3.5.2016 | 19:13
Veisla undir grjótvegg e. Svava Jakobsdóttir
Smásögunum í Veisla undir grjótvegg hefur veriđ lýst sem beinskeyttum furđusögum, lágmćltum martrađarsögum, ţurrlegum gamansögum og absúrd ádeilusögum. Spurning hvađa lýsing ykkur finnst eiga best viđ eftir lesturinn. Ţćr sem nenna ekki ađ lesa allar sögurnar ćttu allavega ađ lesa Saga handa börnum, líklega hafiđ ţiđ flestar lesiđ hana í skóla, og ţví ekki úr vegi ađ rifja hana upp.
Sögurnar tíu í Veizlu undir grjótvegg fjalla flestar á einn eđa annan hátt um ţađ hvernig fólk hreiđrar um sig í nýjum heimi, á heimili sem á ađ endurspegla hiđ nýja líf. Konurnar halda sig gjarnan innan veggja en karlarnir koma og fara og í ţeim tveimur sögum ţar sem karlar og eiginmenn eru í ađalhlutverki, Naglagöngu og Víxlinum og rjúpunni, sjást ţeir fara í reiđileysi um víđan völl. sjá http://bokmenntir.is/desktopdefault.aspx/tabid-3903/6066_read-18695/RSkra-113
Saga handa börnum eftir Svövu Jakobsdóttur birtist fyrst í smásagnasafninu Veisla undir grjótvegg áriđ 1967. Ţađ segir frá móđur sem fórnar sér fyrir börnin sín. Í upphafi frásagnar hefur hún leyft ţeim ađ skera af sér eina tá og hún gerir enga athugasemd ţegar sonur hennar fer fram á ađ taka úr henni heilann í tilraunaskyni. Er heilinn eftir ţetta geymdur í spritti í öndvegi í stofunni, án ţess ađ ţađ breyti lífi móđurinnar mikiđ.
Sagan vakti snemma athygli. Í ritdómi í Morgunblađinu 1967 sagđi Jóhann Hjálmarsson hana vera eftirtektarverđustu sögu bókarinnar: Raunsćishöfundur af eldri gerđinni, hefđi sagt ţessa sögu á annan hátt, hún hefđi til dćmis í međförum hans orđiđ of mórölsk og vandlćtingarfull; en Svava notfćrir sér nýjan frásagnarmáta og tekur óhugnađinn í ţjónustu sína til ađ tjá ţađ sem virđist sakleysislegt á yfirborđinu, en er í raun og sannleika ógnvekjandi, nálgast ţađ ađ vera morđ. Fleiri hafa lofađ á söguna á síđari árum. Samkvćmt ítarlegri könnun sem Kolbrún Bergţórsdóttir vann (spurningalistar voru lagđir fyrir 32 einstaklinga) og fjallađ var um í grein í vikublađinu Pressunni áriđ 1991 er saga Svövu besta íslenska smásaga sem skrifuđ hefur veriđ. sjá http://hugras.is/2011/04/besta-smasagan-e%C3%B0a-ljotur-vi%C3%B0bjo%C3%B0ur/
Svava Jakobsdóttir var íslenskur rithöfundur og leikskáld. Hún er líklega ţekktust fyrir smásögur sínar og skáldsöguna Leigjandinn sem kom út 1969 og var eitt sinn túlkuđ sem ádeila á veru hersins á Íslandi eđa sem tvískipt heimsmynd Kalda stríđsins. Öđrum ţrćđi ţykja skrif Svövu endurspegla reynsluheim kvenna gjarnan á kaldhćđinn hátt. Svava átti sćti á Alţingi fyrir Alţýđubandalagiđ árin 1971 1979. Áriđ 2001 var hún sćmd riddarakross Fálkaorđunnar fyrir störf í ţágu lista og menningar.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.