Lygalíf fullorðinna e. Elena Ferrante

lygalif_fullordinnaEinkadóttir ástríkra og vel menntaðra foreldra elst upp við gott atlæti í hæðum Napólí. Henni gengur allt í haginn og er augasteinn föður síns en þegar að kynþroskanum kemur tekur velgengni hennar í skólanum skyndilega dýfu án sýnilegrar ástæðu. Þetta veldur metnaðarfullum foreldrunum talsverðum áhyggjum og eitt kvöldið heyrir hún óvart á tal þeirra þar sem faðir hennar lætur út úr sér örlagarík orð sem umhverfa sjálfsmynd hennar og setja lífið í nýtt samhengi. Í kjölfarið kvarnast smám saman úr undirstöðum fjölskyldunnar, tilveran tekur kollsteypu og nýr veruleiki kemur í ljós.

Sagan er tilfinningaþrungin þroskasaga unglingsstúlku sem lendir í sársaukafullri eldskírn á leið sinni inn í heim fullorðinna. Hún þarf að púsla saman nýrri sjálfsmynd af eigin rammleik, slíta sig frá foreldrunum og bernskunni og komast til botns í fjölskylduleyndarmáli sem hún er sannfærð um að Vittoria frænka hennar varðveiti lykilinn að.

Lyga­líf full­orðinna er fyrsta skáld­saga Elenu Ferr­an­te síðan Napólí-fjór­leik­ur­inn sló í gegn um all­an heim.

RÚV: https://www.ruv.is/tag/lygalif-fullordinna

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband