30.10.2023 | 17:35
Kalmann e. Joachim B. Schmidt
Kalmann Óðinsson, sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn, gengur um með kúrekahatt og Mauserskammbyssu sem amerískur afi hans komst yfir í Kóreustríðinu og verkar næstbesta hákarl á landinu. Kalmann er sérstæður, einfaldur og klókur í senn, sér lífið í kringum sig öðrum augum en annað fólk og er í nánu sambandi við náttúru og umhverfi. En svo hverfur valdamesti maður þorpsins, sem hefur líf þess í hendi sér og virðist flæktur í vafasamt athæfi, Kalmann finnur stærðar blóðpoll við Heimskautsgerðið og allt fyllist af lögreglu og fjölmiðlamönnum sem spyrja óþægilegra spurninga.
Aðalpersónan heitir Kalmann Óðinsson. Hann er pínu sérstakur. Hann er með væga þroskahömlun og finnst hann vera sheriff á Raufarhöfn, hann er með kúrekahatt og sheriff-stjörnu og antíkskammbyssu. Hann vaktar svæðið. Hann er reyndar líka refaskytta og hákarlaveiðimaður.
Joachim B. Schmidt fæddist í Sviss 1981 en hefur búið á Íslandi frá 2007 og starfar sem leiðsögumaður og blaðamaður. Hann hefur áður sent frá sér þrjár skáldsögur. Kalmann hlaut frábæra dóma þegar sagan kom út í Sviss 2020 og komst á metsölulista Der Spiegel.
...
A touching and very funny Nordic crime thriller with a difference. No gratuitous violence, no revenge porn. A tightly plotted suspense story based on a mentally challenged character described with empathy, humour and psychological tact. ~Bitter Lemon Press
Svisslendingur slær í gegn með krimma um Raufarhöfn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.