Á eigin vegum e. Kristín Steinsdóttir

Á eigin vegum

 

Á eigin vegum (2006) er önnur skáldsaga Kristínar Steinsdóttur fyrir fullorðna. Sú fyrsta, Sólin sest að morgni (2004) hlaut mikið lof bókmenntaunnenda.

Sigþrúður er komin á efri ár, orðin ekkja og vinnur fyrir sér með blaðburði. Hún ræktar garðinn sinn og pottablómin, stundar kaffihús og bókasöfn, sinnir köttunum og sækir jarðarfarir. Hún er ein en ekki einmana; allt frá barnæsku hefur lífið kennt henni að treysta ekki á aðra en sjálfa sig, að gera sér engar vonir. Fólkið hennar allt er horfið á braut og hún fylgir því í huganum en situr sjálf um um kyrrt, hugar að sínu. Djúpt í sálinni hvíla þó draumar um annað líf, annað land – draumar sem hún hefur fengið í arf frá konum sem lifðu og dóu við lítil efni í fásinninu. Geta slíkir draumar ræst?

Á eigin vegum vakti mikla athygli og aðdáun og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hlaut Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband