26.2.2016 | 20:07
Að endingu e. Julian Barnes

Júlian Barnes er í hópi snjöllustu núlifandi rithöfunda Bretlands en árið 2011 hlaut hann hin eftirsóttu Booker-verðlaun fyrir þessa áleitnu og hnitmiðuðu bók.
,,Fáguð, gáskafull og óvenjuleg." THE NEW YORKER
,,Gimsteinn." - LOS ANGELES TIMES
,,Heillandi." - INDEPENDENT
,,Angurvær en áhrifamikil skáldsaga um dularfulla vegi minnisins og hvernig við ritstýrum, leiðréttum - og stundum eyðum algjörlega - fortíð okkar." VOGUE
"Hún er ekki þykk, þessi bók (undir 200 blaðsíðum) en það er ekki beinlýnis söguþráðurinn sem knýr hana áfram. Það að hún sé sögð frá sjónarhorni mannsins sem hefur þegar upplifað þetta og þegar lifað sínu lífi að mestu leyti hefur mikið að gera með tilfinninguna sem maður situr uppi með eftir lesturinn. Sögumaðurinn segir það sjálfur það að giftast, vinna vinnuna sína og standa sig vel i henni, eignast barn sem maður elur upp og skilar svo útí veröldina og skilja við makann það sé í raunninni eitt stykki ævi og ævin hans í hnotskurn. Hann var kannski ekki bestur í neinu eða skaraði beinlýnis framúr en kannski er það einmitt það sem gerði það að verkum að hann hefur haldið út ævina í staðinn fyrir að stinga af úr henni eins og vinur hans gerði þegar hann tók sitt eigið líf."
Julian Barnes has described his book as being about how time affects memory and how memory affects time.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.