30.11.2015 | 23:07
Ljósmóđirin e. Eyrúnu Ingadóttur
Ţórdís Símonardóttir var ljósmóđir á Eyrarbakka á umbrotaárunum fyrir og eftir aldamótin 1900. Tvívegis fann hún ástina og tvívegis glatađi hún henni. Hún barđist gegn yfirgangi og kúgun valdamanna sem beittu öllum ráđum til ađ beygja hana niđur í duftiđ. Hún gafst aldrei upp, reis á fćtur ţegar hún var snúin niđur og glatađi aldrei trúnni á hugsjónir sínar.
Eyrún Ingadóttir byggir ţessa áhrifamiklu bók á heimildum af ýmsu tagi um ćvi og störf Ţórdísar. Međ eftirminnilegum hćtti dregur hún persónur og atburđi fortíđarinnar út úr skjalasöfnum inn í heillandi heim skáldsögunnar.
Ţórdís Símonardóttir var ljósmóđir á Eyrarbakka á umbrotaárunum fyrir og eftir aldamótin 1900. Tvívegis fann hún ástina og tvívegis glatađi hún henni. Hún barđist gegn yfirgangi og kúgun valdamanna sem beittu öllum ráđum til ađ beygja hana niđur í duftiđ. Hún gafst aldrei upp, reis á fćtur ţegar hún var snúin niđur og glatađi aldrei trúnni á hugsjónir sínar.
Eyrún Ingadóttir byggir ţessa áhrifamiklu bók á heimildum af ýmsu tagi um ćvi og störf Ţórdísar. Međ eftirminnilegum hćtti dregur hún persónur og atburđi fortíđarinnar út úr skjalasöfnum inn í heillandi heim skáldsögunnar.
Saga Ţórdísar er merkileg fyrir margar sakir. Hún geymir frásagnir af fćđingum viđ erfiđ skilyrđi og krefjandi hlutverk ljósmóđurinnar viđ ţćr ađstćđur en einnig segir hún af baráttu hugađrar og sjálfstćđrar konu viđ kúgun, valdníđslu og óréttlćti. Ţórdísi má hiklaust kalla kvenskörung, hún er ákveđin, hvatvís og lćtur í sér heyra ef henni fannst brotiđ á sér eđa sínum nánustu. Hún er fćdd í Borgarfirđi áriđ 1853 en flytur á Eyrarbakka og starfar ţar sem ljósmóđir. Hún giftist tvisvar, verđur ekkja í fyrra skiptiđ en skilur í ţađ seinna, og eignast ađeins eitt barn sem lćst í fćđingu en elur upp fósturdóttur sína, Ágústu. Inn í söguna fléttast svo frásagnir af harđri lífsbaráttu í fiskiţorpunum Stokkseyri og Eyrarbakka, sögur af fátćkt, sjómennsku og drykkjulátum sem Ţórdís, ásamt félögum sínum í Góđtemplarareglunni, reynir ađ upprćta, baráttu kvenna fyrir réttindum og starfsemi kvenfélaga. Ekki síst áhugaverđ en átakanleg er saga sem liggur ađ baki fangelsinu Litla-Hrauni sem upphaflega átti ađ vera spítali og ţjóna íbúum Suđurlands. Áhugamenn um hvers kyns sagnfrćđilegan og ţjóđlegan fróđleik ćttu ţví ađ taka Ljósmóđurinni fagnandi.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.