2.11.2012 | 21:30
Góðir grannar e. Ryan David Jahn

Bókin er tillölulega nýkomin út á íslensku og á að vera til á bókasöfnum. Þessi bók gerist í Queens NY og er byggð á atburði sem raunverulega gerðist. Þetta á að vera vönduð glæpasaga og drama og þykir mjög góð og hefur fengið verðlaun og ég veit ekki hvað og hvað.Er ekki bara kominn tími á að lesa glæpasögu svona í sumarbyrjun.
Klukkan fjögur aðfaranótt 13. mars árið 1964 er ráðist á Katrinu Marino fyrir utan fjölbýlishúsið þar sem hún býr. Hún er að koma heim af næturvakt. Fjölmargir nágrannar verða vitni að miskunnarlausri árásinni. En enginn kemur til hjálpar.
Sagan er byggð á sönnum atburðum, en árið 1964 var Kitty Genovese myrt í Queens í Bandaríkjunum: Þrjátíu og átta manns voru vitni að árásinni en enginn aðhafðist neitt. Síðar hafa sálfræðingar rannsakað þetta fyrirbrigði og gefið því heitið hlutlaus áhorfandi. GÓÐIR GRANNAR er saga fórnarlambs, árásarmanns og vitna, sem ekkert aðhafast.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.