Alveg dýrlegt land e. Franck McCourt

FrankMcCourtAlveg dýrlegt land er sjálfstætt framhald metsölu bókarinnar Angelas ashes, en fyrir hana fékk höfundurinn Pulitzer verðlaunin og var hún metsölubók um allan heim. Seinni bókin var gefin út árið 2002 í þýðingu Árna Óskarssonar og er til á öllum bókasöfnum.

Alveg dýrlegt land hefst þar sem Aska Angelu endar, en það er ein frægasta minningasaga síðustu ára og metsölubók um allan heim. Fyrir hana hlaut Frank McCourt virtustu bókmenntaverðlaun Bandaríkjanna, Pulitzer-verðlaunin. Alveg dýrlegt land er sjálfstætt framhald þeirrar bókar, full af heitum tilfinningum og ólgandi sagnagleði.

Frank McCourt fæddist árið 1931 í Brooklyn New York, sonur írskra innflytjenda. Hann ólst upp í Limerick á Írlandi og sneri aftur til Bandaríkjanna átján ára gamall, 1949. Í þrjátíu ár stundaði hann kennslu við ýmsa mennta- og fjölbrautaskóla í New York, en hann lést árið 2009 af húðkrabbameini.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband