Sjóveikur í München e. Hallgrímur Helgason

Sjoveikur_i_Munchen„Ó, hvað það var vont að vera ungur! Hreinn sveinn í óhreinum heimi. Fangi eigin kynslóðar. Þræll í hlekkjum tímans. Og sjálfið eins og óframkölluð mynd í köldum vökva. Köldum, dimmum, vodkaskotnum vökva.“

Hér gengur Hallgrímur Helgason á hólm við sjálfan sig og lýsir örlagavetri í eigin lífi, sínum fyrsta utan föðurlands og móðurhúsa. Eftir þá róttæku ákvörðun að helga sig myndlist tekur hann enn róttækari ákvörðun um að hætta í Myndlista- og handíðaskólanum og skráir sig haustið 1981 til náms í Listaakademíunni í München – af öllum borgum. Sú vist verður honum ekki bara þungbær heldur reynist hún marka braut hans til frambúðar.

Hann tekst á við hræringar í eigin huga, lýsir þeirri ólgu sem gerjast innra með honum og þeim áhrifum sem hann verður fyrir, um leið og hann reynir að botna í sjálfum sér. Beinskeyttur stíll höfundar, skörp hugsun og húmor gera bókina ekki einungis skemmtilega aflestrar heldur einnig afar áhrifamikla.

Druslubækur og doðrantar / Münchenarblús
Ömurlegt að vera ungur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband