Sextíu kíló af sólskini e. Hallgrímur Helgason

SextiuKiloAfSolskini_bokmenntav_2018_72ptDrengur sem bjargast fyrir kraftaverk hlýtur að eiga framtíð en það er eins og forlögin geti ekki gert upp við sig hver sú framtíð eigi að vera. Á hann að vera eftirlæti kaupmannsins á Fagureyri, þræll á framandi duggu eða niðursetningur hjá kotungum í Segulfirði?

Í stöðnuðu samfélagi torfaldar eru ekki fleiri möguleikar – en svo kemur síldin! Öreigar landsins sjá peninga í fyrsta sinn og allt breytir um svip.

Sextíu kíló af sólskini fjallar um mikla umbrotatíma í íslenskri sögu; hér segir af því þegar nútíminn sigldi til hafnar á Norðurlandi og Norðmenn námu landið öðru sinni. Saga sem bæði grætir og gleður.

Hallgrímur Helgason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018 fyrir bókina í flokki fagurbókmennta.

"Magnaður texti og rannsókn á þjóðareðli, þar sem veröld sem var er lýst af miklu listfengi. Hins vegar vantar skýrari kjarna, sterkari þráð í gegnum bókina alla – lausu endarnir eru ansi margir." Stundin

https://www.ruv.is/frett/fjorugur-still-og-kroftug-nyskopun

https://www.ruv.is/frett/hvernig-island-for-ur-engu-i-eitthvad

https://www.ruv.is/frett/i-kapphlaupi-vid-timann-1

https://bokmenntagagnryni.is/bok/sextiu-kilo-af-solskini/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband