4.6.2023 | 13:51
Smámunir sem þessir e. Claire Keegan
Árið er 1985 í litlu þorpi á Írlandi. Jólin nálgast og þar með mesti annatími Bills Furlong, kolakaupmanns og fjölskyldu hans. Snemma morguns, þegar Bill er að afhenda kol í klaustrið við bæinn, gerir hann uppgötvun sem neyðir hann til þess að horfast í augu við eigin fortíð og hina flóknu þögn allra í bænum þar sem lífið stjórnast af kirkjunni.
Smámunir sem þessir eftir Claire Keegan, eina virtustu skáldkonu Íra, er óvenjulega áhrifamikil saga um von, hugrekki og samlíðan sem farið hefur sigurför um heiminn. Sagan var tilnefnd til hinna virtu Booker-verðlauna árið 2022 og hefur hvarvetna uppskorið lof og vinsældir.
"Óhreinn/hreinn þvottur?
Skáldsagan, Smámunir sem þessir, er sögð í þriðju persónu og gerist rétt fyrir jólin 1985. Efnahagsástand landsins er erfitt og í New Ross hafa verksmiðjur hætt störfum. Það er því mikið atvinnuleysi og Bill reynir hvað hann getur til að halda í sín viðskipti, þó það kosti að hann þurfi að loka augunum fyrir því sem hann sér í klaustrinu. Því það getur orðið honum dýrkeypt að styggja besta viðskiptavininn, nunnurnar, sem sagðar eru hafa mikil undirliggjandi ítök í samfélaginu enda flest öll fyrirtæki bæjarins, sem og betri fjölskyldur, sem senda þvottinn sinn í klaustrið og fá hann skínandi til baka. En fortíð Bills, sem og óljós uppruni hans sjálfs, gera það að verkum að hann á erfitt með þetta blinda auga sitt og svo á hann sjálfur fimm stúlkur, þannig að þrátt fyrir aðvaranir bæjarbúa, sem og hans nánustu, verður honum æ ljósara að við svo getur ekki búið.
Bókin er skrifuð af rithöfundinum Clarie Keegan og það er Bókaútgáfan Bjartur sem gefur út íslenska þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur. Hér mætti eflaust tala um nóvellu en bókin er aðeins 104 blaðsíður en segir miklu lengri sögu en fjöldi blaðsíðna segir til um. Aðalpersónan Bill og samviskan hans gæti svo vel táknað togstreitu heillar þjóðar sem mögulega gerði sér grein fyrir hvað gekk á, en valdi af ýmsum ástæðum að líta framhjá. Því nunnurnar í klaustrinu áttu mörg litlu samfélögin á Írlandi og afkoma marga því undir þeim komið." https://lestrarklefinn.is/2023/05/05/smamunir-sem-thessir-arid-er-1985/
Þessi stutta og látlausa saga hefur alla burði til að verða sígild; djúphugul, áhrifamikil og alþjóðleg. Náðu þér í tvö eintök: eitt til að eiga og hitt til að gefa. Washington Post
Sérhver setning er hugsuð og kraftmikil og rúmar heilu bindin af sögu samfélags. Sérhvert orð er rétt og á réttum stað og áhrifin eru ótrúlega sterk. Hilary Mantel, Booker-verðlaunahafi
Víðsjá RÚV https://www.ruv.is/utvarp/spila/vidsja/23618/7hqv75
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.