New York! New York! e. Stefán Jón Hafstein

KristinnJonNew York! New York! eđa Ameríkuannáll Kristins Jóns Guđmundssonar frá 1986 til ţessa dags, eftir Stefán Jón Hafstein. Sönn saga.

Ungur Íslendingur, Kristinn Jón Guđmundsson, afrćđur ađ afloknu stúdentsprófi og fárra ára stefnulausu harki í Reykjavík ađ svala ćvintýra- og útţrá sinni og halda utan. Farmiđi var keyptur og stefnan sett á Ameríku, land tćkifćranna og hins stóra draums. Ţađ var haustiđ 1986 sem Kristinn Jón lenti í New York og ţar hefur hann dvaliđ síđan, í stefnulausri harki, fram á ţennan dag. Ţađ er ţessi dvöl Kristins Jóns í stórborginni og ţađ sem ţar hefur á daga hans drifiđ sem er umgjörđ ţessarar bókar, sem fćrt hefur í letur (ađ mestu) Stefán Jón Hafstein.

Bygging bókarinnar er skemmtileg og all óvenjuleg. Kristinn Jón hefur sent Stefáni Jóni annál sem hann hefur sjálfur ritađ um líf sitt í New York og texti ţessa annáls liggur síđan sem leiđarhnođi í gegnum bókina. Stefán Jón bútar hann niđur og skýtur skáletruđum inn í eigin texta međ jöfnu millibili. Annállinn, hinn upprunalegi texti, er síđan uppspretta og viđmiđ ţess texta sem Stefán Jón skrifar sjálfur. Ţannig rćđast ţessir tveir textar viđ og takast á í gegnum alla bókina. En New York! New York! er meira en saga Kristins Jóns, í hans eigin túlkun og túlkun Stefáns Jóns. Hún er líka ferđasaga Stefáns Jóns, stórborgar- og mannlífslýsing. Víđa tekst Stefáni Jóni prýđilega upp í ferđasögu sinni. Sérstaklega vil ég nefna ađ bókin geymir margar ógleymanlegar persónulýsingar, Stefáni Jóni tekst oft ađ lýsa fólki á áhrifamikinn og sterkan hátt međ fáum orđum. En viđamesta persónulýsingin er vitanlega lýsing ađalpersónunnar, hetjunnar, eđa öllu heldur and-hetjunnar Kristins Jóns Guđmundssonar. Ţađ er í persónu hans sem allir ađrir ţrćđir frásagnarinnar mćtast og ţađ er í persónu hans sem ráđgáta bókarinnar býr. Meira...

2001 - Svo komu allar ţessar sírenur.

1993 - Móttćkilegur fyrir ćvintýrum

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband