25.5.2013 | 22:06
Hinn mikli Gatsby e. F. Scotts Fitzgerald

Hinn mikli Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald er talin vera eitt af meistaraverkum heimsbókmenntanna og er áhrifamikil lýsing á miklum velmegunartíma fyrir Kreppuna miklu, djassáratugnum - glysi og glaumi, tálsýnum og dvínandi siđferđisţrótti.
Gatsby hinn mikli er á leslistum í skólum í Bandaríkjunum og víđar og hefur komist á lista yfir hundrađ bestu skáldsögur heims. Sagt hefur veriđ ađ bókin sé vinsćlasta nútímaskáldsagan í bandarískum bókmenntum. Ţađ er ekkert einkennilegt viđ almennar vinsćldir ţessarar skáldsögu. Hún er ástarsaga Jays Gatsbys sem á dularfulla fortíđ og hefur ţađ eina markmiđ ađ heilla aftur til sín Daisy, ćskuást sína, í krafti gríđarlegs auđs síns.
Ungur mađur, Nick Carraway, segir söguna um kynni sín af Gatsby, sögu um ástir, svik og siđferđilega hnignun á uppgangstímum í Bandaríkjunum ţegar djassinn dunar. Nick hrífst af heimi Gatsbys um leiđ og hann skynjar hversu innantóm veröld hans er. Bókin um Gatsby, manninn sem reynir ađ endurlífga fortíđina, er gríđarlega vel skrifuđ í fallegum, fáguđum og angurvćrum stíl. Yfirborđiđ í sögu Fitzgeralds er heillandi, eins og ríkidćmi er í huga flestra. En bak viđ glćsilegt yfirborđ leynist ýmislegt miđur fallegt. Og ţegar Fitzgerald flettir ofan af persónum sínum verđa ţćr vissulega fyrirlitlegar en jafnframt aumkunarverđar í sjálfselsku sinni og skeytingarleysi gagnvart öđrum.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.