27.5.2014 | 22:56
Sem ég lá fyrir dauðanum e. William Faulkner

Sem ég lá fyrir dauðanum eftir bandaríska rithöfundinn William Faulkner í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar, sem einnig ritar eftirmála. Faulkner hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1949.
Addie Bundren liggur fyrir dauðanum í herbergi sínu. Fyrir utan gluggann hamast elsti sonur hennar við að smíða kistu handa henni. Til að hefna sín á manni sínum hefur Addie tekið loforð af honum um að fara með sig til Jefferson, um 40 mílna leið, og jarða sig í fjölskyldugrafreitnum þegar hún gefur upp öndina.
Sem ég lá fyrir dauðanum er saga af örlagaríku ferðalagi fjölskyldunnar um sveitir Mississippi með lík ættmóðurinnar. Fjölskyldumeðlimir og aðrir sem þau mæta á leiðinni skiptast á um að segja söguna. Úr verður skáldsaga sem er afar óvenjuleg að gerð og er í senn harmræn og spaugileg. Hún hefur löngum verið talin með merkustu skáldverkum 20. aldar.
William Faulkner (18971962) þykir einn sérstæðasti og magnaðasti höfundur sinnar tíðar. Hann bjó lengstum í smábænum Oxford í Mississippi og lét eitt sinn svo um mælt að honum mundi ekki endast ævin til að gera þeim skika heimsins skil í verkum sínum.
Rúnar Helgi er tilnefndur til íslensku þýðingaverðlaunanna. Í umsögn dómnefndar segir: ,,Í bókinni beitir Faulkner tilraunakenndum stílbrögðum þar sem fimmtán sjónarhorn birtast í fimmtíu og níu brotum en með því nær Faulkner að bregða ljósi á hjörtu og hugsanir þeirra sem segja frá. Rúnar Helgi Vignisson nær að snúa þessum knappa og tálgaða en þó flæðandi og síkvika stíl á tilgerðarlausa og auðuga íslensku. meira....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.