Út í vitann e. Virginiu Woolf

utivitannÚt í vitann, eftir breska rithöfundinn Virginiu Woolf, er jafnan talin einn af hátindum nútímabókmennta, einkum fyrir sakir nýstárlegs frásagnarmáta og sálfræðilegs innsæis. Í bókinni er skyggnst inn í líf fjölskyldu í sumarleyfi á skosku Suðureyjunum og þar er það frú Ramsay sem stýrir fólkinu í kringum sig. Sagan er sögð í ljóðrænum og myndrænum stíl þar sem mikið fer fyrir hugrenningum persóna. Hér er á ferð sannkallað meistaraverk sem bókmenntaunnendur hljóta að hrífast af.

Virginia Woolf (1882–1941) er einn af fremstu rithöfundum 20. aldar. Hún tilheyrði frægum bókmennta- og listahópi sem kenndur var við Bloomsbury í London. Meðal helstu skáldsagna hennar eru Út í vitann, Frú Dalloway og Orlando. Herdís Hreiðarsdóttir þýddi og skrifaði eftirmála, en þetta er fyrsta skáldsagan eftir Woolf sem kemur út á íslensku. Bókin var tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna 2014.

"Út í vitann (1927) er eitt af þekktustu verkum ensku skáldkonunnar Virginiu Woolf. Helga Kress þýddi frægasta verk Woolf, Sérherbergi, á íslensku 1983 en þýðing Vitans er frumraun Herdísar Hreiðarsdóttur sem stimplar sig nú rækilega inn. Woolf, sem var hörkufemínisti og langt á undan sinni samtíð, gerði margvíslegar tilraunir með módernisma í verkum sínum, .s.s. með að láta hugsanir persónanna flæða fram, söguþræði var gefið langt nef og atburðarásin hæg og óljós með þungum undirtóni. Stíllinn er lotulangur og flókinn og er þýðing Herdísar einstaklega vel af hendi leyst, vönduð og nákvæm."

Konur í karlaveldi – Út í vitann eftir Virginiu Woolf
Hér hefur lífið staðnæmst 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband