7.11.2013 | 19:54
Saga Þernunnar e. Margaret Atwood

Næsta bók er Saga Þernunnar (Handmaid´s tale) eftir Margaret Atwood, kanadískan rithöfund og ljóðskáld, f.1939.
Saga Þernunnar, fjallar um Offred sem er þerna í lýðveldinu Gilead, þar sem réttur kvenna hefur verið fótum troðinn og þeim m.a. bannað að lesa. Ófrjósemi er orðið vandamál og hlutverk Offred er að eignast barn fyrir vinnuveitendur sína, yfirstéttarhjón sem ekki geta sjálf eignast barn.
"Saga þessi gerist í náinni framtíð í samfélagi sem nefnist Gíleað. Það hefur risið þar sem áður voru Bandaríkin. Gíleað er einræðisríki. Því er stjórnað af bókstafstrúar kristnum karlmönnum. Í þessu nýja samfélagi eru konur flokkaðar eftir því til hvers þær þykja nýtar.
þernur, eins og sú sem segir sögu sína, eru í rauðum klæðum sem hylja líkamann og bera hvít höfuðföt með vængjum sem skýla andliti þeirra og takmarka sjónarsviðið. Mánaðarlega eru þær leiddar undir liðstjóra í von um að þær ali þeim og frúm þeirra börn."
Þetta er skáldsaga sem flokkast sem dystópía en dystópía er sýn á framtíðarsamfélag sem hefur þróast í neikvæða mynd af útópíu. Dystópían segir frá samfélagi sem stjórnað er af alræðisvaldi, þar sem ríkir kúgandi félagslegt stjórnkerfi og tjáningarfrelsið er ekkert. http://tru.is/postilla/2010/04/saga-thernunnar/
Bókin kom út árið 1985 og var tilnefnd til Booker verðlauna árið eftir.
Atwood hlaut síðan Bookerinn árið 2000 fyrir skáldsöguna The Blind Assasin.
Reader's Companion to The Handmaid's Tale:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.