Bókmennta- og kartöflubökufélagið e. Mary Ann Shaffer og Annie Barrows

bokmennta_kartoflubokufelagiBókmennta- og kartöflubökufélagið (e. The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society) er fyrsta og eina bók Mary Ann Shaffer. Shaffer lést áður en hún lauk við bókina en að beiðni hennar lauk frænka Shaffer, Annie Barrows, við bókina.

Bókin er skrifuð í formi bréfa og gerist árið 1946. Juliet Ashton er ungur rithöfundur í leit að efni í bók þegar hún fær bréf frá ókunnugum manni. Maðurinn er enginn annar en formaður Bókmennta- og kartöflubökufélagsins í Guernsey og hefur fyrir tilviljun eignast bók sem áður var í eigu Juliet. Forvitni Juliet á þessu félagi er vakin og hún ákveður að kynnast fleiri meðlimum félagsins. Hún endar á því að kynnast ekki aðeins fólkinu, heldur lífinu, ástinni og sorgunum á eyjunni Guernsey, sem er undir þýsku hervaldi, og finnur einnig vináttu sem á engan sinn líka.


... Bréfin lýsa mannlegum tilfinningum án þess að vera yfirþyrmandi. Ástandinu er lýst svo lifandi að lesandinn lifir sig inn í söguþráðinn. Fram kemur hversu fólk er ólíkt og gaman að bera saman álit mismunandi persóna á sama einstaklingnum. Einn bréfritarinn hefur viðkomandi upp á háan stall en annar segir hann vera óverjandi og ómerkilegan þjóðfélagsþegn. Við kynnumst því hvernig það er að lifa í hernumdu landi og hvað fólkið gerir til að gera lífið bærilegra þar sem útgöngubann og vöruskortur eru daglegt brauð.

Ástin blómstrar þrátt fyrir allt og jafnvel milli einstaklinga úr báðum liðum en það gerir lífið enn flóknara. Lesendur kynnast því að óvinurinn er líka mannlegur, til dæmis er sagt frá því að matur var „óvart“ skilinn eftir á auðfundnum stað. Gott fyrir okkur í eyðsluþjóðfélaginu að lesa um það sem staðreynd að ein kartafla skipti máli í máltíð dagsins.

Sagan er bæði sorgleg og fyndin og svo er sögulegi vinkillinn mjög áhugaverður.

Sjá grein í MBL og heimasíðu bókarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband