Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs til Noregs

Per Petterson

Per Petterson

//

Norski rithöfundurinn Per Petterson hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2009 fyrir skáldsöguna „Jeg forbanner tidens elv".  Per Petterson er meðal virtustu og vinsælustu höfunda Noregs. Árið 1997 var hann tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna „Til Siberien" og fyrir skálsöguna „Ut å stjæle hester" sem kom út árið 2003 hlaut hann alþjóðlega viðurkenningu og fjölmörg verðlaun.

Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars:

„Í skáldsögunni lýsir aðalpersónan reynslu sinni og brotakenndum minningum um áföll í eigin fjölskyldu. Petterson lýsir á ljóðrænan og hæglátan hátt hversu erfitt það er að segja hvert öðru það sem mikilvægast er”.

Bókmenntaverðlaunin sem nema 350.000 dönskum krónum verða afhent í lok október 2009 í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi. Norrænu bókmenntaverðlaunin voru fyrst veitt árið 1962.

Auður A. Ólafsdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir voru tilnefndar af Íslands hálfu til Bókmennta-verðlauna Norðurlandaráðs fyrir bækur sem komu út árið 2007. Auður fyrir skáldsöguna Afleggjarinn, sem kom út hjá Sölku, en Sigurbjörg fyrir ljóðabókina Blysfarir, sem Forlagið-JPV útgáfa gaf út. 

(Tekið af mbl.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband