Snerting e. Ólaf Jóhann Ólafsson

bj_ojo5Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var söluhæsta bókin fyrir jólin 2020 og hlaut einróma lof, auk þess að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sagan er nú endurútgefin í tilefni af því að Baltasar Kormákur hefur gert kvikmynd eftir henni.

Kristófer hyggst loka veitingastað sínum í miðbæ Reykjavíkur vegna veirunnar, eftir áratuga farsælan rekstur. Sama dag berst honum óvænt vinarbeiðni á Facebook – og tíminn nemur staðar. Það er líkt og áratugirnir gufi upp og hann hverfi aftur um fimmtíu ár, standi við læstar dyr um morgun í London – þegar hann uppgötvaði að þau voru farin.

Hann leggur af stað í ferð yfir þveran hnöttinn. Og um leið heldur hann á vit minninga um ástir, fornar og nýjar, leynd og eftirsjá eftir því sem hefði getað orðið, hugsjónir og veruleika, en undir kraumar spurning sem hefur leitað á hann í hálfa öld: Hvers vegna fóru þau án þess að kveðja?

Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er áhrifamikil skáldsaga sem gerist í Reykjavík og Tókýó samtímans og London á sjöunda áratugnum. Hér sýnir hann allar sínar bestu hliðar í glæsilega skrifaðri sögu sem rígheldur lesanda allt til óvæntra endaloka.

„Í Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er dregin upp sannfærandi mynd af samfélaginu og aðstæðum fólks af ólíkum uppruna. Nútíð og fortíð er listilega fléttað saman þannig að úr verður skáldsaga sem skiptir máli.“ Úr umsögn dómnefndar um Íslensku bókmenntaverðlaunin „Heillandi skáldsaga sem er óskaplega fallega skrifuð. … Maður vill ekki hætta að lesa … örugglega ein af bestu bókum Ólafs Jóhanns – örugglega ein af bestu skáldsögum ársins.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni

 

Snerting

Var að ljúka við bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Snerting.

Afar vel skrifuð bók. Ég hugsaði, reyndar eins og fleiri að ég held: Hvenær kemur hann sér að efninu?

Biðin var þess virði því það gerði hann á einstakan hátt.

Framvindan hæg, fögur, næm .

Hann fæst við stór stef liðinnar aldar, örlög Japana í heimstyrjöldinni síðari, tengsl ólíkra menningarheima og siða, tilvist ungs manns og svo glímu hans á síðari hluta ævinnar.

Og svo kemur lokahnykkurinn, „the punch line“ – og einmitt á réttum stað.

Bókin endar á stórkostlegan hátt en án þess að hann vinni frekar úr því sem þar er afhjúpað.

Það gerir gæfumuninn því þá á lesandinn eftir sitt verkefni, að vinna úr niðurstöðunni.

Takk fyrir frábæra sögu!

Örn Bárður

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband