5.11.2022 | 20:23
Einu sinni var í austri uppvaxtarsaga e. Xialou Guo
Uppvaxtarsaga kínverska rithöfundarins Xialou Guo (f. 1973) sem búsett hefur verið í Bretlandi í rúman áratug.
Bók sem kölluð hefur verið Villtir svanir nýrrar kynslóðar.
Hvernig er að vera listamaður þar sem ritskoðun drepur allan frumleika og það eina sem býðst er að skrifa léleg handrit að sápuóperum; hvernig er að vera kona í landi þar sem stúlkubörnum er ítrekað drekkt við fæðingu og kynferðisleg misnotkun er daglegt brauð; hvernig er hægt að elska þegar manni hefur aldrei verið kennt það.
"Einu sinni var í austri eftir Xiaolu Guo er uppvaxtarsaga, sjálfsævisaga þar sem Xiaolu Guo segir frá uppvexti sínum í Kína á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og fram yfir aldamót. Þrátt fyrir ömurleg uppvaxtarskilyrði fyrst hjá vandalausum bændum, síðan hjá ólæsum afa sínum og ömmu og að lokum hjá foreldrunum í iðnaðarborginni Wengling í byltingarríki Mao Zedong fylgir hún einörð eftir áformum sínum um að verða listamaður."
...
https://www.ruv.is/frett/einu-sinni-var-i-austri-xiaolu-guo
https://www.sigurdurarni.is/efni/xiaolu-guo/
https://bergthoraga.blog.is/blog/bergthoraga/entry/2243825/
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.