28.2.2009 | 10:09
Afleggjarinn er Góu-bók ársins
Afleggjarinn er bók mars mánaðar. Bókin er eftir Auði A. Ólafsdóttur
Ungur maður sem er svo að segja alinn upp í gróðurhúsi á brýnt erindi til afskekkts staðar í útlöndum. Heima skilur hann eftir aldraðan föður, þroskaheftan bróður og guðdómlegt stúlkubarn sem han eignaðist óvart "með eins konar vinkonu vinar síns". Þar tekur lífið á sig nýja mynd og söguhetjan tekst á við karlmennsku sína, ástina, rósarækt og óvænta ábyrgð.
Afleggjarinn rífur sig úr viðjum hins hefðbundna en um leið er sagan uppfull af trúarlegum táknum, listfræðilegum vísunum og heimspekilegum átökum um tilvist mannsins. Hér er sleginn nýr tónn í íslensku samhengi." (Dómnefnd Menningarverðlauna DV)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.