29.4.2020 | 21:53
Fjallaverksmiðja Íslands e. Kristín Helga Gunnarsdóttir
Sjö nýstúdentar af fjallamennskubraut á Höfn stefna hver í sína áttina áður en vindurinn blæs þeim öllum inn í sama braggann skammt frá Jökulsárlóni. Þar stofna þau Fjallaverksmiðju Íslands draumasamfélag til dýrðar náttúru, sjálfbærni og nægjusemi. Í bragganum er prjónað og bruggað, ruslað og eldað, elskað og dreymt, og boðskap Fjallaverksmiðjunnar er streymt beint á netið þar sem sífellt fleiri fylgjast með. En daginn sem Emma finnst á lóninu breytist allt.
Bækur Kristínar Helgu Gunnarsdóttur hafa notið mikilla vinsælda og hlotið margs konar viðurkenningar. Ungmennabókin Vertu ósýnilegur Flóttasaga Ishmaels hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkur og Fjöruverðlaunin og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs.
Hljóðbókin er 6 klukkustundur og 35 mínútur að lengd. Höfundur les.
RÚV: https://www.ruv.is/frett/2020/04/27/ungmenni-sem-berjast-fyrir-natturunni-af-hjartans-dad
Kiljan: https://www.ruv.is/frett/thad-tharf-ad-skrifa-svona-baekur-fyrir-krakka
Lestrarklefinn: https://lestrarklefinn.is/2020/01/31/hugsjonirnar-vonin-og-svo-raunveruleikinn/?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.