16.5.2010 | 13:54
Góði elskhuginn e. Steinunni Sigurðardóttur

Góði elskhuginn er heillandi saga um ást og aðskilnað, einsemd og eftirsjá, hamingju og vonbrigði og amerískan geðlækni sem skrifar raunveruleikaskáldsögu með fræðilegu ívafi.
Steinunn Sigurðardóttir hefur um langt árabil verið í hópi virtustu og vinsælustu rithöfunda þjóðarinnar, bæði heima og erlendis. Ísmeygileg gamansemi, fágaður stíll og einstök innsýn í heim ástarinnar eru einkenni þessarar glæsilegu skáldsögu sem kallast um margt á við ástsælar bækur Steinunnar, Tímaþjófinn og Ástin fiskanna.
Tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.