25.3.2012 | 14:57
Kaupalkinn í New York e. Sophie Kinsella (febrúar)

Lífið leikur við Rebeccu Bloomwood. Hún starfar sem fjármálaráðgjafi í virtum sjónvarpsþætti og á fullkominn kærsta. Nýja mottóið hennar er að kaupa aðeins það sem hún þarf nauðsynlega á að halda - og það er sko (næstum) ekkert mál!
Ekki versnar það þegar henni býðst að fara til New York, þar sem sjónvarpsstöðvarnar keppast um að funda með henni og hún kemst í kynni við alveg stórkostleg fyrirbæri - sýnishornaútsölu.
"SKVÍSUBÓK: Ný bók er komin út sem heitir Kaupalkinn í New York og er sjálfstætt framhald af Kaupalkanum síkáta. Bókin er fyrir alla sem elska New York-borg, búðir og Sex and the City-stemninguna". Eða ekki!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.