Fjallaverksmiðja Íslands e. Kristín Helga Gunnarsdóttir

fjallaverks5_Sjö nýstúdentar af fjallamennskubraut á Höfn stefna hver í sína áttina áður en vindurinn blæs þeim öllum inn í sama braggann skammt frá Jökulsárlóni. Þar stofna þau Fjallaverksmiðju Íslands – draumasamfélag til dýrðar náttúru, sjálfbærni og nægjusemi. Í bragganum er prjónað og bruggað, ruslað og eldað, elskað og dreymt, og boðskap Fjallaverksmiðjunnar er streymt beint á netið þar sem sífellt fleiri fylgjast með. En daginn sem Emma finnst á lóninu breytist allt.

Bækur Kristínar Helgu Gunnarsdóttur hafa notið mikilla vinsælda og hlotið margs konar viðurkenningar. Ungmennabókin Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkur og Fjöruverðlaunin og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs.

Hljóðbókin er 6 klukkustundur og 35 mínútur að lengd. Höfundur les.

RÚV: https://www.ruv.is/frett/2020/04/27/ungmenni-sem-berjast-fyrir-natturunni-af-hjartans-dad

Kiljan: https://www.ruv.is/frett/thad-tharf-ad-skrifa-svona-baekur-fyrir-krakka

Lestrarklefinn: https://lestrarklefinn.is/2020/01/31/hugsjonirnar-vonin-og-svo-raunveruleikinn/? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband