Bara stelpa og Þeir sendu konu e. Lise Nørgaard

Það var ákveðið að lesa Bara stelpa (2000) og Þeir sendu konu (2003) e. Lise Nørgaard í sumar.

sumarbók1

BARA STELPA

Lise Nørgaard er blaðamaður og höfundur nokkurra metsölubóka og hefur verið blaðamaður á stærstu blöðunum í Danmörku. Hún er þekktust fyrir að vera höfundur sjónvarpsþáttanna „Huset på Christianshavn“ og „Matador“. Í Bara stelpa sem er fyrsta bindi endurminninga Lise Nørgaard, segir hún frá uppvexti sínum á þriðja og fjórða áratugnum í kaupstað úti á landi þar sem foreldrar hennar reyna af örvæntingu að móta hana og systkini hennar ­ systur og bróður ­ samkvæmt venjum borgarastéttarinnar. Kvikmyndin sem byggð er á endurminningum Lise Nørgaard var sýnd á Íslandi ekki alls fyrir löngu og má finna hana á myndbandi. „Bara stelpa er lipur, einlæg og hin besta afþreying.“ Mbl. 2000. „Frásögnin er leiftrandi af húmor og hlýju með alvarlegum undirtón.“ Dagur 2000. sjá http://www.mbl.is/greinasafn/grein/551566/

 

 

sumarbók2

ÞEIR SENDU KONU

Seinna bindi endurminninga Lise Nørgaard

Lise Nørgaard er mörgum kunn, ekki síst fyrir Matador-þættina vinsælu. Fyrra bindi endurminninganna, Bara stelpa , kom út árið 2000 í íslenskri þýðingu. Lifandi frásögn konu sem ruddi brautina fyrir kynsystur sínar og náði miklum vinsældum meðal þjóðar sinnar.

Um höfundinn: http://en.wikipedia.org/wiki/Lise_N%C3%B8rgaard

Það var gerð bíómynd eftir fyrri bókinni http://www.imdb.com/title/tt0113581/?ref_=nmbio_mbio


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband