Ég er að spá í að slútta þessu e. Iain Reid

eg_er_ad_spa_i_ad_slutta_thessuÞú fyllist skelfingu. En þú veist ekki hvers vegna …

Jake og kærasta hans heimsækja foreldra hans sem búa á frekar afskekktum bóndabæ. Ýmislegt sérkennilegt mætir unnustunni í þessari ferð og sú mynd sem hún hafði af Jake rímar illa við það sem hún upplifir. Á heimleiðinni lenda þau í blindbyl sem ber þau að auðri skólabyggingu þar sem atburðarásin tekur óvænta stefnu.

Ég er að spá í að slútta þessu er spennuþrungin og taugatrekkjandi saga um ökuferð sem endar með skelfingu. Bókin hefur slegið rækilega í gegn víða um heim og leikstjórinn Charlie Kaufman, sem tilnefndur hefur verið fjórum sinnum til Óskarsverðlauna, vinnur nú að stórmynd eftir sögunni. Skáldsaga ársins að mati Notable Books Council.

„Bílferð sem sprengir öll mörk … Hægt að lesa hana með hraði, gleypa, innbyrða í litlum bitum og lesa aftur og aftur.“ Fyens Stiftstidende

„Þig langar til að hrópa: „Forðaðu þér!“ Sögumaðurinn heyrir vel í þér. En hann lætur sem hann heyri ekki.“ The Independant

„Snarpasta og frumlegasta bókmenntalega spennusaga sem skrifuð hefur verið í langan tíma.“ Chicago Tribune 

Nýlega kom fyrsta skáldsaga kanadíska rithöfundarins Iain Reid út hjá Veröld í þýðingu Árna Óskarssonar.
Reid, sem búsettur er í Kanada, er yngri bróðir frú Elizu Reid forsetafrúar okkar. Reid hefur áður gefið út æviminningar sínar í tveimur bókum: A Year in the Life of an Over-Educated, Underemployed, Twentysomething Who Moves Back Home (árið 2010) og The Truth About Luck: What I Learned on my Road Trip with Grandma (árið 2013).
Ég er að spá í að slútta þessu er hins vegar fyrsta skáldsaga hans og kom hún út í heimalandinu árið 2016.

https://www.ruv.is/frett/lidur-eins-og-svarta-saudnum-i-fjolskyldunni

https://www.frettabladid.is/lifid/hnakkrifist-endi/ 

https://www.bokmenntaborgin.is/umfjollun/eg-er-ad-spa-i-ad-slutta-thessu-og-fyrir-fallid


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband