Fiskarnir hafa enga fætur e. Jón Kalman Stefánsson

fiskar_jonHér er sögð saga ættar allt frá byrjun tuttugustu aldar og fram til okkar daga. Sagan teygir sig frá Norðfirði til Keflavíkur, hún nær yfir allt landið, yfir fjöllin sem eru fornar rósir færðar guðum og hraunið sem lítur stundum út eins og blótsyrði djöfulsins. 

Þetta er saga fólks sem elskar og þjáist, sem leitar og flýr, saga um sársauka og söknuð, ofbeldi og kvótalaust haf. Saga um Kanaskip, Bítlana og Pink Floyd, um bjarta og dimma daga á Norðfirði þar sem kona breytist í lifandi múmíu.
 
„Við þráum lausn, þráum heiðríkju en höfum ekki tíma, ekki eirð, ekki úthald til að leita eftir henni og gleypum þakklát við skyndilausnum, skyndimat, skyndikynlífi, því sem lofar skjótri lausn, við lifum á tímum skyndileikans,“ segir Jón Kalman Stefánsson rithöfundur í nýjustu bók sinni, Fiskarnir hafa engar fætur.
 
   
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband