9.4.2013 | 17:37
Brotin egg e. Jim Powell

Sérstaklega skemmtileg skáldsaga um sannfærðan vinstrimann (en alls ekki kommúnista!) og dimmustu daga 20. aldarinnar.
Byltingarsinninn Felix Zhukovski býr í Frakklandi og hefur helgað líf sitt kommúnismanum og ritun ferðahandbóka um Austantjaldslöndin. Áratugum saman hafa sáralitlar breytingar orðið á lífi hans. En þá hrynur múrinn og af stað fer atburðarás sem á eftir að kollvarpa lífi hans. Hann hefur leit að bróður sínum og móður sem hann hefur ekki séð síðan í Póllandi fyrir stríð. Og fyrr en varir verður hann að endurmeta sögu sjálfs sín og 20. aldarinnar. Hjartnæm saga um leit manns að sjálfum sér, fjölskyldu, ást og sannleika.
Jóhann Hlíðar Harðarson: Samtímis því að vera tilfinningaþrungin frásögn af örlögum manns, þá er þetta líka gagrýnið uppgjör við alla þessa -isma sem við manneskjunnar höfum hrifist af á víxl á síðustu 100 árum. Allt saman meingallaðir. Þetta þótti mér alveg frábær saga, 5 stjörnu bók. Og þær eru ekki á hverju strái.
Bergþóra Gísladóttir: Spæld eftir að hafa lesið Brotin Egg. ...allt þetta og átök Feliks við að gera upp líf sitt ætti að vera góður efniviður í spennandi og góða bók en í þessu tilviki nægir það ekki. Meginefni bókarinnar er um hugmyndir og hugsjónir en höfundi tekst einhvern veginn ekki að gera efninu skil þannig að lesandinn hrífist með. Öll umfjöllunin er flöt, grunn og fyrirsjáanleg. Fjölskyldusagan ætti líka að geta verið spennandi og hjartnæm en persónurnar lifna aldrei við. Þær eru eins og dúkkulísur eða skuggamyndir.
Background to The Breaking of Eggs
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.