Appelsínustelpan e. Jostein Gaarder

bok01926Ný unglingasaga eftir Jostein Gaarder. Appelsínustelpan er yndisleg saga um lífið og ástina. Georg er fimmtán ára strákur sem býr með móður sinni, stjúpa og hálfsystur. Faðir Georgs dó úr krabbameini þegar hann var fjögurra ára. Hann man því frekar lítið eftir honum. Dag einn þegar hann kemur heim úr skólanum bíða afi hans og amma eftir honum með bréf sem þau fundu í gömlum barnavagni. Bréf þetta er þykkt og það sem meira er þá reynist það vera frá pabba hans.

Það tekur hann langan tíma að lesa bréfið og hann fer líka að skrifa niður sínar tilfinningar og þannig fléttast saga þeirra feðga saman. Bókin er stundum ansi tilfinningahlaðin en það skemmir hana ekki. Þetta er bæði ljúf ástarsaga og umfjöllun um lífið og dauðann sem bíður ógnandi á næsta leiti.


„Sagan er grípandi og heldur lesandanum föngnum. Hin áleitna meginspurning, sem pabbinn vill fá drenginn sinn til að hugsa um og höfundur vill fá lesendur einnig til að íhuga er: Hvað gerir lífið þess virði að lifa því? Menn hafa spurt og pælt í þeirri gátu frá árdögum manna. Aristóteles glímdi við hana, sjáendur Gamla testamentisins einnig. Jesús Kristur vann með þá spurningu með ýmsu móti og við komust ekki undan því að svara henni eða bregðast við henni með einu eða öðru móti, jafnvel þó við viljum ekki horfast í augu við hana eða svara.

Hvað gerir lífið þess virði að lifa því? Og tengdar spurningar eru: Ef lífið er stutt er það ekki líf sem vert er að lifa? Hvað þarf maður, að hafa lifað til að maður sé sáttur við líf sitt? Er stutt líf minna virði en það sem er langt og jafnvel ekki þess virði að lifa því?“

Meira ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband