11.4.2007 | 11:32
Glataðir snillingar
William Heinesen
føddur: 15/1-1900
deyður: 12/3-1991
Frá Íslandi og Grænlandi höldum við til Færeyja. Laxnes þeirra Færeyinga er William Heinesen og verður ein þekktasta bók hans Glataðir snillingar (De fortabte spillemænd) bók apríl mánaðar. Bókin kom út árið 1950 og var týdd af Þorgeiri Þorgeissyni árið 1984.
Heinesen skrifaði á dönsku og stíllinn í bókinni er n.k.mystisk realisme
Annars væri Heinesen sennilega ekkert hrifinn af því að vera líkt við Laxnes. Eftirfarandi er úr viðtali sem Þorgeir Þorgeirsson átti við hann 1976:
Og talið barst ófrávíkjanlega að Halldóri Laxness. Ég spurði:
- Hittust þið ekki einhvern tíma?
- Jú, einu sinni. Hann bjó þá í svítunni á Gullfossi, sem kom hér við á leið til
Kaupmannahafnar. Og bauð mér til sín um borð.
- Og hvernig fór á með ykkur?
Nú kom löng þögn áður en William sagði:
- Assgoti sem það var góður stýrimaður á Gullfossi þá, ekki man ég hvað hann hét.
http://da.wikipedia.org/wiki/William_Heinesen
http://www.centrum.is/leshus/leshus_007.htm
Athugasemdir
Næsti Leshringur er hjá Guggu Fimmtudagskvöldið 26.apríl. Vonast til að sjá ykkur sem flestar.
GK (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.