Blá e. Maja Lunde

Bla_72-300x429Hvað gerist ef vatnið hverfur? Áríðandi, áhugaverð og ógnvekjandi skáldsaga um áhrif umhverfisbreytinga.

2017: Signe er komin á sjötugsaldur þegar hún heimsækir æskustöðvarnar í Noregi. Þar blasa við umfangsmiklar virkjunarframkvæmdir, og hún siglir skelkuð á
braut til að hitta mann sem hún eitt sinn elskaði. Hún á við hann áríðandi erindi. Hún er ein um borð í skútunni sinni, sem heitir Blá – en neðan þilja geymir hún undarlegan farm.

2041: Aldarfjórðungi síðar er David á flótta norður eftir Frakklandi með lítilli dóttur sinni. Endalausir þurrkar hafa hrakið þau að heiman þar sem miskunnarlausir eldar geisa. Dag einn finna þau vel falinn bát á eyðibýli langt úti í sveit og ótal spurningar vakna …

Maja Lunde er meðal þekktustu rithöfunda Noregs og lýsir hér í spennandi frásögn hörmulegum afleiðingum græðgi, hugsunarleysis og hroka. Blá hefur vakið verðskuldaða athygli og verið gefin út í fjölda landa. Ingunn Ásdísardóttir þýddi.

https://www.ruv.is/frett/bok-vikunnar-bla
https://lestrarklefinn.is/2019/05/13/fjarlaeg-framtid-en-samt-svo-nalaeg/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband