Valeyrarvalsinn e. Guðmundur Andri Thorsson

valeyrarvalsinn
Valeyrarvalsinn er hrífandi og margradda skáldverk þar sem sextán sögur fléttast saman, kallast á, botna hver aðra og skarast margvíslega enda gerast þær allar á sömu tveimur mínútunum í litlu þorpi. Þetta eru sögur um mannfólkið og það sem kemur fyrir það, sögur um ástir og afglöp og fjölskyldutengsl og öll leyndarmálin, alkunn og djúpt grafin. Persónur, atvik og kenndir kvikna til lífs og tónlistin umvefur allt í ómótstæðilegum texta Guðmundar Andra Thorssonar sem hefur aldrei skrifað betur.

Bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2013.
 
Ef nota ætti aðeins eitt orð til að lýsa Valeyrarvalsi Guðmundar Andra Thorssonar, þá væri það orðið tregafullt. Þetta er falleg bók út í gegn, lágstemmd, ljúfsár og full af trega. Og einmitt út af tregatilfinningunni sem vaknar og brýst um djúpt í maganum á manni við lestur þessarar bókar, þá ætti að gefa sér tíma til að lesa hana. Helst í einum eða tveimur skömmtum, einn á afviknum stað, svo hægt sé að næra tilfinninguna og njóta hennar.  meira 
 
„Undurfalleg saga, sem ilmar af sól og seltu og mannlegri þrá.“ 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband