14.11.2018 | 20:01
Sjálfstćtt fólk e. Halldór Laxness
Sjálfstćtt fólk er skáldsaga eftir Halldór Laxness sem var gefin út í fjórum bindum á árunum 1933-1935: Landnámsmađur Íslands, Skuldlaust bú, Erfiđir tímar og Veltiár. Seinna meir voru bindin sameinuđ í eina bók og er sú bók nefnd Sjálfstćtt fólk. Bókin er ein ţekktasta íslenska skáldsagan, hún er kennd á framhaldsskólastigi á Íslandi. Sagan er jafnan talin tilheyra félagslegri raunsćisstefnu í bókmenntafrćđum og má ćtla ađ hún gerist á árunum 1899-1921 á Íslandi.
Sjálfstćtt fólk, sem út kom 1934-35, er líklega sú bók Halldórs Laxness sem boriđ hefur hróđur hans víđast.
Hún var međal annars bók mánađarins í stćrsta bókaklúbbi Bandaríkjanna áriđ 1946 og seldist hálf milljón eintaka af verkinu á ađeins tveimur vikum. Ţegar sagan var loksins endurútgefin vestra hálfri öld síđar áriđ 1997 sagđi gagnrýnandi Washington Post í lok afar lofsamlegs dóms ađ ţetta vćru gleđilegir endurfundir".
Sjálfstćtt fólk segir frá kotbóndanum Bjarti í Sumarhúsum. Fyrsta tilhlaup Halldórs ađ einyrkjanum má segja ađ sé smásagan Thordur i Kalfakot" er birtist á síđum danska blađsins Berlingske Tidende áriđ 1920 og var sagan skrifuđ á dönsku.
Sjálfstćtt fólk gerist í upphafi 20. aldar og segir frá einyrkjanum Guđbjarti Jónssyni sem lćtur gamlan draum rćtast međ ţví ađ kaupa lítiđ kot sem hann nefnir Sumarhús. Bjartur er loksins orđinn sjálfstćđur mađur eftir 17 ára vinnumennsku, sjálfs sín herra sem ţarf ekki ađ sćkja neitt til ókunnugra. Hann berst viđ ađ halda svokölluđu sjálfstćđi sínu allt til enda - ekki síst gagnvart fyrrum yfirbođurum sínum á Útirauđsmýri, hreppstjóranum og Rauđsmýrarmaddömunni. Hann fćrir fyrir sjálfstćđiđ óbćtanlegar fórnir og gildir ţá einu hvort í hlut eiga Rósa kona hans, Ásta Sóllilja eđa ađrir honum nákomnir. Öllum hlutum sögunnar lýkur t.d. međ ţví ađ Bjartur missir eitthvađ og má segja ađ veraldarstríđ" hans kristallist í eftirfarandi tilvitnun: Ţađ er til í útlendum bókum ein heilög saga af manni sem varđ fullkominn af ţví ađ sá í akur óvinar síns eina nótt. Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er saga mannsins, sem sáđi í akur óvinar síns alt sitt líf, dag og nótt. Slík er saga sjálfstćđasta mannsins í landinu."
RÚV - http://www.ruv.is/frett/sjalfstaett-folk-halldor-laxness
Sjálfstćtt fólk í stuttu máli - https://www.youtube.com/watch?v=Ms35kJbtj_M
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.