta gert miklu betur og telur hana á það óráð að hafna bónorði hans og snúa sér að klerkinum Mr.  Elton.  Mr. Knightley mágur Emmu er sá eini sem þorir að segja henni til syndanna fyrir afskiptasemina  og hann reynist betri mannþekkjari en Emma, því  fljótlega kemur í ljós að Mr. Elton telur sjálfan sig allt of merkilegan fyrir Harriet.

Eins og í öðrum bókum Austen koma fjölmargar skemmtilegar persónur við sögu,  t.d. hinn ofuráhyggjufulli og heilsutæpi faðir hennar Mr. Woodhouse og  Mr. Frank Churchill, ungur, myndarlegur maður sem daðrar við Emmu en reynist síðan ekki allur þar sem hann er séður, hann minnir óneitanlega á Mr. Wickham í Pride and Prejudice og Willoughby í Sense and Sensebility.  Emma er hinsvegar ólík öðrum kvenhetjum Austen að því leyti að hún er rík og þarf því ekki að hugsa um framtíð sína og giftast til fjár, en eins og venjulega sigrar ástin að lokum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband