Parísarkonan e. Paulu McLain

Parísarkonan-175x266

Hadley Richardson var hæglát tuttugu og átta ára gömul kona sem hafði nánast gefið upp alla von um ást og hamingju þar til hún kynntist Ernest Hemingway og líf hennar umturnaðist. Eftir eldheitt en stormasamt tilhugalíf og brúðkaup, halda ungu hjónin til Parísar þar sem þau verða miðdepillinn í fjörugum en hviklyndum vinahópi – hinni sögufrægu „týndu kynslóð”, Gertrude Stein, Ezra Pound, F. Scott Fitzgerald, Zeldu Fitzgerald og mörgum fleiri.

Í París vinnur Hemingway meðal annars að skáldsögunni Og sólin rennur upp, en þar eru fyrirmyndirnar oftar en ekki hið litríka fólk sem þau hjónin umgangast. Á sama tíma berst Hadley við að halda í sjálfsmynd sína þegar hlutverk hennar sem eiginkona, skáldgyðja og vinur verður sífellt meira krefjandi.

„Mögnuð og átakanleg ... McLain gerir hið goðsagnakennda karlmennskutákn, Hemingway, að flókinni og viðkunnanlegri persónu.“ - USA Today

„Þessi athyglisverða saga um fyrsta hjónaband Ernests Hemingways er töfrandi. Ég er heilluð af þessari bók.“ - Nancy Horan

Um bókina:  

http://52baekur.blogspot.com/2013/11/bok-47-parisarkonan.html

http://www.visir.is/thvi-hann-er-svo-meirihattar/article/2012121019353 

http://www.randomhouse.com/rhpg/features/paula_mclain/index.php  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband