15.10.2020 | 22:22
Myrkraverk á Styles-setri e. Agatha Christie
Myrkraverk á Styles-setri er fyrsta sakamálasaga Agöthu Christie. Bókin sló eftirminnilega í gegn þegar hún kom út árið 1920 og hefur síðan verið ein hennar vinsælasta bók og jafnan talin með hennar allra bestu sögum. Elías Mar þýddi.
Magnað plott / Sagan er í anda Agöthu Christie en þessi er jafnramt talin vera ein af hennar bestu. Sagan hverfist um Cavendish / Inglethorp fjölskylduna sem býr að Styles-setri en þar er gestkomandi Hr. Hastings, sem jafnframt er góðvinur Poirot. Morð er síðan framið og Poirot er strax kallaður til enda er hann í fríi í sama bæ. Ég veit ekki með ykkur, en ég myndi klárlega hoppa upp í næstu lest ef ég myndir frétta af Poirot á næsta bæ fólk drepst í unnvörpumí kringum hann, karlangann.
Ég ætla ekki að fara nánar ofan í framvindu sögunnar en ég get þó sagt að hinn afar frægi lokafundur Poirot með hóp hinna grunuðu og fjölskylduvina á sér að sjálfsögðu stað í lok bókar þar sem hann opinberar snilli sína og segir frá hver morðinginn er. Yfirleitt er plottið stórkostlegt og það voru engir vankanntar hér á ferð- ég skil hreinlega ekki hvernig Christie datt þetta plott í hug. En jú, jú blessuninni tókst að skrifa eina heljarinnar spennubók sem var þar að auki full af furðulegum erkitýpum og skemmtilegum samtölum.
Sjá: https://lestrarklefinn.is/2019/05/27/mord-i-frii-poirot-leiklesinn-af-afa/
Dame Agatha Mary Clarissa Miller (fædd 15. september 1890 í Torquay Látin 12. janúar 1976 í Oxfordshire), betur þekkt sem Agatha Christie var enskur rithöfundur. Hún var þekkt fyrir glæpasögur sínar sem fjalla um breskar mið- og yfirstéttir. Þekktustu persónur hennar eru Hercule Poirot og Miss Jane Marple. Hún skrifaði einnig ástarsögur undir listamannsnafninu Mary Westmacott. Músagildran eftir Christie er það leikrit sem hefur verið sýnt oftast; 27.500 sýningar (2018).
Samkvæmt Heimsmetabók Guinness er Agatha Christie sá skáldsagnahöfundur sem selt hefur flestar bækur.
100 years on: exploring Agatha Christie's life and work
https://www.nationaltrust.org.uk/features/agatha-christies-life-and-work
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.