Sálin vaknar e. Kate Chopin

SalinVaknarÞví er gjarnan haldið fram að The Awakening (Sálin vaknar) hafi markað tvenn þáttaskil fyrir bandarísku skáldkonunna Kate Chopin. Annars vegar hafi þeir neikvæðu dómar sem sagan fékk þegar hún kom út árið 1899 gert út um feril hennar sem rithöfundar, hins vegar er það þessu verki að þakka að hún féll ekki í varanlega gleymsku.

Þegar sagan birtist upphaflega var Kate Chopin vel þekkt sem smásagnahöfundur, einkum í Suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem flestar sögur hennar gerast. Margar sagnanna fjalla um samskipti enskumælandi og frönskumælandi íbúa New Orleans og nágrennis og lýsa breisku mannlífinu á mörkum þessara tveggja menningarheima. The Awakening var að þessu leyti óbeint framhald af fyrri skrifum skáldkonunnar en hún var einnig nýr áfangi í átökum hennar við eldfiman efnivið, stöðu og reynslu kvenna í hinu formfasta aldamótasamfélagi. Söguhetjan, Edna Pontellier, uppgötvar að tilvistin hefur upp á fleira að bjóða en hefðbundið hjónaband og barnauppeldi. Hún leitar útrásar fyrir tjáningaþörf sína og tilfinningar og hirðir lítt um þær margvíslegu skorður sem henni eru settar sem konu, eiginkonu og móður. Og það var af þessum sökum sem sagan fór fyrir brjóstið á mörgum lesendum. Þeir gátu ekki fellt sig við hina óstýrilátu frú Pontellier og þótti ófyrirgefanlegt að sögumaður verksins skyldi a.m.k. ekki fordæma hjúskaparbrot hennar og draumóra. „Þetta er ekki uppbyggilegt verk,“ varð einum gagnrýenda að orði, annar fullyrti að Edna „gerði sér enga grein fyrir því að skylda móður við börnin sín væri langtum mikilvægari en fullnæging fýsna sem reynslan hefði kennt henni að væri í eðli sínu hverful. ... 
Sjá meira https://uni.hi.is/jkh/thydingar/kate-chopin/

"Bókin kom fyrst út í Bandaríkunum 1899 og fékk blendnar viðtökur enda var efniðviður sögunnar eldfimur, staða og reynsla kvenna í hinu formfasta samfélagi nítjándu aldar. Nú telst Sálin Vaknar til sígildra verka bandarískra bókmennta."

"Söguhetjan, Edna, uppgötvar að tilvistin hefur upp á fleira að bjóða en hefðbundið hjónaband og barnauppeldi. Hún leitar útrásar fyrir tjáningarþöf og tilfinningar og hirðir lítt um þær skorður sem henni eru settar sem eiginkonu og móður."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband