30.5.2011 | 22:41
Hreinsun e. Sofi Oksanen
Hreinsun, eftir SofiOksanen, spannar um sextíu ára tímabil í eistneskri sögu og segir frá örlögumþriggja kvenna undir oki sovétkommúnismans og á fyrstu árunum eftir hrun hans.Sagan hoppar fram og til baka í tíma og segir annars vegar frá lífi systrannaAliide og Ingel á árunum um og eftir stríð og hins vegar frá dótturdótturIngel, Zöru, eftir fall kommúnismans.
Aliide og Ingel þurfa að beita öllum hugsanlegum brögðum til að lifa af undirþrúgandi oki kommúnismans. Eiginmaður Ingelar, Hans, er eftirlýstur maður ogmeðlimur í andspyrnuhreyfingu eistneskra þjóðernissinna og þurfa þær að hafasig allar við til að koma í veg fyrir að öryggislögreglan hafi hendur í hárihans. Spenna er einnig á milli systranna tveggja, því Aliide er einnigástfangin af Hans.
Zara er ein þeirra ótal mörgu lánlausu ungu kvenna sem fóru til Vestur-Evrópueftir hrun til að leita gæfunnar, en festust í vef mansals og vændis, semspunninn var af samviskulausum þorpurum og fyrrverandi KGB-mönnum.
Í bókinni eru hryllilegir kaflar, t.d. þar sem yfirheyrslum sovéskuöryggislögreglunnar er lýst. Oksanen fellur hins vegar aldrei í þá gildru aðvelta sér upp úr slíkum atburðum með of myndrænum hætti, heldur læturlesandanum það eftir að fylla í eyðurnar. Með þessum hætti verður sagan aldreisoraleg, en hryllingurinn magnast hins vegar með lesandanum.
Bókin er ekki sagnfræðileg heimild, eins og Oksanen hefur með eftirminnilegumhætti sagt í íslenskum fjölmiðlum. Í skáldverkum er hins vegar að finnaöðruvísi sannleik um mannlegt eðli. Oksanen lýsir því á sannfærandi hátt hveskelfilegar aðstæður geta herpt og afskræmt sálina. Á það jafnt við um þá semlifa við kúgun kommúnismans og þá sem eru ofurseldir kynlífsþrældómi, en húnfjallar einnig um það hvað ástsjúkt fólk getur gert hræðilega hluti, jafnvelvið sína nánustu.
Hreinsun er flókin bók og það er erfitt að gera henni skil í stuttu máli. Húner stórkostlegt skáldverk og vel að öllum þeim heiðri og verðlaunum komin, semOksanen hefur fengið fyrir hana. Sagan er í hópi þeirra skáldverka sem auðga ogbæta þann sem les. Þýðingin er gríðarlega vel unnin og er útgáfunni ogþýðandanum til sóma. Erfitt er að ímynda sér að betra skáldverk en Hreinsunkomi út á íslensku á þessari bókavertíð.
Bjarni Ólafsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.