Svo ţú villist ekki í hverfinu hérna e. Patrick Modiano

Modiano_Svo_tu_villist_ekkiRoskinn rithöfundur ţarf ađ horfast í augu viđ fortíđina ţegar dularfullt ungt par kemur inn í líf hans. Smám saman rifjast upp hálfgleymdar minningar, frá fyrstu skrefunum á rithöfundarbrautinni og allt aftur til erfiđrar reynslu í bernsku. Sögur lifna inni í öđrum sögum og smám saman fćrist lesandinn nćr heildarmynd af ţví barni sem hann eitt sinn var, kjarna manneskjunnar.

Frakkinn Patrick Modiano (f. 1945) hlaut Nóbelsverđlaunin í bókmenntum áriđ 2014. Hann hefur sent frá sér fjölmargar skáldsögur ţar sem tíminn og gleymskan móta líf persónanna. Modiano hefur veriđ kallađur „Marcel Proust vorra daga“ enda er sköpunarkraftur minnisins miđlćgur í höfundarverki hans. Stíllinn er ávallt einstaklega tćr og einfaldur.

Sigurđur Pálsson ţýddi.

Svo ţú villist ekki (...) - Patrick Modiano | RÚV 

Heiđarleg tilraun til ţess ađ villast 

Jean Daragane er miđaldra rithöfundur sem ver dögum sínum í íbúđ sinni í París í einhvers konar sjálfskipađri útlegđ eđa einangrun frá umheiminum. Einangrun Daragane frá umheiminum og liđinni tíđ sinna eigin daga er slík ađ hann strögglar viđ ađ muna innihald eigin verka. Ţessar látlausu og ađ ţví er virđist einföldu ađstćđur marka sviđiđ í upphafi skáldsögunnar Svo ţú villist ekki í hverfinu hérna, eftir Patrick Modiano.

"En dag einn breytist allt. Kyrrlátri og allt ađ ţví horfinni veröld í gleymskunnar dái er raskađ ţegar Daragane fćr upphringingu frá smákrimmanum Ottolini sem hefur fundiđ adressubók höfundarins á glámbekk. Veröld Daragane er raskađ ţegar nöfn og símanúmer úr fortíđinni brjóta sér leiđ inn í vitund höfundarins einangrađa og vekja međ honum löngu gleymda eđa bćlda atburđi úr forvitnilegri fortíđ. Og rithöfundurinn Jean Daragane hefur leit ađ liđnum tíma í anda Proust. Skref fyrir skref. Minningabrot fyrir minningabrot rammvilltur í eigin lífi. Lífi sem er í senn einangrađ, forvitnilegt og á einhvern órćđan hátt svo sammannlegt og heillandi. Ţađ er engu líkt ađ ráfa um villtur í fortíđ og lífi Jean Daragane." http://www.visir.is/g/2015151029620


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband