1.2.2025 | 16:51
Dyrnar e. Magda Szabó
Dyrnar er einstök og áhrifamikil skáldsaga eftir einn merkasta höfund Ungverja á seinni hluta 20. aldar. Áleitin saga um um óvenjulegt samband tveggja kvenna. Bókin vakti gríðarlega athygli þegar hún kom fyrst út 1987, og útgáfur hennar á erlendum málum hafa einnig hlotið verðskuldað lof og verðlaun, m.a. Prix Femina Étranger í Frakklandi árið 2003. Einnig var hún kjörin ein af tíu bestu bókum ársins 2015 af dagblaðinu New York Times.
Guðrún Hannesdóttir hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin í ár fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Dyrnar eftir ungversku skáldkonuna Magda Szabó, Dimma gaf bókina út.
Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að Guðrún hafi þýtt bókina á einstaklega blæbrigðaríkt og kjarnyrt mál svo ætla mætti að sagan hefði verið skrifuð á íslensku. Samt byggir þýðing Guðrúnar á enskri verðlaunaþýðingu og þótt ekki sé sjálfgefið að texti lifi af svo bugðóttan feril tekst henni að skila lesandanum ítrekuðum tilvitnunum í sögu og bókmenntir jafnframt því að fylgja eftir átökum og vináttu kvennanna tveggja þar sem fast er haldið utan um orðin og aftur af þeim, þar til allt springur, segir í umsögninni.
RÚV - bókmenntir / RÚV - gagnrýni / RÚV - bókmenntir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.