2.11.2012 | 21:44
Óvinir, ástarsaga e. Isaac Bashevis Singer

Isaac Bashevis Singer (1902-1991) er amerískur rithöfundur, fæddur og uppalinn í gyðingafjölskyldu í Póllandi en fluttist til New York 1935. Hann skrifaði öll sín verk á Jiddísku fyrir dagblöð og þýddi þau síðan yfir á ensku. Eftir hann liggja 18 skáldsögur, 14 barnabækur, smásögur, endurminningabækur ofl. Hann þýddi líka, s.s. Knut Hamsun sem hann dáðist mjög að. Nóbelinn vann hann 1978.
Þekktasta verk hans er Óvinir, ástarsaga og hana ætla ég að velja sem sumarlesningu. Aðrar bækur eftir Singer eru t.d.
- Yentl , feminísk skáldsaga kvikmynduð síðar með Barbra Streisand í aðalhlutverki,
- Töframaðurinn frá Lúblín,
- Ást og útlegð
- Vegabréf til Palestínu
- Sögumaðurinn Naftalí og hesturinn hans (barnabók þýdd af Gyrði Elíassyni)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.