1.4.2011 | 10:21
Glæstar vonir (Great Expectations) e. Charles Dickens
Great Expectations
Glæstar vonir (Great Expectations) er skáldsaga eftir Charles Dickensskrifuð á árunum 1860 til 1861. Hún fjallar um munaðarleysingjan Pip. Hann lendir í því að strokufanginn Magwitch, sem hann hræðist, fær hann til að útvega sér mat og tól til að losa sig úr fótajárnum. Þetta atvik á síðar eftir að hafa áhrif á líf Pip, sem síðar fær óvænta fúlgu fjár frá óþekktum velunnara sem verður til þess að hann fer til London með glæstar vonir um betra líf, en lendir í erfileikum og ólukkan eltir hann.
Charles Dickens
Charles Dickens er eitt af þekktustu skáldum Bretlands. Hann var uppi á raunsæistímabilinu, þ.e. tímabil í tónlist, listum og bókmenntum sem einkenndist af því sem gæti gerst í raunveruleikanum og gerðist oft.
Dickens var fæddur í Englandi 7. febrúar árið 1812. Hann var sonur hjónanna John og Elizabeth Dickens. John þessi var sendur í fangelsi út af skuldum. Fjölskyldan var mjög fátæk, sérstaklega eftir að pabbinn fór í fangelsið, og Charles fór að vinna í blekverksmiðju, nánar tiltekið Warren's Blacking Factory. Þegar pabbinn var laus úr fangelsinu vildi mamman að Charles myndi ennþá vinna í blekverksmiðjunni en pabbinn bjargaði honum frá þessum örlögum svo Charles fór í skóla. Vinnan í blekverksmiðjunni hafði mikil áhrif á hann allt sitt líf og talaði ekki við neinn um þau ár nema við sína nánusu vini. Hann notaði þessa lífsreynslu sína í mörgum af bókum sínum. Hann dó 9, júní árið 1870.
Þær bækur sem Charles Dickens hefur skrifað og flestir kannast við eru Oliver Twist (1837-39), David Copperfield (1849-50) og Great Expectations (Glæstar vonir - 1860-61). Fleiri bækur eftir hann eru Hard times (1854), Bleakhouse (1851-53), Little Dorrit (1855-57) og A Tale of Two Cities (1859). Síðasta verk hans var The Mystery of Edwin Drood. Honum tókst ekki að klára þá bók áður en hann lést.

Flestar bækur Dickens snerust um það sama: Börn í vinnuþrælkun. Hann var ekki að skrifa um eitthvað sem aðrir höfðu sagt honum heldur skrifaði hann frá sinni eigin lífsreynslu. Með sögum sínum vildi hann benda á, að barnaþrælkun tíðkaðist enn í Englandi (þetta er um miðja 19. öld) og að aðbúnaður og lífsgæði þessara barna væru í lágmarki. Með bókmenntaverkum sínum kom hann til skila boðum til bresku ríkisstjórnarinnar um að þetta væri ekki mannúðlegt, og að þessu þyrfti að breyta. Hann hafði áhrif! Rétt eftir aldamótin 1900 voru sett lög í Bretlandi um að börn undir 12 (eða 15 ára) mættu ekki vinna þrælavinnu. Svo, með þeim bókum sem hann skrifaði hafði hann áhrif á heilt samfélag. (http://www.hugi.is/baekur/articles.php?page=view&contentId=1836072)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.