Hundshaus, bók febrúarmánaðar

hundshaus

Danskar sagnabókmenntir eru í fínu formi þessa dagana.  Bók febrúarmánaðar er  “Hundshaus” (2005) eftir Morten Ramsland (f.1971), þýdd af ljóðskáldinu Kristínu Eiríksdóttur.  Bókin hefur hlotið fjölda verðlauna, þar á meðal hinn eftirsótta gyllta lárviðarkrans, bókmenntaverðlaun danskra bókaútgefenda.

“Á síðustu árum hafa aftur farið að streyma frá Danmörku meiriháttar raunsæisskáldsögur Þetta tengist því auðvitað að á öllum Norðurlöndunum er í gangi einhverskonar endurreisn fjölskyldusögunnar – stundum kallað „raðhúsaraunsæi “. Það er ekki vitlausara heiti en hvað annað, margar norrænar skáldsögur síðustu ára eiga það sameiginlegt að lýsa örlögum millistéttarfjölskyldna og holóttri leið þeirra til nútímans og miðstéttarlífs sem virðist slétt og fellt á yfirborðinu. Hundshaus Mortens Ramsland er einn besti  fulltrúi þessarar bylgju þótt fjölskyldan sem þar er lýst sé allt annað en venjuleg.”    GK

http://blogg.visir.is/gagnrynandinn/2007/09/10/ein-af-%c3%beessum-fau/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband