7.3.2017 | 17:04
Saga af nýju ættarnafni e. Elena Ferrante
Napolí-sögur Elenu Ferrante um vinkonurnar Lilu og Elenu hafa farið sigurför um heiminn og hlotið einróma lof. Fyrsta bókin í bókaflokknum, Framúrskarandi vinkona, kom út í fyrra og bók númer tvö, Saga af nýju ættarnafni, er nýkomin út og er jafnvel betri en sú fyrri og var sú þó frábær. Saga af nýju ættarnafni segir frá vinkonunum Lilu og Elenu. Önnur gerir það sem til er ætlast og gengur í hjónaband, á meðan hin reynir að finna sjálfa sig. Þær eru að verða fulltíða konur og reynist það dýru verði keypt.
Höfundurinn Elena Ferrante fer huldu höfði, hefur aldrei veitt viðtöl eða komið fram, heldur segir að bækurnar tali fyrir sig sjálfar og þurfi hennar ekki lengur með. Hún er vinsælasti höfundur Ítala nú um mundir, og bækur hennar koma út á ótal tungumálum. Brynja Cortes Andrésdóttir þýddi úr ítölsku.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.