22.1.2024 | 21:30
Týnd í Paradís e. Mikael Torfason
Týnd í Paradís er bók eftir Mikael Torfason en í henni segir hann sögu sína, foreldra sinna og forfeðra. Við sögu koma guð, djöfullinn og Vottar Jehóva. Ennfremur hippar, læknar, sjómenn, bændur, húsmæður, drykkjumenn, reykingafólk og börn. Þetta er ótruleg saga en dagsönn.
Þetta er sláandi og hreinskilin frásögn sem nær til manns því að hún er í senn hversdagsleg og hádramatísk þetta er jú saga um venjulega Íslendinga og íslenskt samfélag en um leið um þær sterku tilfinningar sem leynast undir þessu venjulega yfirborði. Það er ekki hver sem er sem getur opnað sig með þessum hætti og hleypt lesendum undir yfirborðið.
Mikael skrifaði þrjár bækur sem fjölluðu um reynslu sína á Votta Jehóva en hann ólst upp í þeim söfnuði.Týnd í Paradís, Syndarfallið og Bréf til mömmu.
Fjölskylda Mikaels er engin hefðbundin vísitölufjölskylda og faðir hans var sannarlega enginn bonus pater familias. Sögu og örlögum hjónanna Torfa Geirmundssonar heitins og Huldu Fríðu Berndsen eru gerð góð skil í Týnd í Paradís en tveimur árum síðar kom út bókin Syndafallið, sem fjallar um föður hans og öll hans ævintýri. Nú er hins vegar komið að frú Huldu Fríðu Berndsen og ákvað Mikael að skrifa henni í bókinni Bréf til mömmu, sem er sorgleg, átakanleg og líka dálítið kómísk.
Fyrsta skáldsaga Mikaels kom út árið 1997 og hét hún Falskur fugl og þótt hrá lýsing á unglingum í Grafarvogi í Reykjavík. Bókin var kvikmynduð árið 2013 en sjálfur leikstýrði Mikael kvikmyndinni Gemsar eftir eigin handriti árið 2002. Mikael hefur í heild skrifað sex bækur og hlotið tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Bókmenntaverðlauna Íslands, Edduverðlauna og Grímuverðlauna auk fjölda tilnefninga á kvikmyndahátíðum erlendis, þar á meðal Besta mynd Norðurlanda í Gautaborg.
Bækur Mikaels hafa komið út í Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi og Litháen.
Móðir Mikaels Torfasonar biður Votta Jehóva um gögn
Áhrifarík og afdráttarlaus fjölskyldusaga
Mbl.is Enn þá reiður út í Votta Jehóva