Jerusalem (1-2 hluti) e. Selmu Lagerlöf

jerusalem1Meðal frægra verka Selmu mætti nefna Jerúsalem (útg. 1901-1902), sem hún skrifaði eftir að hafa ferðast um Miðausturlönd með vinkonu sinni, Sophie Elkan.

Jerusalem is a novel by the Swedish writer Selma Lagerlöf, published in two parts in 1901 and 1902. The narrative spans several generations in the 19th century, and focuses on several families in Dalarna, Sweden, and a community of Swedish emigrants in Jerusalem. It is loosely based on a real emigration that took place from the parish of Nås in 1896.

Selma var fyrsta konan sem var tekin inn í Sænsku Akademíuna (Svenska Akademien) og fyrsta konan sem hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels, en hún tók við þeim árið 1909. Hún var auk þess fyrsti Svíinn sem þessi verðlaun hlaut.

Sænski rithöfundurinn Selma Lagerlöf fæddist þann 20. nóvember 1858 á bænum Mårbacka í Östra Ämtervik í Vermalandi. Hún ákvað ung að stefna að því að verða kennari og tók 23 ára gömul lán til þess að kosta sig til náms. Hún nam við Sjöbergs Lyceum för flickor og síðar nam hún við Högre Lärarinneseminariet í Stokkhólmi. Eftir kennarapróf flutti hún til Landskrona og starfaði þar sem kennari við Elementarskolan för flickor til ársins 1895. Selma gaf út sína fyrstu bók, Gösta Berlings saga, árið 1891, og varð á stuttum tíma heimsfræg. Þriðja skáldsaga hennar, útflytjendasagan Jerúsalem (1-2) kom út árin 1901-1902 og naut fljótlega mikillar hilli.Enn vinsælli varð þó sagan um Nilla Hólmgeirsson og ævintýraför hans um Svíþjóð sem út kom 1906-1907. Selmu hlotnuðust margar viðurkenningar á starfi sínu sem rithöfundur um ævina. Hún hlaut gullverðlaun Sænsku akademíunnar árið 1904 og heiðursdoktor við háskólann í Uppsölum varð hún 1907. Árið 1909 hlaut hún Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, fyrst Svía og kvenna. Síðar keypti hún bernskuheimili sitt að Mårbacka, en fjölskyldan hafði misst jörðina eftir andlát föður Selmu. Hún byggði upp jörðina af miklum myndarskap og rak þar búskap alla tíð, ásamt ritstörfunum. Selma Lagerlöf lést snemma morguns, 16. mars árið 1950 eftir viku veikindi og var grafin í kirkjugarðinum í Östra-Ämtervik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband